Segir réttindi Palestínumanna hafa versnað á undanförnum árum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. október 2018 19:30 Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar, Háskóli Íslands og RIFF standa fyrir málfundi um málefni Palestínu á morgun klukkan 15:15 í Bíó Paradís og sýna heimildarmyndin Naila og uppreisnin, sem fjallar um þátttöku kvenna í fyrstu borgaralegu uppreisn Palestínumanna. Feda Abdelhady-Nasser, Sendiherra og varafastafulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum, heldur erindi á málfundinum en hún telur að réttindi Palestínumanna hafi farið versnandi frá því að friðarsamkomulag var undirritað. 25 ár eru í ár frá því að leiðtogar Palestínu og Ísraels undirrituðu Oslóarsáttmálann sem hóf formlegt friðarferli á milli ríkjanna tveggja. Feda segir að enn sé troðið á réttindum palestínsku þjóðarinnar og að Ísrael komist enn upp með yfirgang og mannréttindabrot. Sáttmálin hafi til að mynda ekki tekið á landnemabyggðum Ísraela sem halda áfram að teygja úr sér á landi Palestínu. „það mætti segja að staðan á friðarferlinu sé núna alveg stál í stál,“ segir Feda. „En umfram það er staðan töluvert verri og tekið afturförum í palestínu á undanförnum árum. Búið er að herða hersetuna yfir Palestínu í stað þess að unnið hafi verið að því að binda endi á hana.“ Hún segir að núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi þá sett friðarferlið í frekara uppnám með því að flytja sendiráð sitt frá Tel-Aviv til Jerúsalem og hætta flóttamannaaðstoð til Palestínumanna. Mikilvægt sé að alþjóðasamfélagið taki höndum saman til að sporna við þessari stefnu Bandaríkjanna og Ísraels en þar hafi Ísland gengið fram með góðu fordæmi að hennar mati. „Núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna er að huga að friðarferli sem stenst ekki alþjóðalög, mannréttindarsjónarmið né langvarandi alþjóðlegan skilning á stöðu Jerúsalem, varðandi tveggja ríkja lausnina eða rétt Palestínsku þjóðarinnar til fullveldis og sjálfstæðis,“ segir Feda. „Fjölmörg ríki víða um heim hafa bent á þetta. Ísland er þar á meðal með viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu árið 2011 og einnig með staðfastri afstöðu íslenskra stjórnvalda varðandi áðurnefnd málefni.“ Ísrael Palestína Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar, Háskóli Íslands og RIFF standa fyrir málfundi um málefni Palestínu á morgun klukkan 15:15 í Bíó Paradís og sýna heimildarmyndin Naila og uppreisnin, sem fjallar um þátttöku kvenna í fyrstu borgaralegu uppreisn Palestínumanna. Feda Abdelhady-Nasser, Sendiherra og varafastafulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum, heldur erindi á málfundinum en hún telur að réttindi Palestínumanna hafi farið versnandi frá því að friðarsamkomulag var undirritað. 25 ár eru í ár frá því að leiðtogar Palestínu og Ísraels undirrituðu Oslóarsáttmálann sem hóf formlegt friðarferli á milli ríkjanna tveggja. Feda segir að enn sé troðið á réttindum palestínsku þjóðarinnar og að Ísrael komist enn upp með yfirgang og mannréttindabrot. Sáttmálin hafi til að mynda ekki tekið á landnemabyggðum Ísraela sem halda áfram að teygja úr sér á landi Palestínu. „það mætti segja að staðan á friðarferlinu sé núna alveg stál í stál,“ segir Feda. „En umfram það er staðan töluvert verri og tekið afturförum í palestínu á undanförnum árum. Búið er að herða hersetuna yfir Palestínu í stað þess að unnið hafi verið að því að binda endi á hana.“ Hún segir að núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi þá sett friðarferlið í frekara uppnám með því að flytja sendiráð sitt frá Tel-Aviv til Jerúsalem og hætta flóttamannaaðstoð til Palestínumanna. Mikilvægt sé að alþjóðasamfélagið taki höndum saman til að sporna við þessari stefnu Bandaríkjanna og Ísraels en þar hafi Ísland gengið fram með góðu fordæmi að hennar mati. „Núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna er að huga að friðarferli sem stenst ekki alþjóðalög, mannréttindarsjónarmið né langvarandi alþjóðlegan skilning á stöðu Jerúsalem, varðandi tveggja ríkja lausnina eða rétt Palestínsku þjóðarinnar til fullveldis og sjálfstæðis,“ segir Feda. „Fjölmörg ríki víða um heim hafa bent á þetta. Ísland er þar á meðal með viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu árið 2011 og einnig með staðfastri afstöðu íslenskra stjórnvalda varðandi áðurnefnd málefni.“
Ísrael Palestína Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira