Heyrði þegar skinnið sprakk á ofninum Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. október 2018 14:18 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/gva Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann á sextugsaldri í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína og halda handlegg hennar upp að sjóðandi heitum ofni. Konan hlaut alvarleg brunasár í árásinni. Dómurinn leggst ofan á annan fimmtán mánaða dóm sem maðurinn hlaut og mun hann því sæta samtals átján mánaða fangelsi. Dómurinn er alfarið skilorðsbundinn sökum þess að tafir urðu á meðferð málsins. Of stressuð og hrædd til að leggja fram kæru Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi í desember árið 2015. Honum var gefið að sök að hafa tekið um handleggi sambýliskonu sinnar og fyrrverandi eiginkonu og haldið höndum hennar og ýtt henni upp að sjóðandi heitum ofni með þeim afleiðingum að hún hlaut 2. stigs brunasár og mögulega að einhverju leyti 3. stigs bruna á hægri upphandlegg og mar á vinstri upphandlegg, að því er segir í dómnum. Maðurinn neitaði sök. Konan lagði fram kæru á hendur manninum í október árið 2016. Hún sagðist aðspurð fyrir dómi að hún hafi lagt fram kæru svo seint sökum þess að hún var stressuð og hrædd. Þá hafi hún einnig verið að bíða eftir að maðurinn sýndi iðrun en af því hafi ekki orðið. Hélt henni fastri við sjóðheitan ofn Í skýrslu sem lögregla tók af konunni segir um atvikið að hún og maðurinn hafi verið að drekka kvöldið áður en hann réðst á hana. Að morgni næsta dags rifust þau um gamalt fjölskyldumál og þá hafi maðurinn komið að henni en hún hafi sagt honum að hún myndi kýla hann ef hann kæmi nálægt henni. Maðurinn hafi þá ýtt í vinstri hlið hennar þannig að hægri upphandleggur hennar fór utan í ofninn og ofnkranann. Maðurinn hélt henni svo þannig að hún gat ekki hreyft sig, en ofninn hafi verið mjög heitur. Kvaðst konan hafa heyrt þegar skinnið sprakk á handleggnum og hún fundið mikla sviðaverki. Loks hringdi konan í dóttur sína sem fór með henni á spítalann þar sem gert var að sárum hennar. Eftir þetta og allt fram í mars hafi hún þurft að hitta hjúkrunarfræðing vegna meðferðar á sárinu en í vottorði læknis sem var á meðal sönnunargagna í málinu kemur fram að brunasárið á handleggnum hafi verið um 7x10 sentímetrar að stærð. Framburður konunnar fyrir dómi var á sömu leið og rakið var hér á undan. Sagðist hafa beitt nauðvörn Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði haldið konunni frá sér svo hún gæti ekki kýlt hann í umrætt skipti. Hann kvaðst ekki minnast þess að brotaþoli hafi snert miðstöðvarofninn og neitaði að hafa fært konuna að ofninum til þess að brenna hana. Þá hafi hann ekki leitt hugann að hitastigi ofnsins. Sýknukrafa mannsins byggði m.a. á því að hann hafi beitt nauðvörn. Maðurinn var dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot fyrir tveimur árum. Sá dómur var tekinn upp í hinn nýja dóm, sem ákveðið var að yrði skilorðsbundinn að fullu þar sem töluverður dráttur hafi orðið á rannsókn málsins og útgáfu ákæru án þess að maðurinn eigi nokkra sök á því. Maðurinn var því dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. Þá var honum gert að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur auk 778 þúsund krónur í sakarkostnað.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann á sextugsaldri í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína og halda handlegg hennar upp að sjóðandi heitum ofni. Konan hlaut alvarleg brunasár í árásinni. Dómurinn leggst ofan á annan fimmtán mánaða dóm sem maðurinn hlaut og mun hann því sæta samtals átján mánaða fangelsi. Dómurinn er alfarið skilorðsbundinn sökum þess að tafir urðu á meðferð málsins. Of stressuð og hrædd til að leggja fram kæru Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi í desember árið 2015. Honum var gefið að sök að hafa tekið um handleggi sambýliskonu sinnar og fyrrverandi eiginkonu og haldið höndum hennar og ýtt henni upp að sjóðandi heitum ofni með þeim afleiðingum að hún hlaut 2. stigs brunasár og mögulega að einhverju leyti 3. stigs bruna á hægri upphandlegg og mar á vinstri upphandlegg, að því er segir í dómnum. Maðurinn neitaði sök. Konan lagði fram kæru á hendur manninum í október árið 2016. Hún sagðist aðspurð fyrir dómi að hún hafi lagt fram kæru svo seint sökum þess að hún var stressuð og hrædd. Þá hafi hún einnig verið að bíða eftir að maðurinn sýndi iðrun en af því hafi ekki orðið. Hélt henni fastri við sjóðheitan ofn Í skýrslu sem lögregla tók af konunni segir um atvikið að hún og maðurinn hafi verið að drekka kvöldið áður en hann réðst á hana. Að morgni næsta dags rifust þau um gamalt fjölskyldumál og þá hafi maðurinn komið að henni en hún hafi sagt honum að hún myndi kýla hann ef hann kæmi nálægt henni. Maðurinn hafi þá ýtt í vinstri hlið hennar þannig að hægri upphandleggur hennar fór utan í ofninn og ofnkranann. Maðurinn hélt henni svo þannig að hún gat ekki hreyft sig, en ofninn hafi verið mjög heitur. Kvaðst konan hafa heyrt þegar skinnið sprakk á handleggnum og hún fundið mikla sviðaverki. Loks hringdi konan í dóttur sína sem fór með henni á spítalann þar sem gert var að sárum hennar. Eftir þetta og allt fram í mars hafi hún þurft að hitta hjúkrunarfræðing vegna meðferðar á sárinu en í vottorði læknis sem var á meðal sönnunargagna í málinu kemur fram að brunasárið á handleggnum hafi verið um 7x10 sentímetrar að stærð. Framburður konunnar fyrir dómi var á sömu leið og rakið var hér á undan. Sagðist hafa beitt nauðvörn Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði haldið konunni frá sér svo hún gæti ekki kýlt hann í umrætt skipti. Hann kvaðst ekki minnast þess að brotaþoli hafi snert miðstöðvarofninn og neitaði að hafa fært konuna að ofninum til þess að brenna hana. Þá hafi hann ekki leitt hugann að hitastigi ofnsins. Sýknukrafa mannsins byggði m.a. á því að hann hafi beitt nauðvörn. Maðurinn var dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot fyrir tveimur árum. Sá dómur var tekinn upp í hinn nýja dóm, sem ákveðið var að yrði skilorðsbundinn að fullu þar sem töluverður dráttur hafi orðið á rannsókn málsins og útgáfu ákæru án þess að maðurinn eigi nokkra sök á því. Maðurinn var því dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. Þá var honum gert að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur auk 778 þúsund krónur í sakarkostnað.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira