Sverre: Hafði ekki tíma til þess að vera smeykur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2018 18:45 Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar. vísir/getty „Ég er stoltur af liðinu mínu og þessum 60 mínútum. Þetta var til fyrirmyndar,“ sagði skælbrosandi Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir sigurinn á Aftureldingu í dag í Olís-deild karla í handbolta. Liðið náði þar með sínum fyrstu stigum á töfluna og var Sverrir alveg með á hreinu hvað skilaði stigunum tveimur í hús. „Stemmning og liðsheild. Við náum að koma með þetta aukalega inn í þetta sem við erum búnir að ræða lengi. Menn tóku þessa heimavinnu mjög alvarlega og skiluðu þessu greinilega inn á parketinu í dag,“ segir Sverre. Hann vildi reyndar ekki greina frá því hvað þetta aukalega væri þegar blaðamaður spurði hann út í hverju þetta aukalega hafi falist. „Það er bara þetta aukalega. Þetta er svona það aukalega í uppskrift sem maður segir ekkert frá. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur í hverjum leik,“ segir Sverre. Liðið hafði tapað öllum leikjunum hingað til í deildinni en aðspurður hvað hafi breyst í dag sagði Sverre að liðið hefði unnið betur sem heild í dag, sérstaklega í vörninni. Liðið fékk á sig 22 mörk í dag en hefur verið að fá á sig hátt í 30 mörk í leik hingað til. Afturelding náði reyndar mjög góðum kafla í seinni hluta hálfleiksins og náði að jafna 20-20. Útlit var fyrir að þeir myndu ná að snúa leiknum sér í vil. Það gerðist hins vegar ekki og Akureyri skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Aftureldingar á síðustu mínútunum. „Ég hafði ekki tíma til þess að vera smeykur. Maður var bara að reyna að hugsa hvernig við gætum náð þessu aftur okkar megin en auðvitað fer um mann, ég var ekki rólegur. Maður hefur trúnna og mér fannst við eiga þetta skilið. Við lögðum rosalega mikið í þetta og yfir sextíu mínútur vorum við bara betra liðið, ég held að ég sé ekkert að mógða neinn þegar ég segi það,“ segir Sverre. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Akureyri - Afturelding 25-22 | Fyrstu stig Akureyri komu gegn Mosfellingum Mosfellingum var skellt niður á jörðina eftir góða byrjun. 7. október 2018 18:15 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
„Ég er stoltur af liðinu mínu og þessum 60 mínútum. Þetta var til fyrirmyndar,“ sagði skælbrosandi Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir sigurinn á Aftureldingu í dag í Olís-deild karla í handbolta. Liðið náði þar með sínum fyrstu stigum á töfluna og var Sverrir alveg með á hreinu hvað skilaði stigunum tveimur í hús. „Stemmning og liðsheild. Við náum að koma með þetta aukalega inn í þetta sem við erum búnir að ræða lengi. Menn tóku þessa heimavinnu mjög alvarlega og skiluðu þessu greinilega inn á parketinu í dag,“ segir Sverre. Hann vildi reyndar ekki greina frá því hvað þetta aukalega væri þegar blaðamaður spurði hann út í hverju þetta aukalega hafi falist. „Það er bara þetta aukalega. Þetta er svona það aukalega í uppskrift sem maður segir ekkert frá. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur í hverjum leik,“ segir Sverre. Liðið hafði tapað öllum leikjunum hingað til í deildinni en aðspurður hvað hafi breyst í dag sagði Sverre að liðið hefði unnið betur sem heild í dag, sérstaklega í vörninni. Liðið fékk á sig 22 mörk í dag en hefur verið að fá á sig hátt í 30 mörk í leik hingað til. Afturelding náði reyndar mjög góðum kafla í seinni hluta hálfleiksins og náði að jafna 20-20. Útlit var fyrir að þeir myndu ná að snúa leiknum sér í vil. Það gerðist hins vegar ekki og Akureyri skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Aftureldingar á síðustu mínútunum. „Ég hafði ekki tíma til þess að vera smeykur. Maður var bara að reyna að hugsa hvernig við gætum náð þessu aftur okkar megin en auðvitað fer um mann, ég var ekki rólegur. Maður hefur trúnna og mér fannst við eiga þetta skilið. Við lögðum rosalega mikið í þetta og yfir sextíu mínútur vorum við bara betra liðið, ég held að ég sé ekkert að mógða neinn þegar ég segi það,“ segir Sverre.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Akureyri - Afturelding 25-22 | Fyrstu stig Akureyri komu gegn Mosfellingum Mosfellingum var skellt niður á jörðina eftir góða byrjun. 7. október 2018 18:15 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Umfjöllun: Akureyri - Afturelding 25-22 | Fyrstu stig Akureyri komu gegn Mosfellingum Mosfellingum var skellt niður á jörðina eftir góða byrjun. 7. október 2018 18:15