Siggi Jóns gerði Skagastrákana að Íslandsmeisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2018 12:30 Nýkrýndir Íslandsmeistarar ÍA/Kára/Skallagríms. Mynd/Instagram/ia_akranes Skagamenn eru komnir upp í Pepsideild karla í fótbolta á nýjan leik og þeir ættu að hafa nóg af ungum og flottum strákum þar sem að 2. flokkur félagsins tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær. Liðið spilar undir sameiginlegu merkjum ÍA, Kára og Skallagríms og tryggði sér endanlega titilinn með 7-0 sigri á Fylki í lokaumferðinni í gær. Áður höfðu Skagamenn unnið 5-1 sigur á Blikum í óopinberum úrslitaleik mótsins fyrir aðeins þremur dögum. ÍA strákarnir enduðu með 42 stig alveg eins og KR/KV en voru með tólf marka forskot í markatölu. Ekkert lið skoraði meira í deildinni en liðið var með 63 mörk í 18 leikjum. Blikar enduðu aðeins einu stigi á eftir toppliðunum og Skagamenn tóku titilinn því með góðum endaspretti. Blikar misstigu sig á lokasprettinum. Þjálfararnir hjá ÍA/Kára/Skallagrími eru Sigurður Jónsson og Elinbergur Sveinsson en þeir eru heldur betur að koma með þá upp á hárréttum tíma. Mörk ÍA í gær skoruðu Ísak Bergmann Jóhannesson (2 mörk), Bjarki Steinn Bjarkason, Ólafur Karel Eiríksson, Stefán Ómar Magnússon, Sigurður Hrannar Þorsteinsson og Þór Llorens Þórðarson. Ísak Bergmann Jóhannesson er enn í 3. flokki og verður það líka sumarið 2019 en hann er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara ÍA. Nú er bara spurningin hvort pabbi taki strákinn upp í meistaraflokkinn í Pepsideildinni næsta sumar. Markahæstir hjá Skagaliðinu á Íslandsmótinu í sumar voru þeir Þór Llorens Þórðarson og Stefán Ómar Magnússon sem báðir skoruðu 10 mörk. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði 8 mörk. Þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem ÍA vinnur 2. flokkinn. Það gerðist síðast árið 2005 en þá voru í aðalhlutverki í liðinu menn eins og Arnar Már Guðjónsson og Jón Vilhelm Ákason. Garðar Gunnlaugsson, leikmaður meistaraflokksins, er ánægður með strákana og hrósar þeim á Twitter.2. flokkur ÍA ljúka ótrúlegu tímabili með Íslandsmeistaratitli! Einnig má nefna að hluti þeirra skiluðu Skallagrím upp um deild og svo var Kári mjög nálægt því að komast upp í Inkasso. Framtíðin er björt á skaganum ef haldið er rétt á spilunum. — Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) September 20, 2018Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa á allan leikinn frá því gær hér fyrir neðan. Íslenski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Skagamenn eru komnir upp í Pepsideild karla í fótbolta á nýjan leik og þeir ættu að hafa nóg af ungum og flottum strákum þar sem að 2. flokkur félagsins tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær. Liðið spilar undir sameiginlegu merkjum ÍA, Kára og Skallagríms og tryggði sér endanlega titilinn með 7-0 sigri á Fylki í lokaumferðinni í gær. Áður höfðu Skagamenn unnið 5-1 sigur á Blikum í óopinberum úrslitaleik mótsins fyrir aðeins þremur dögum. ÍA strákarnir enduðu með 42 stig alveg eins og KR/KV en voru með tólf marka forskot í markatölu. Ekkert lið skoraði meira í deildinni en liðið var með 63 mörk í 18 leikjum. Blikar enduðu aðeins einu stigi á eftir toppliðunum og Skagamenn tóku titilinn því með góðum endaspretti. Blikar misstigu sig á lokasprettinum. Þjálfararnir hjá ÍA/Kára/Skallagrími eru Sigurður Jónsson og Elinbergur Sveinsson en þeir eru heldur betur að koma með þá upp á hárréttum tíma. Mörk ÍA í gær skoruðu Ísak Bergmann Jóhannesson (2 mörk), Bjarki Steinn Bjarkason, Ólafur Karel Eiríksson, Stefán Ómar Magnússon, Sigurður Hrannar Þorsteinsson og Þór Llorens Þórðarson. Ísak Bergmann Jóhannesson er enn í 3. flokki og verður það líka sumarið 2019 en hann er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara ÍA. Nú er bara spurningin hvort pabbi taki strákinn upp í meistaraflokkinn í Pepsideildinni næsta sumar. Markahæstir hjá Skagaliðinu á Íslandsmótinu í sumar voru þeir Þór Llorens Þórðarson og Stefán Ómar Magnússon sem báðir skoruðu 10 mörk. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði 8 mörk. Þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem ÍA vinnur 2. flokkinn. Það gerðist síðast árið 2005 en þá voru í aðalhlutverki í liðinu menn eins og Arnar Már Guðjónsson og Jón Vilhelm Ákason. Garðar Gunnlaugsson, leikmaður meistaraflokksins, er ánægður með strákana og hrósar þeim á Twitter.2. flokkur ÍA ljúka ótrúlegu tímabili með Íslandsmeistaratitli! Einnig má nefna að hluti þeirra skiluðu Skallagrím upp um deild og svo var Kári mjög nálægt því að komast upp í Inkasso. Framtíðin er björt á skaganum ef haldið er rétt á spilunum. — Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) September 20, 2018Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa á allan leikinn frá því gær hér fyrir neðan.
Íslenski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira