Vilja að framleiðendur bjóði allt rafmagn til sölu í kauphöll Helgi Vífill Júlíusson skrifar 4. október 2018 07:00 Um 27 prósent rafmagns hérlendis koma frá jarðvarma. fréttablaðið/andri marinó Hagfræðistofnun Háskóla Íslands leggur til að verð á raforkumarkaði taki mið af markaðsaðstæðum. Ef hagstæðara er að selja stórnotendum rafmagn en á almennan markað sé eðlilegt að verð á almennum markaði hækki. Ráðgert sé að koma á fót kauphöll um heildsöluviðskipti á rafmagni. Hún myndi endurspegla framboð og eftirspurn á hverjum tíma. „Heildsöluverð á almennum markaði mundi endurspegla það verð sem stórnotendur vilja borga fyrir rafmagnið. Sem stendur er Landsvirkjun eini seljandinn sem um munar í heildsöluviðskiptum, en bæta mætti úr því með því að skikka framleiðendur til þess að bjóða allt rafmagn til sölu í kauphöllinni – það sem ekki hefur þegar verið selt stórnotendum. Verðið mundi líklega sveiflast meira en nú, en minni hætta yrði á rafmagnsskorti,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar, Öryggi á almennum markaði með rafmagn. Íslenskir orkuframleiðendur keppa við erlenda rafmagnsframleiðendur um raforkusölu til stórnotenda en almennur markaður býr ekki við erlenda samkeppni.Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Stórnotendur selji rafmagn Í skýrslunni segir að jafnframt þurfi að íhuga hvort leyfa eigi stórnotendum að selja rafmagn beint inn á almennan markað. Eins og sakir standa banna samningar við orkusala það. „Ef almennur rafmagnsmarkaður líktist öðrum mörkuðum mundi rafmagn hækka í verði þegar útlit væri fyrir skort. Þá gæti borgað sig fyrir stórnotendur að draga heldur úr umsvifum og selja það rafmagn sem þannig sparaðist inn á almennan markað.“ Eins ætti Landsvirkjun að bjóða aftur samninga til lengri tíma en eins árs á heildsölumarkaði, til dæmis til fimm ára. „Þegar samningar á heildsölumarkaði gilda í nokkur ár dregur úr óvissu hjá smásölum og þeir eiga auðveldara með að gera langa samninga við rafmagnsnotendur. Landsvirkjun gæti einnig boðið samninga til mislangs tíma á hverju ári. Slíkir samningar rynnu þá líka út á hverju ári. Þannig mundu fást meiri upplýsingar um verð á raforkumarkaði en nú er völ á,“ segir í skýrslunni. Efla þurfi flutningskerfið. Þannig mætti eyða staðbundnum rafmagnsskorti og offramboði á rafmagni. Þar til rafmagnsflutningar verða greiðari má bregðast við skorti og offramboði á afmörkuðum svæðum með svæðisbundnu rafmagnsverði. Heildsöluverð yrði þá lágt þar sem ofgnótt er af rafmagni, sem erfitt er að flytja annað, en hærra þar sem er staðbundinn skortur á rafmagni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands leggur til að verð á raforkumarkaði taki mið af markaðsaðstæðum. Ef hagstæðara er að selja stórnotendum rafmagn en á almennan markað sé eðlilegt að verð á almennum markaði hækki. Ráðgert sé að koma á fót kauphöll um heildsöluviðskipti á rafmagni. Hún myndi endurspegla framboð og eftirspurn á hverjum tíma. „Heildsöluverð á almennum markaði mundi endurspegla það verð sem stórnotendur vilja borga fyrir rafmagnið. Sem stendur er Landsvirkjun eini seljandinn sem um munar í heildsöluviðskiptum, en bæta mætti úr því með því að skikka framleiðendur til þess að bjóða allt rafmagn til sölu í kauphöllinni – það sem ekki hefur þegar verið selt stórnotendum. Verðið mundi líklega sveiflast meira en nú, en minni hætta yrði á rafmagnsskorti,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar, Öryggi á almennum markaði með rafmagn. Íslenskir orkuframleiðendur keppa við erlenda rafmagnsframleiðendur um raforkusölu til stórnotenda en almennur markaður býr ekki við erlenda samkeppni.Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Stórnotendur selji rafmagn Í skýrslunni segir að jafnframt þurfi að íhuga hvort leyfa eigi stórnotendum að selja rafmagn beint inn á almennan markað. Eins og sakir standa banna samningar við orkusala það. „Ef almennur rafmagnsmarkaður líktist öðrum mörkuðum mundi rafmagn hækka í verði þegar útlit væri fyrir skort. Þá gæti borgað sig fyrir stórnotendur að draga heldur úr umsvifum og selja það rafmagn sem þannig sparaðist inn á almennan markað.“ Eins ætti Landsvirkjun að bjóða aftur samninga til lengri tíma en eins árs á heildsölumarkaði, til dæmis til fimm ára. „Þegar samningar á heildsölumarkaði gilda í nokkur ár dregur úr óvissu hjá smásölum og þeir eiga auðveldara með að gera langa samninga við rafmagnsnotendur. Landsvirkjun gæti einnig boðið samninga til mislangs tíma á hverju ári. Slíkir samningar rynnu þá líka út á hverju ári. Þannig mundu fást meiri upplýsingar um verð á raforkumarkaði en nú er völ á,“ segir í skýrslunni. Efla þurfi flutningskerfið. Þannig mætti eyða staðbundnum rafmagnsskorti og offramboði á rafmagni. Þar til rafmagnsflutningar verða greiðari má bregðast við skorti og offramboði á afmörkuðum svæðum með svæðisbundnu rafmagnsverði. Heildsöluverð yrði þá lágt þar sem ofgnótt er af rafmagni, sem erfitt er að flytja annað, en hærra þar sem er staðbundinn skortur á rafmagni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira