Höfum tólf ár til að ná loftslagsmarkmiðum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. október 2018 19:30 Vísindanefnd Sameinuðu Þjóðanna telur heimsbyggðina hafa tólf ár til að forða hamförum af völdum loftslagsbreytinga á komandi áratugum. Nefndin gaf út nýja skýrslu í dag um stöðu loftslagsmála en þar eru ríki heims hvött til að leggja meira af mörkum til að sporna gegn hlýnun jarðar. Skýrslan var kynnt í Incheon í Suður-Kóreu í dag en vísindanefndin telur að rétt rúmur áratugur er til stefnu áður en markmið ríkja heims um að halda hlýnun jarðar undir 1.5 gráðum sé úr myndinni. Bjartsýnustu birtingarmyndir skýrslunnar gera ráð fyrir því að hlýnun jarðar muni valda verri þurrkum, flóðum og hitabylgjum með tilheyrandi afleiðingum fyrir hundruði milljóna manna. Í skýrslunni segir að enn sé gluggi til að bregðast við en slíkar aðgerðir þurfi að vera umfangsmeiri en áður hefur verið gert ráð fyrir og muni kosta um 2.5 prósent af vergri heimsframleiðslu.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Meðal markmiða sem nefndin telur að ríki heims þurfi að uppfilla til að ná markmiði um 1.5 gráður er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 45 prósent fyrir árið 2030. Endurnýjanlegir orkugjafar þurfa að skaffa heimsbyggðinni 85 prósent af allri raforku. Draga þarf nær algerlega úr kolanotkun. Um 7 milljón ferkílómetra lands þarf undir rækt sem nýtist í lífrænt eldsneyti og ná þarf kolefnishlutleysi í heiminum fyrir árið 2050. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að Ísland þurfi að leggja sitt af mörkum í þessum efnum. „Horfurnar hér á Íslandi eru mjög erfiðar sérstaklega vegna súrnun sjávar,“ segir Árni. „Súrnun sjávar fylgir aukinni losun af koltvísýringi. Koltvísýringurinn binst í hafinu og hafið súrnar og það hefur neikvæð áhrif fyrir lífríkið.“ Hann segir að ýmislegt sé hægt að gera hér á landi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ýmislegt gott hafi komið fram í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar en umhverfisráðherra hefur sagt að áætlunin verði endurnýjuð strax á næsta ári. „Það þurfa til dæmis að eiga sér stað orkuskipti í samgöngum. Dísil og bensín þurfa að fara út og rafmagn eða metan inn,“ segir Árni. „Svo ættum við að styrkja almenningssamgöngur í meira mæli. Það er einn stóri pósturinn að minnka losun í samgöngum.“ Að mati Árna vantar þætti í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem snúa að samningi við Evrópusambandið um sameiginlega ábyrgð sambandsins, Noregs og Íslands hvað samdrátt í losun varðar. Norðurlönd Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Varkár bjartsýni um loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Gagnrýnt er að í samgöngumálum boði aðgerðaáætlun í loftslagsmálum aðeins aðlögun á núverandi samgönguháttum að minni losun frekar en kerfisbreytingu með meiri áherslu á almenningssamgöngur og aðra vistvænni ferðamáta. 11. september 2018 15:00 Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Skipaiðnaðurinn þarf að draga úr losun um helming fyrir miðja öldina Nýtt samkomulag á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar er sagt ganga skemur en ella vegna andstöðu ríkja eins og Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. 13. apríl 2018 15:58 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Vísindanefnd Sameinuðu Þjóðanna telur heimsbyggðina hafa tólf ár til að forða hamförum af völdum loftslagsbreytinga á komandi áratugum. Nefndin gaf út nýja skýrslu í dag um stöðu loftslagsmála en þar eru ríki heims hvött til að leggja meira af mörkum til að sporna gegn hlýnun jarðar. Skýrslan var kynnt í Incheon í Suður-Kóreu í dag en vísindanefndin telur að rétt rúmur áratugur er til stefnu áður en markmið ríkja heims um að halda hlýnun jarðar undir 1.5 gráðum sé úr myndinni. Bjartsýnustu birtingarmyndir skýrslunnar gera ráð fyrir því að hlýnun jarðar muni valda verri þurrkum, flóðum og hitabylgjum með tilheyrandi afleiðingum fyrir hundruði milljóna manna. Í skýrslunni segir að enn sé gluggi til að bregðast við en slíkar aðgerðir þurfi að vera umfangsmeiri en áður hefur verið gert ráð fyrir og muni kosta um 2.5 prósent af vergri heimsframleiðslu.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Meðal markmiða sem nefndin telur að ríki heims þurfi að uppfilla til að ná markmiði um 1.5 gráður er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 45 prósent fyrir árið 2030. Endurnýjanlegir orkugjafar þurfa að skaffa heimsbyggðinni 85 prósent af allri raforku. Draga þarf nær algerlega úr kolanotkun. Um 7 milljón ferkílómetra lands þarf undir rækt sem nýtist í lífrænt eldsneyti og ná þarf kolefnishlutleysi í heiminum fyrir árið 2050. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að Ísland þurfi að leggja sitt af mörkum í þessum efnum. „Horfurnar hér á Íslandi eru mjög erfiðar sérstaklega vegna súrnun sjávar,“ segir Árni. „Súrnun sjávar fylgir aukinni losun af koltvísýringi. Koltvísýringurinn binst í hafinu og hafið súrnar og það hefur neikvæð áhrif fyrir lífríkið.“ Hann segir að ýmislegt sé hægt að gera hér á landi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ýmislegt gott hafi komið fram í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar en umhverfisráðherra hefur sagt að áætlunin verði endurnýjuð strax á næsta ári. „Það þurfa til dæmis að eiga sér stað orkuskipti í samgöngum. Dísil og bensín þurfa að fara út og rafmagn eða metan inn,“ segir Árni. „Svo ættum við að styrkja almenningssamgöngur í meira mæli. Það er einn stóri pósturinn að minnka losun í samgöngum.“ Að mati Árna vantar þætti í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem snúa að samningi við Evrópusambandið um sameiginlega ábyrgð sambandsins, Noregs og Íslands hvað samdrátt í losun varðar.
Norðurlönd Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Varkár bjartsýni um loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Gagnrýnt er að í samgöngumálum boði aðgerðaáætlun í loftslagsmálum aðeins aðlögun á núverandi samgönguháttum að minni losun frekar en kerfisbreytingu með meiri áherslu á almenningssamgöngur og aðra vistvænni ferðamáta. 11. september 2018 15:00 Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Skipaiðnaðurinn þarf að draga úr losun um helming fyrir miðja öldina Nýtt samkomulag á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar er sagt ganga skemur en ella vegna andstöðu ríkja eins og Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. 13. apríl 2018 15:58 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Varkár bjartsýni um loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Gagnrýnt er að í samgöngumálum boði aðgerðaáætlun í loftslagsmálum aðeins aðlögun á núverandi samgönguháttum að minni losun frekar en kerfisbreytingu með meiri áherslu á almenningssamgöngur og aðra vistvænni ferðamáta. 11. september 2018 15:00
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00
Skipaiðnaðurinn þarf að draga úr losun um helming fyrir miðja öldina Nýtt samkomulag á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar er sagt ganga skemur en ella vegna andstöðu ríkja eins og Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. 13. apríl 2018 15:58