Jón Þór verður næsti landsliðsþjálfari kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2018 16:07 Jón Þór tekur við kvennalandsliðinu en framundan er undankeppni EM 2020. vísir Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson verður næsti landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Þetta herma heimildir fréttastofu en fótbolti.net greindi frá því í gær að Jón Þór ætti í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu landsliðsþjálfara. Þar kom fram að Ásthildur Helgadóttir, fyrrum landsliðsmaður, yrði aðstoðarmaður Jóns Þórs. Jón Þór var aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar í sumar. Stjarnan tilkynnti á Twitter í dag að Jón Þór væri hættur. „Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok og hefur hann þegar látið af störfum. Jón sem var einn af aðstoðarþjálfurum mfl. karla kom til okkar frá ÍA í janúar síðastliðnum en hann var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur hann sett skemmtilegan svip á liðið og starfið hjá Stjörnunni á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til félagsins,“ segir í tilkynningunni og minnt á að hann kveður liðið sem bikarmeistari.Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok. Jón var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur sett skemmtilegan svip á liðið á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til liðsins. Jón kveður félagið sem bikarmeistari pic.twitter.com/nDBl685FLv — Stjarnan FC (@FCStjarnan) October 9, 2018 Jón Þór og Stjarnan virðast skilja í góðu en Garðabæjarfélagið er þó allt annað en sátt við framgöngu Knattspyrnusambandsins í málinu. Magnús Viðar Heimisson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, segir vinnubrögð sambandsins fyrir neðan allar hellur. Jón Þór hafi komið til Stjörnunar eftir að KSÍ nálgaðist hann og beðið um leyfi til að ræða við KSÍ. „Það er erfitt að keppa við KSÍ,“ segir Magnús Viðar og vísar til þess að þegar félög vilji nálgast leikmenn eigi þau að ræða sín á milli áður en félögin séu nálgust. Það sé skýrt af hálfu KSÍ sem nálgist svo þjálfara íslensku félaganna án leyfis frá félögunum. „Þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Magnús Viðar. Félagið fordæmi svona vinnubrögð. Stjarnan missti Davíð Snorra Jónsson í fyrra en hann tók við þjálfun 17 ára landsliðs karla. Nú er Jón Þór horfinn á braut. Jón Þór er Skagamaður í húð og hár, fæddur árið 1978 og fagnaði því fertugsafmæli fyrr á árinu. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun yngri flokka á Akranesi og stýrði Skagamönnum í sex leikjum í Pepsi-deild karla sumarið 2017 eftir að aðalþjálfarinn Gunnlaugur Jónsson var rekinn. Jón Þór hafði áður verið aðstoðarmaður hans. Jón Þór tekur við starfinu af Frey Alexanderssyni sem hefur verið þjálfari landsliðsins í síðustu tveimur undankeppnum. Liðið komst á EM í Hollandi sumarið 2017 en tókst ekki að komast á HM í Frakklandi í sumar þrátt fyrir að hafa verið í lykilstöðu í undankeppninni þegar tveimur leikjum var ólokið. Tap gegn Þýskalandi og jafntefli gegn Tékklandi gerðu HM-drauminn að engu. Reikna má með tilkynningu frá KSÍ vegna ráðningarinnar innan tíðar. Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson verður næsti landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Þetta herma heimildir fréttastofu en fótbolti.net greindi frá því í gær að Jón Þór ætti í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu landsliðsþjálfara. Þar kom fram að Ásthildur Helgadóttir, fyrrum landsliðsmaður, yrði aðstoðarmaður Jóns Þórs. Jón Þór var aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar í sumar. Stjarnan tilkynnti á Twitter í dag að Jón Þór væri hættur. „Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok og hefur hann þegar látið af störfum. Jón sem var einn af aðstoðarþjálfurum mfl. karla kom til okkar frá ÍA í janúar síðastliðnum en hann var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur hann sett skemmtilegan svip á liðið og starfið hjá Stjörnunni á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til félagsins,“ segir í tilkynningunni og minnt á að hann kveður liðið sem bikarmeistari.Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok. Jón var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur sett skemmtilegan svip á liðið á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til liðsins. Jón kveður félagið sem bikarmeistari pic.twitter.com/nDBl685FLv — Stjarnan FC (@FCStjarnan) October 9, 2018 Jón Þór og Stjarnan virðast skilja í góðu en Garðabæjarfélagið er þó allt annað en sátt við framgöngu Knattspyrnusambandsins í málinu. Magnús Viðar Heimisson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, segir vinnubrögð sambandsins fyrir neðan allar hellur. Jón Þór hafi komið til Stjörnunar eftir að KSÍ nálgaðist hann og beðið um leyfi til að ræða við KSÍ. „Það er erfitt að keppa við KSÍ,“ segir Magnús Viðar og vísar til þess að þegar félög vilji nálgast leikmenn eigi þau að ræða sín á milli áður en félögin séu nálgust. Það sé skýrt af hálfu KSÍ sem nálgist svo þjálfara íslensku félaganna án leyfis frá félögunum. „Þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Magnús Viðar. Félagið fordæmi svona vinnubrögð. Stjarnan missti Davíð Snorra Jónsson í fyrra en hann tók við þjálfun 17 ára landsliðs karla. Nú er Jón Þór horfinn á braut. Jón Þór er Skagamaður í húð og hár, fæddur árið 1978 og fagnaði því fertugsafmæli fyrr á árinu. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun yngri flokka á Akranesi og stýrði Skagamönnum í sex leikjum í Pepsi-deild karla sumarið 2017 eftir að aðalþjálfarinn Gunnlaugur Jónsson var rekinn. Jón Þór hafði áður verið aðstoðarmaður hans. Jón Þór tekur við starfinu af Frey Alexanderssyni sem hefur verið þjálfari landsliðsins í síðustu tveimur undankeppnum. Liðið komst á EM í Hollandi sumarið 2017 en tókst ekki að komast á HM í Frakklandi í sumar þrátt fyrir að hafa verið í lykilstöðu í undankeppninni þegar tveimur leikjum var ólokið. Tap gegn Þýskalandi og jafntefli gegn Tékklandi gerðu HM-drauminn að engu. Reikna má með tilkynningu frá KSÍ vegna ráðningarinnar innan tíðar.
Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn