Slökun, sítrusávextir og hollur heimalagaður matur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. október 2018 11:00 Lax og egg eru matartegundir ríkar af d-vítamíni. Dr. Teitur Guðmundsson gefur lesendum góð ráð til að verjast pestum vetrarins. Flensur og kveisur?– Hvernig er best að verjast því að fá flensu og kveisur vetrarins?„Við vitum að það ganga mjög margar pestir yfir haust og vetrarmánuðina, inflúensan kemur iðulega um miðjan vetur og er þá bólusetning ágætis vörn. Það að bólusetja sig reglulega byggir upp ónæmi gegn flensuveiru sem er á hverju ári nýr stofn og þess vegna þarf að framkvæma bólusetninguna árlega. Almenna reglan er svo sú að fara vel með sig, fá nægan svefn og huga að streituþáttum og vellíðan, álag hefur dempandi áhrif á ónæmiskerfið og viðbragð þess.“Dr. Teitur Guðmundsson leggur áherslu á gott mataræði, slökun og hreyfingu.– Á hverju á fólk að vara sig? „Það er ágætt að hafa það í huga að flest smit eru dropa- og snertismit, þannig að mikil nálægð við veika einstaklinga getur valdið veikindum og smiti, handþvottur er ágæt regla líka til að draga úr líkum á smiti.“– Áttu einhver góð ráð um mataræði eða lífsstíl sem fólk ætti að fylgja? „Þetta er mjög einstaklingsbundið auðvitað en með vísan til þess sem segir hér að ofan er aðalatriðið að vera í góðu jafnvægi. Almennt má segja að næringarríkur matur, fjölbreyttur og ferskur sé lykilatriði. Skyndifæði og unnin matvara er ekki skynsamleg almennt burtséð frá því hvaða tími ársins er. Ávextir og grænmeti eru rík af vítamínum og bætiefnum, sérstaklega sítrusávextir.“Jóga styrkir og mýkir líkamann.– En bætiefni og vítamín? „Bætiefni og vítamín fáum við flest hver með réttu mataræði og ef upptaka í líkamanum er í lagi. Það má þó segja að líklega fáum við ekki nóg af D-vítamíni og það má bæta það upp sérstaklega. Ýmis bætiefni eru nefnd til sögunnar líkt og C-vítamín, sink, ýmis andoxunarefni og margt fleira. Flest eru vítamínin vatnsleysanleg svo það er erfitt að gera sér illt, B-vítamín hafa löngum verið notuð og við vitum að þau dempast við streitu og álag. Hin fituleysanlegu geta verið varhugaverðari og ætti ekki að taka inn í óhófi en það eru A-, D-, E- og K-vítamín.“– Hvernig styrkir fólk ónæmiskerfið ef það hefur hug á því? „Best er að hreyfa sig reglulega, borða hollan mat og ferskan, elda sjálfur og njóta, huga að svefninum sérstaklega, að fá nægan svefn, og draga úr streitu og álagi almennt ef hægt er eru svona þessi hefbundnu ráð. Það getur svo verið skynsamlegt að iðka slökun og hugleiðslu eða jóga til viðbótar.Heitt sítrónuvatn er afar mikil heilsubót að sögn Teits.Gott - Jóga og hugleiðsla - Sítrusávextir - Hollur heimalagaður matur - C-, B- og D-vítamín - Sink - Handþvottur - HreyfingSlæmt - Skyndifæði og unnin matvara - Streita og álag Það er ágætt að hafa það í huga að flest smit eru dropa- og snertismit, þannig að mikil nálægð við veika einstaklinga getur valdið veikindum og smiti. Meira á www.frettablaðið.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Dr. Teitur Guðmundsson gefur lesendum góð ráð til að verjast pestum vetrarins. Flensur og kveisur?– Hvernig er best að verjast því að fá flensu og kveisur vetrarins?„Við vitum að það ganga mjög margar pestir yfir haust og vetrarmánuðina, inflúensan kemur iðulega um miðjan vetur og er þá bólusetning ágætis vörn. Það að bólusetja sig reglulega byggir upp ónæmi gegn flensuveiru sem er á hverju ári nýr stofn og þess vegna þarf að framkvæma bólusetninguna árlega. Almenna reglan er svo sú að fara vel með sig, fá nægan svefn og huga að streituþáttum og vellíðan, álag hefur dempandi áhrif á ónæmiskerfið og viðbragð þess.“Dr. Teitur Guðmundsson leggur áherslu á gott mataræði, slökun og hreyfingu.– Á hverju á fólk að vara sig? „Það er ágætt að hafa það í huga að flest smit eru dropa- og snertismit, þannig að mikil nálægð við veika einstaklinga getur valdið veikindum og smiti, handþvottur er ágæt regla líka til að draga úr líkum á smiti.“– Áttu einhver góð ráð um mataræði eða lífsstíl sem fólk ætti að fylgja? „Þetta er mjög einstaklingsbundið auðvitað en með vísan til þess sem segir hér að ofan er aðalatriðið að vera í góðu jafnvægi. Almennt má segja að næringarríkur matur, fjölbreyttur og ferskur sé lykilatriði. Skyndifæði og unnin matvara er ekki skynsamleg almennt burtséð frá því hvaða tími ársins er. Ávextir og grænmeti eru rík af vítamínum og bætiefnum, sérstaklega sítrusávextir.“Jóga styrkir og mýkir líkamann.– En bætiefni og vítamín? „Bætiefni og vítamín fáum við flest hver með réttu mataræði og ef upptaka í líkamanum er í lagi. Það má þó segja að líklega fáum við ekki nóg af D-vítamíni og það má bæta það upp sérstaklega. Ýmis bætiefni eru nefnd til sögunnar líkt og C-vítamín, sink, ýmis andoxunarefni og margt fleira. Flest eru vítamínin vatnsleysanleg svo það er erfitt að gera sér illt, B-vítamín hafa löngum verið notuð og við vitum að þau dempast við streitu og álag. Hin fituleysanlegu geta verið varhugaverðari og ætti ekki að taka inn í óhófi en það eru A-, D-, E- og K-vítamín.“– Hvernig styrkir fólk ónæmiskerfið ef það hefur hug á því? „Best er að hreyfa sig reglulega, borða hollan mat og ferskan, elda sjálfur og njóta, huga að svefninum sérstaklega, að fá nægan svefn, og draga úr streitu og álagi almennt ef hægt er eru svona þessi hefbundnu ráð. Það getur svo verið skynsamlegt að iðka slökun og hugleiðslu eða jóga til viðbótar.Heitt sítrónuvatn er afar mikil heilsubót að sögn Teits.Gott - Jóga og hugleiðsla - Sítrusávextir - Hollur heimalagaður matur - C-, B- og D-vítamín - Sink - Handþvottur - HreyfingSlæmt - Skyndifæði og unnin matvara - Streita og álag Það er ágætt að hafa það í huga að flest smit eru dropa- og snertismit, þannig að mikil nálægð við veika einstaklinga getur valdið veikindum og smiti. Meira á www.frettablaðið.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira