Hakkarar Kim sakaðir um fjölda stafrænna bankarána Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2018 14:51 Hakkararnir eru sagðir hafa ráðist á minnst sextán banka í ellefu ríkjum frá 2014. Vísir/Getty Útsendarar Norður-Kóreu eru sagðir hafa stolið hundruð milljónum dala í tölvuárásum á banka á undanförnum árum. Þetta kemur fram í skýrslu öryggisfyrirtækisins FireEye sem segir að um hóp tölvuhakkara á vegum ríkisins sé um að ræða en hann er kallaður APT38 og starfar innan stærri hóps hakkara einræðisríkisins sem kallast Lazarus. Forsvarsmenn FireEye segja árásirnar ná aftur til 2014. Þeir hafi ráðist á minnst sextán banka í ellefu ríkjum. APT38 eru sagðir vera virkir enn í dag og af þeim stafi töluverð ógn. Þeir beiti þróuðum leiðum til að ráðast á banka og stela þaðan háum upphæðum. Þeir hafa reynt að ná minnst 1,1 milljarði dala en þeim hefur ekki alltaf tekist ætlunarverk sitt. Sandra Joyce, aðstoðarforstjóri upplýsingamála hjá FirEye, segir meðlimi APT38 gefa sér langan tíma og þá allt að tvö ár, til þess að læra það sem þeir geta um þá aðila sem þeir ráðast á og læra á kerfi þeirra. Takist þeim að flytja fé úr bönkunum nota þeir vírusa til að valda miklum skaða áður en þeir slíta tengingum við kerfin sem um ræðir. Það gera þeir til að gera rannsakendum erfiðara að leita þá uppi og komast að því hve miklu var stolið.FireEye kom að ákvörðun Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna um að kæra Park Jin Hyok frá Norður-Kóreu en hann er talinn vera meðlimur APT38. Meðal þess sem hann er sakaður um er að hafa ráðist á Sony og fyrir að hafa komið að WannaCry vírusnum sem sýkti tölvur um allan heim í fyrra. Öryggissérfræðingar annarra fyrirtækja segja AP fréttaveitunni að þeir hafi einnig séð vísbendingar um að hakkarar frá Norður-Kóreu séu að beita tölvuárásum til að safna fé. Þeir séu einnig að kanna hvað þeir komist upp með en hingað til hafi afleiðingarnar af aðgerðum þeirra ekki verið miklar. Tölvuárásir Norður-Kórea Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Útsendarar Norður-Kóreu eru sagðir hafa stolið hundruð milljónum dala í tölvuárásum á banka á undanförnum árum. Þetta kemur fram í skýrslu öryggisfyrirtækisins FireEye sem segir að um hóp tölvuhakkara á vegum ríkisins sé um að ræða en hann er kallaður APT38 og starfar innan stærri hóps hakkara einræðisríkisins sem kallast Lazarus. Forsvarsmenn FireEye segja árásirnar ná aftur til 2014. Þeir hafi ráðist á minnst sextán banka í ellefu ríkjum. APT38 eru sagðir vera virkir enn í dag og af þeim stafi töluverð ógn. Þeir beiti þróuðum leiðum til að ráðast á banka og stela þaðan háum upphæðum. Þeir hafa reynt að ná minnst 1,1 milljarði dala en þeim hefur ekki alltaf tekist ætlunarverk sitt. Sandra Joyce, aðstoðarforstjóri upplýsingamála hjá FirEye, segir meðlimi APT38 gefa sér langan tíma og þá allt að tvö ár, til þess að læra það sem þeir geta um þá aðila sem þeir ráðast á og læra á kerfi þeirra. Takist þeim að flytja fé úr bönkunum nota þeir vírusa til að valda miklum skaða áður en þeir slíta tengingum við kerfin sem um ræðir. Það gera þeir til að gera rannsakendum erfiðara að leita þá uppi og komast að því hve miklu var stolið.FireEye kom að ákvörðun Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna um að kæra Park Jin Hyok frá Norður-Kóreu en hann er talinn vera meðlimur APT38. Meðal þess sem hann er sakaður um er að hafa ráðist á Sony og fyrir að hafa komið að WannaCry vírusnum sem sýkti tölvur um allan heim í fyrra. Öryggissérfræðingar annarra fyrirtækja segja AP fréttaveitunni að þeir hafi einnig séð vísbendingar um að hakkarar frá Norður-Kóreu séu að beita tölvuárásum til að safna fé. Þeir séu einnig að kanna hvað þeir komist upp með en hingað til hafi afleiðingarnar af aðgerðum þeirra ekki verið miklar.
Tölvuárásir Norður-Kórea Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira