Maðurinn fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2018 17:46 Frá vettvangi í dag. Vísir/Tryggvi Páll Tryggvason Erlendur ferðamaður, sem slasaðist við Goðafoss síðdegis í dag, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur á sjötta tímanum. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Aðgerðum lokið við Goðafoss Maðurinn var fyrst fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar. Þaðan fór hann áfram með þyrlunni, sem kölluð hafði út vegna slyssins, á Borgarspítalann í Reykjavík. Þyrlan lagði af stað frá Akureyri klukkan 17:14 í dag, að sögn Ásgeirs. Ekki fást frekari upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu en hann er þó talinn mikið slasaður. Aðgerðum við Goðafoss lauk um klukkan 15:30 í dag en tildrög slyssins eru enn óljós. Í fyrstu var talið að maðurinn hefði fallið í ána en síðar kom í ljós að svo var ekki. Hann fannst í klettum við ána með höfuðáverka, að því er fréttastofa hafði eftir lögreglumanni á vettvangi í dag. Um var að ræða umfangsmiklar aðgerðir sem þó tóku stuttan tíma.Uppfært klukkan 18:22: Maðurinn, sem er á sextugsaldri, var með talsverða áverka á höfði, skerta meðvitund og talsvert lemstraður um líkamann þegar viðbragðsaðilar náðu til hans. Hann hafði fallið í klettum við vestanvert Skjálfandafljót, talsvert neðan við Goðafoss en féll aldrei í fljótið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að maðurinn hefði verið með meðvitund þegar hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Maðurinn er á ferðalagi hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. Lögreglumál Tengdar fréttir Aðgerðum lokið við Goðafoss Aðkomu björgunarsveita er lokið á vettvangi en þeim lauk um klukkan 15:30 og eru björgunaraðilar eru á leiðinni til síns heima. 30. september 2018 15:56 Telja að maður hafi fallið í Goðafoss Björgunaraðgerðir í gangi. 30. september 2018 14:45 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Sjá meira
Erlendur ferðamaður, sem slasaðist við Goðafoss síðdegis í dag, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur á sjötta tímanum. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Aðgerðum lokið við Goðafoss Maðurinn var fyrst fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar. Þaðan fór hann áfram með þyrlunni, sem kölluð hafði út vegna slyssins, á Borgarspítalann í Reykjavík. Þyrlan lagði af stað frá Akureyri klukkan 17:14 í dag, að sögn Ásgeirs. Ekki fást frekari upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu en hann er þó talinn mikið slasaður. Aðgerðum við Goðafoss lauk um klukkan 15:30 í dag en tildrög slyssins eru enn óljós. Í fyrstu var talið að maðurinn hefði fallið í ána en síðar kom í ljós að svo var ekki. Hann fannst í klettum við ána með höfuðáverka, að því er fréttastofa hafði eftir lögreglumanni á vettvangi í dag. Um var að ræða umfangsmiklar aðgerðir sem þó tóku stuttan tíma.Uppfært klukkan 18:22: Maðurinn, sem er á sextugsaldri, var með talsverða áverka á höfði, skerta meðvitund og talsvert lemstraður um líkamann þegar viðbragðsaðilar náðu til hans. Hann hafði fallið í klettum við vestanvert Skjálfandafljót, talsvert neðan við Goðafoss en féll aldrei í fljótið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að maðurinn hefði verið með meðvitund þegar hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Maðurinn er á ferðalagi hér á landi ásamt fjölskyldu sinni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Aðgerðum lokið við Goðafoss Aðkomu björgunarsveita er lokið á vettvangi en þeim lauk um klukkan 15:30 og eru björgunaraðilar eru á leiðinni til síns heima. 30. september 2018 15:56 Telja að maður hafi fallið í Goðafoss Björgunaraðgerðir í gangi. 30. september 2018 14:45 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Sjá meira
Aðgerðum lokið við Goðafoss Aðkomu björgunarsveita er lokið á vettvangi en þeim lauk um klukkan 15:30 og eru björgunaraðilar eru á leiðinni til síns heima. 30. september 2018 15:56