Hafið við Ísland hefur kólnað um þrjár gráður frá 2012 Jakob Bjarnar skrifar 5. október 2018 08:33 Hafstraumar við Íslandsstrendur hafa mikið að segja um búsetuskilyrði hér. visir/hanna Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greindi frá því á Facebook-síðu sinni seint í gærkvöldi að greina megi örugga stigvaxandi kólnum sjávar á hafsvæðunum suður og suðvestan af Íslandi frá árinu 2012, kólnun sem nemur heilum þremur gráðum. Einar setur fram þrjár til hugsanlegar skýringar á þessu en treystir sér ekki til að kveða úr um hugsanlega orsakaþætti. Og segir ábyrgðarlaust að spá fyrir um framhaldið. En, bendir á að sjávarhitabreytingar á úthafi séu afar hægar og því sé um ótrúlega mikil umskipti á árunum 2012 til 2018 að ræða á stóru hafsvæði NV-Atlantshafs.Einar nefnir til sögunnar þrjár eða fjórar hugsanlegar skýringar á hinni markvissu kólnun sem greina má á stóru svæði í Atlantshafinu.Þær skýringar sem Einar nefnir til sögunnar sem hugsanlegar eru eftirfarandi: 1. „Óvenjuþrálátir vestan- og norðvestan vindar að vetri og vori frá Kanada og langt út á haf hafa valdið kælingu yfirborssjávarins og vindarnir einnig aukið á útbreiðslu svalsjávarins frá Labradorhafi út á NV-vert Atlantshaf.“ 2. Mikil bráðnun hafíss undanfarin 20-30 ár sem borist hefur með köldum straumum, einkum með A-Grænlandi hefur aukið lagskiptingu sjávar sem aftur dregur úr djúpsjávarmyndun og þar með "hita- og seltufæribandinu". Þetta er ekki einfalt í mælingum, en niðurstaðan er engu að síður hægfara kólnun. Bráðnun Grænlandsjökuls kemur þarna líka við sögu. 3. Norður-Atlantshafs-straumkerfið (Golfstraumurinn) er að breytast með hlýnun veðurfars. Kvíslin með hlýsjó fyrir sunnan Grænland og inn í Labradorhafið hafi veikst á meðan meginkvíslin til norðurs fyrir vestan Noreg sé óbreytt eða jafnvel styrktist. Þá nefnir Einar fjórðu skýringuna sem stundum er nefnd og þá í samhengi við einhverjar hinna: „Hún er sú að síðustu árin hafi óvenjumikið „lekið“ af ferskum og ísköldum sjó á milli Kanadísku eyjanna norðan úr Bauforthafi (Íshafinu), en þar hefur safnast upp ferskur sjór sem hringsólar þar hálfinnilokaður.“ Veður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greindi frá því á Facebook-síðu sinni seint í gærkvöldi að greina megi örugga stigvaxandi kólnum sjávar á hafsvæðunum suður og suðvestan af Íslandi frá árinu 2012, kólnun sem nemur heilum þremur gráðum. Einar setur fram þrjár til hugsanlegar skýringar á þessu en treystir sér ekki til að kveða úr um hugsanlega orsakaþætti. Og segir ábyrgðarlaust að spá fyrir um framhaldið. En, bendir á að sjávarhitabreytingar á úthafi séu afar hægar og því sé um ótrúlega mikil umskipti á árunum 2012 til 2018 að ræða á stóru hafsvæði NV-Atlantshafs.Einar nefnir til sögunnar þrjár eða fjórar hugsanlegar skýringar á hinni markvissu kólnun sem greina má á stóru svæði í Atlantshafinu.Þær skýringar sem Einar nefnir til sögunnar sem hugsanlegar eru eftirfarandi: 1. „Óvenjuþrálátir vestan- og norðvestan vindar að vetri og vori frá Kanada og langt út á haf hafa valdið kælingu yfirborssjávarins og vindarnir einnig aukið á útbreiðslu svalsjávarins frá Labradorhafi út á NV-vert Atlantshaf.“ 2. Mikil bráðnun hafíss undanfarin 20-30 ár sem borist hefur með köldum straumum, einkum með A-Grænlandi hefur aukið lagskiptingu sjávar sem aftur dregur úr djúpsjávarmyndun og þar með "hita- og seltufæribandinu". Þetta er ekki einfalt í mælingum, en niðurstaðan er engu að síður hægfara kólnun. Bráðnun Grænlandsjökuls kemur þarna líka við sögu. 3. Norður-Atlantshafs-straumkerfið (Golfstraumurinn) er að breytast með hlýnun veðurfars. Kvíslin með hlýsjó fyrir sunnan Grænland og inn í Labradorhafið hafi veikst á meðan meginkvíslin til norðurs fyrir vestan Noreg sé óbreytt eða jafnvel styrktist. Þá nefnir Einar fjórðu skýringuna sem stundum er nefnd og þá í samhengi við einhverjar hinna: „Hún er sú að síðustu árin hafi óvenjumikið „lekið“ af ferskum og ísköldum sjó á milli Kanadísku eyjanna norðan úr Bauforthafi (Íshafinu), en þar hefur safnast upp ferskur sjór sem hringsólar þar hálfinnilokaður.“
Veður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira