Erlent

Fá nóbelsverðlaun fyrir að taka stjórn á þróuninni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísindamennirnir Frances H. Arnold, George P. Smith og Gregory P. Winter hafa fengið nóbelsverðlaunin í efnafræði.
Vísindamennirnir Frances H. Arnold, George P. Smith og Gregory P. Winter hafa fengið nóbelsverðlaunin í efnafræði. Vísir
Vísindamennirnir Frances H. Arnold, George P. Smith og Gregory P. Winter hafa fengið nóbelsverðlaunin í efnafræði. Þetta tilkynnti sænska akademían í morgun. Verðlaununum er skipt í tvennt í ár, á milli Arnold annars vegar og þeirra Smith og Winter hins vegar.

Arnold var verðlaunuð fyrir stýrða þróun ensíma og þeir Smith og Winter fyrir vinnu þeirra varðandi peptíð og mótefni. Verðlaunaféð skiptist á milli þeirra. 

„Máttur þróunarinnar endurspeglast í fjölbreytileika lífsins,“ segir í tilkynningu sænsku akademíunnar.

Þar segir að verðlaunahafarnir hafi tekið stjórn á þróuninni og notað hana til bóta fyrir mannkynið. Hægt sé að nota vinnu Arnold til að framleiða lyf og jafnvel eldsneyti og að mótefni sem þróuð séu með aðferðum Smith og Winter sé hægt að nota til að berjast gegn alvarlegum sjúkdómum og jafnvel að lækna krabbamein.

Efnafræðiverðlaunin eru þau þriðju sem veitt hafa verið á þessu ári. Áður var búið að veita verðlaun fyrir læknavísindi og eðlisfræði.


Tengdar fréttir

Fá Nóbels­verð­laun fyrir ó­næmis­rann­sóknir

James P. Allison og Tasuku Honjo fá Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði í ár fyrir uppgötvun sína á nýrri krabbameinsmeðferð þar sem ónæmiskerfið er fengið til að ráðast á krabbameinsfrumur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×