Fjörutíu prósent óskráð á hálendinu Sveinn Arnarsson skrifar 4. október 2018 08:00 Dæmi er um nýbyggt hús innan miðhálendis sem notað er í ferðaþjónustu án þess að vera skráð fasteign. Ekki eru greidd opinber gjöld af óskráðum húsum. Vísir Aðeins sextíu prósent bygginga á miðhálendi Íslands eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár. Dæmi er um nýbyggt hús innan miðhálendis sem notað er í ferðaþjónustu án þess að vera skráð fasteign. Ekki eru greidd opinber gjöld af óskráðum húsum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Skipulagsstofnunar um mannvirki á miðhálendinu. 586 byggingar eru á miðhálendinu samkvæmt skýrslunni. Tilgangur hennar er að gefa heildstæða yfirsýn yfir núverandi húsakost og þjónustuframboð á miðhálendinu. Slík yfirsýn er nauðsynleg forsenda fyrir frekari stefnumótun um skipulagsmál á miðhálendinu. „Ég er með dæmi um hús sem er nýendurbyggt og er nýtt af ferðaþjónustu en fasteignin sjálf er ekki skráð í Þjóðskrá. Þannig að fyrirtækið, eigandi fasteignarinnar, greiðir þar af leiðandi engin gjöld eða skatta af fasteigninni,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur hjá Skipulagsstofnun, sem kom að gerð skýrslunnar. Við gerð skýrslunnar var byggt á fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og gögnum frá sveitarfélögum á miðhálendinu, auk upplýsinga frá mörgum stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum og úr rituðum heimildum. „Skýringar á þessu geta verið margvíslegar. Ein af þeim er að sveitarfélögin hafa þá ekki gengið eftir því að skrá þessar fasteignir. Svo er annar angi að ríkið er landeigandi þjóðlenda og nokkuð af þessum fasteignum er í þjóðlendum. Forsenda þess að skrá fasteign er að gera lóðarleigusamninga og ríkið hefur ekkert gengið eftir því. Það er kannski stærsti þátturinn í þessu, að ríkið hefur ekki samið við eiganda fasteignarinnar um lóð,“ bætir Einar við. Sveitarfélög verða því af nokkrum tekjum hvað þetta varðar, þar sem ekki eru greiddir skattar af þessum húsum. Einar segir það hafa komið á óvart hversu margar byggingar séu á hálendinu sem ekki eru skráðar í opinberum gögnum. „Ástand fjallaskálanna er auðvitað misjafnt en sveitarfélög eru eftirlitsskyld og því þurfa þau að skoða þetta betur. Við ættum auðvitað að gera þá kröfu að allar byggingar, jafnt á hálendi sem á láglendi, sem nýttar eru skuli skráðar í opinberum gögnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Aðeins sextíu prósent bygginga á miðhálendi Íslands eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár. Dæmi er um nýbyggt hús innan miðhálendis sem notað er í ferðaþjónustu án þess að vera skráð fasteign. Ekki eru greidd opinber gjöld af óskráðum húsum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Skipulagsstofnunar um mannvirki á miðhálendinu. 586 byggingar eru á miðhálendinu samkvæmt skýrslunni. Tilgangur hennar er að gefa heildstæða yfirsýn yfir núverandi húsakost og þjónustuframboð á miðhálendinu. Slík yfirsýn er nauðsynleg forsenda fyrir frekari stefnumótun um skipulagsmál á miðhálendinu. „Ég er með dæmi um hús sem er nýendurbyggt og er nýtt af ferðaþjónustu en fasteignin sjálf er ekki skráð í Þjóðskrá. Þannig að fyrirtækið, eigandi fasteignarinnar, greiðir þar af leiðandi engin gjöld eða skatta af fasteigninni,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur hjá Skipulagsstofnun, sem kom að gerð skýrslunnar. Við gerð skýrslunnar var byggt á fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og gögnum frá sveitarfélögum á miðhálendinu, auk upplýsinga frá mörgum stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum og úr rituðum heimildum. „Skýringar á þessu geta verið margvíslegar. Ein af þeim er að sveitarfélögin hafa þá ekki gengið eftir því að skrá þessar fasteignir. Svo er annar angi að ríkið er landeigandi þjóðlenda og nokkuð af þessum fasteignum er í þjóðlendum. Forsenda þess að skrá fasteign er að gera lóðarleigusamninga og ríkið hefur ekkert gengið eftir því. Það er kannski stærsti þátturinn í þessu, að ríkið hefur ekki samið við eiganda fasteignarinnar um lóð,“ bætir Einar við. Sveitarfélög verða því af nokkrum tekjum hvað þetta varðar, þar sem ekki eru greiddir skattar af þessum húsum. Einar segir það hafa komið á óvart hversu margar byggingar séu á hálendinu sem ekki eru skráðar í opinberum gögnum. „Ástand fjallaskálanna er auðvitað misjafnt en sveitarfélög eru eftirlitsskyld og því þurfa þau að skoða þetta betur. Við ættum auðvitað að gera þá kröfu að allar byggingar, jafnt á hálendi sem á láglendi, sem nýttar eru skuli skráðar í opinberum gögnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira