Fujimori segir að fangelsið myndi ganga af honum dauðum Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2018 22:38 Fujimori var forseti Perú frá 1990 til 2000. Hann var frameldur frá Japan árið 2007 og var síðar dæmdur fyrir mannréttindabrot og spillingu. Vísir/EPA Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, grátbað forseta landsins og dómara um að senda sig ekki aftur í fangelsi því það myndi ríða honum að fullu. Dómstóll felldi í gær úr gildi náðun sem fyrrverandi forseti veitti Fujimori í lok síðasta árs. Í myndbandsávarpi sem Fujimori, sem nú er áttræður, tók upp á heilsuhæli þar sem hann er til meðferðar bað hann yfirvöld um að nota sig ekki sem „pólitískt vopn“ þar sem hann hefði ekki „þrótt til að berjast á móti“. Fujimori afplánaði 25 ára fangelsisdóm fyrir mannréttindabrot og spillingu þangað til í desember þegar Pedro Pablo Kuzcynski, þáverandi forseti, náðaði hann af heilsufarsástæðum. Ásakanir voru um að Kuzcynski hafði náðað Fujimori til að kaupa sér stuðning stjórnmálaflokks dóttur hans þegar vantraust vofði yfir honum í þinginu. Kuzcynski sagði af sér í mars vegna ásakana um atkvæðakaup. Náðunin var ógilt fyrir dómi í gær og skipaði dómari að Fujimori skyldi færður aftur í fangelsið. Lögmenn hans áfrýjuðu niðurstöðunni í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég vil biðja forseta lýðveldisins og meðlimi dómstóla um aðeins eitt: gerið það, drepið mig ekki. Ef ég fer aftur í fangelsi mun hjarta mitt ekki ráða við það. Það er of veikburða til að ganga í gegnum það sama aftur,“ sagði Fujimori í ávarpinu. Fujimori tók sér alræðisvald í Perú á 10. áratug síðustu aldar, að eigin sögn til að geta beitt sér af fullum krafti gegn uppreisnarsamtökunum Skínandi stíg. Í þeim tilgangi veitti hann dauðasveitum blessun sína til að myrða fólk án dóms og laga. Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Náðun fyrrverandi forseta Perú snúið við fyrir dómi Alberto Fujimori var náðaður af þáverandi forseta í desember en dómstóll skipaði fyrir um að hann skyldi aftur færður í fangelsi í dag. 3. október 2018 22:40 Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57 Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25 Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, grátbað forseta landsins og dómara um að senda sig ekki aftur í fangelsi því það myndi ríða honum að fullu. Dómstóll felldi í gær úr gildi náðun sem fyrrverandi forseti veitti Fujimori í lok síðasta árs. Í myndbandsávarpi sem Fujimori, sem nú er áttræður, tók upp á heilsuhæli þar sem hann er til meðferðar bað hann yfirvöld um að nota sig ekki sem „pólitískt vopn“ þar sem hann hefði ekki „þrótt til að berjast á móti“. Fujimori afplánaði 25 ára fangelsisdóm fyrir mannréttindabrot og spillingu þangað til í desember þegar Pedro Pablo Kuzcynski, þáverandi forseti, náðaði hann af heilsufarsástæðum. Ásakanir voru um að Kuzcynski hafði náðað Fujimori til að kaupa sér stuðning stjórnmálaflokks dóttur hans þegar vantraust vofði yfir honum í þinginu. Kuzcynski sagði af sér í mars vegna ásakana um atkvæðakaup. Náðunin var ógilt fyrir dómi í gær og skipaði dómari að Fujimori skyldi færður aftur í fangelsið. Lögmenn hans áfrýjuðu niðurstöðunni í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég vil biðja forseta lýðveldisins og meðlimi dómstóla um aðeins eitt: gerið það, drepið mig ekki. Ef ég fer aftur í fangelsi mun hjarta mitt ekki ráða við það. Það er of veikburða til að ganga í gegnum það sama aftur,“ sagði Fujimori í ávarpinu. Fujimori tók sér alræðisvald í Perú á 10. áratug síðustu aldar, að eigin sögn til að geta beitt sér af fullum krafti gegn uppreisnarsamtökunum Skínandi stíg. Í þeim tilgangi veitti hann dauðasveitum blessun sína til að myrða fólk án dóms og laga.
Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Náðun fyrrverandi forseta Perú snúið við fyrir dómi Alberto Fujimori var náðaður af þáverandi forseta í desember en dómstóll skipaði fyrir um að hann skyldi aftur færður í fangelsi í dag. 3. október 2018 22:40 Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57 Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25 Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Náðun fyrrverandi forseta Perú snúið við fyrir dómi Alberto Fujimori var náðaður af þáverandi forseta í desember en dómstóll skipaði fyrir um að hann skyldi aftur færður í fangelsi í dag. 3. október 2018 22:40
Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57
Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25
Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30
Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31