Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2018 11:30 Hér er hinn káti hópur á dekki flugmóðurskipsins, klár í slaginn. Bandaríski sjóherinn Utanríkisráðherra og nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO fengu höfðinglegar móttökur þá er þeim var boðið sérstaklega í kynningarferð í flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman.Vísir greindi frá þessu ferðalagi þingmannahópsins í gær og leitaði í framhaldinu frekari upplýsinga hjá Bandaríska sjóhernum. Nánar tiltekið Lauru K. Stegherr sem er upplýsingastjóri en hún var svo vinsamleg að senda okkur fáeinar myndir af hópnum um borð.Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín um borð í flugmóðurskipinu mikla.Bandaríski sjóherinnAð sögn Stegherr er USS Harry S. Truman nú á ferð um norðurslóðir til að gæta að öryggi bandamanna á norðurslóðum, tryggja friðinn og styrkja vinaböndin. Meðal Íslendinga sem fóru þessa siglingu eru áðurnefndur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins auk ásamt starfsfólks varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.Hópurinn saman kominn við sérstaka orrustuþotu hersins.bandaríski sjóherinnGuðlaugur Þór flutti stutta tölu um borð þar sem hann talaði um mikilvægi samstarfsins í NATO og var gerður góður rómur að orðum hans.Mikilvægi NATO „Ísland er stofnaðili í NATO. Tengsl við bandamenn okkar þar eru sterk og traust. Við erum herlaus þjóð en við tökum engu að síður fullan þátt á forsendum hefðbundinna varna og aðgerðum á norðurslóðum. Þetta er frábært tækifæri til að styrkja tengslin,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars: „Sagan hefur kennt, svo ekki verður um villst að mikilvægi NATO er ótvírætt. Og sagan mun áfram sýna að það er jafn mikilvægt nú og var að halda því varnarsamstarfi vakandi.“ Íslenski hópurinn hitti fyrir um borð þá Gene Black, sem er Strike Group Commander, Rear Adm. og Capt. Nick Dienna, Commanding Officer sem sýndi Íslendingunum stjórnstöðina í brúnni og þá fengu þeir að fylgjast sérstaklega með flugtaki af dekki flugmóðurskipsins. Þeir sögðust sérlega ánægðir með heimsóknina þegar þeir tóku á móti íslenska leiðangursfólkinu; að þeim væri heiður sýndur. Umdeilt boð Víst er að þó sjóherinn og utanríkisráðherra hafi verið ánægð með hvernig til tókst er tiltækið umdeilt. Þannig hefur Vísir greint frá því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telji einsýnt að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurvelli í gær en þær fluttu hópinn um borð í flugmóðurskipið. Lögum samkvæmt er umferð orrustuflugvéla bönnuð á Reykjavíkurflugvelli.Þá liggur fyrir að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra afþökkuðu hið góða boð um að fara í sjóferð og kynna sér starfsemina um borð í USS Harry S. Truman. Nú eru yfirstandandi óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi og má vænta þess að málið verði tekið upp á þeim vettvangi. Alþingi Norðurslóðir Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Utanríkisráðherra og nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO fengu höfðinglegar móttökur þá er þeim var boðið sérstaklega í kynningarferð í flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman.Vísir greindi frá þessu ferðalagi þingmannahópsins í gær og leitaði í framhaldinu frekari upplýsinga hjá Bandaríska sjóhernum. Nánar tiltekið Lauru K. Stegherr sem er upplýsingastjóri en hún var svo vinsamleg að senda okkur fáeinar myndir af hópnum um borð.Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín um borð í flugmóðurskipinu mikla.Bandaríski sjóherinnAð sögn Stegherr er USS Harry S. Truman nú á ferð um norðurslóðir til að gæta að öryggi bandamanna á norðurslóðum, tryggja friðinn og styrkja vinaböndin. Meðal Íslendinga sem fóru þessa siglingu eru áðurnefndur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins auk ásamt starfsfólks varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.Hópurinn saman kominn við sérstaka orrustuþotu hersins.bandaríski sjóherinnGuðlaugur Þór flutti stutta tölu um borð þar sem hann talaði um mikilvægi samstarfsins í NATO og var gerður góður rómur að orðum hans.Mikilvægi NATO „Ísland er stofnaðili í NATO. Tengsl við bandamenn okkar þar eru sterk og traust. Við erum herlaus þjóð en við tökum engu að síður fullan þátt á forsendum hefðbundinna varna og aðgerðum á norðurslóðum. Þetta er frábært tækifæri til að styrkja tengslin,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars: „Sagan hefur kennt, svo ekki verður um villst að mikilvægi NATO er ótvírætt. Og sagan mun áfram sýna að það er jafn mikilvægt nú og var að halda því varnarsamstarfi vakandi.“ Íslenski hópurinn hitti fyrir um borð þá Gene Black, sem er Strike Group Commander, Rear Adm. og Capt. Nick Dienna, Commanding Officer sem sýndi Íslendingunum stjórnstöðina í brúnni og þá fengu þeir að fylgjast sérstaklega með flugtaki af dekki flugmóðurskipsins. Þeir sögðust sérlega ánægðir með heimsóknina þegar þeir tóku á móti íslenska leiðangursfólkinu; að þeim væri heiður sýndur. Umdeilt boð Víst er að þó sjóherinn og utanríkisráðherra hafi verið ánægð með hvernig til tókst er tiltækið umdeilt. Þannig hefur Vísir greint frá því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telji einsýnt að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurvelli í gær en þær fluttu hópinn um borð í flugmóðurskipið. Lögum samkvæmt er umferð orrustuflugvéla bönnuð á Reykjavíkurflugvelli.Þá liggur fyrir að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra afþökkuðu hið góða boð um að fara í sjóferð og kynna sér starfsemina um borð í USS Harry S. Truman. Nú eru yfirstandandi óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi og má vænta þess að málið verði tekið upp á þeim vettvangi.
Alþingi Norðurslóðir Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11
Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57
Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“