Þrír sjást bera eld að Laugalækjarskóla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2018 18:45 Þrír eru grunaðir um að hafa kveikt í Laugalækjarskóla í nótt en mildi þykir að eldurinn hafi ekki náð inn í skólann. Til skoðunar er hvort klæðning hússins standist reglugerð. Tilkynning um eld í Laugalækjarskóla barst Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á öðrum tímanum í nótt og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk aukavaktar sem boðuð var út. Slökkvistarf tók um fjórar klukkustundir en eldurinn logaði í klæðningu utan á byggingu skólans og þurftu slökkviliðsmenn að rífa hana frá til þess að slökkva eldinn. Aðstoðarskólastjóri segir það hafa verið óskemmtilegt að mæta til vinnu í morgun.Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri LaugalækjarskólaVisir/Stöð 2„Þetta er bara ömurlegt. Þetta lítur mjög illa út að utan,“ sagði Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri Laugalækjarskóla, þegar fréttastofa skoðaði aðstæður við skólann í dag. Það þykir mildi að eldurinn hafi ekki borist inn í skólann en bæði hurð og gluggar eru nærri þar sem eldurinn logaði. „Eldurinn fór ekki inn en reykur fór bara hérna inn í bókasafnið en þetta hefði getað farið verr,“ segir Sólveig. Samkvæmt heimildum fréttastofu sést á upptökum öryggismyndavéla skólans í nótt að þrír einstaklingar komu að því að bera eld að skólanum og styðst lögreglan við þær upptökur í rannsókn sinni á tildrögum eldsvoðans. Fulltrúar frá brunaeftirliti Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skoðuðu aðstæður í dag og kanna meðal annars hvort klæðning utan á skólanum standist reglugerð. Vísir„Ekki finnst mér það nú, því að hönnun hússins var unnin í samráði við brunahönnuð á sínum tíma og það var gert ráð fyrir svokallaðri klæðningu í flokki I, sem er tregbrennanleg klæðning. En hér er bara einhverskonar krossviðarrenningar og pappi sem augljóslega hefur brunnið mjög vel,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að ef byggingarefni hefði verið samkvæmt reglugerð hefði eldurinn ekki breiðst út með þessum hætti. „Ef að þetta er rétt gert og efnin eru óbrennanleg eða tregbrennanleg, þá nær sér aldrei upp sjálfberandi eldur,“ segir Bjarni. Tengdar fréttir Segir nánast hægt að fullyrða að kveikt hafi verið í Laugalækjarskóla Kennsla fer fram í dag. 2. október 2018 07:31 Mikið tjón eftir eldsvoða í Laugalækjarskóla í nótt Allt tiltækt slökkvilið af öllum fjórum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að elds varð vart í Laugalækjarskóla á öðrum tímanum í nótt. 2. október 2018 06:12 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Sjá meira
Þrír eru grunaðir um að hafa kveikt í Laugalækjarskóla í nótt en mildi þykir að eldurinn hafi ekki náð inn í skólann. Til skoðunar er hvort klæðning hússins standist reglugerð. Tilkynning um eld í Laugalækjarskóla barst Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á öðrum tímanum í nótt og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk aukavaktar sem boðuð var út. Slökkvistarf tók um fjórar klukkustundir en eldurinn logaði í klæðningu utan á byggingu skólans og þurftu slökkviliðsmenn að rífa hana frá til þess að slökkva eldinn. Aðstoðarskólastjóri segir það hafa verið óskemmtilegt að mæta til vinnu í morgun.Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri LaugalækjarskólaVisir/Stöð 2„Þetta er bara ömurlegt. Þetta lítur mjög illa út að utan,“ sagði Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri Laugalækjarskóla, þegar fréttastofa skoðaði aðstæður við skólann í dag. Það þykir mildi að eldurinn hafi ekki borist inn í skólann en bæði hurð og gluggar eru nærri þar sem eldurinn logaði. „Eldurinn fór ekki inn en reykur fór bara hérna inn í bókasafnið en þetta hefði getað farið verr,“ segir Sólveig. Samkvæmt heimildum fréttastofu sést á upptökum öryggismyndavéla skólans í nótt að þrír einstaklingar komu að því að bera eld að skólanum og styðst lögreglan við þær upptökur í rannsókn sinni á tildrögum eldsvoðans. Fulltrúar frá brunaeftirliti Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skoðuðu aðstæður í dag og kanna meðal annars hvort klæðning utan á skólanum standist reglugerð. Vísir„Ekki finnst mér það nú, því að hönnun hússins var unnin í samráði við brunahönnuð á sínum tíma og það var gert ráð fyrir svokallaðri klæðningu í flokki I, sem er tregbrennanleg klæðning. En hér er bara einhverskonar krossviðarrenningar og pappi sem augljóslega hefur brunnið mjög vel,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að ef byggingarefni hefði verið samkvæmt reglugerð hefði eldurinn ekki breiðst út með þessum hætti. „Ef að þetta er rétt gert og efnin eru óbrennanleg eða tregbrennanleg, þá nær sér aldrei upp sjálfberandi eldur,“ segir Bjarni.
Tengdar fréttir Segir nánast hægt að fullyrða að kveikt hafi verið í Laugalækjarskóla Kennsla fer fram í dag. 2. október 2018 07:31 Mikið tjón eftir eldsvoða í Laugalækjarskóla í nótt Allt tiltækt slökkvilið af öllum fjórum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að elds varð vart í Laugalækjarskóla á öðrum tímanum í nótt. 2. október 2018 06:12 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Sjá meira
Segir nánast hægt að fullyrða að kveikt hafi verið í Laugalækjarskóla Kennsla fer fram í dag. 2. október 2018 07:31
Mikið tjón eftir eldsvoða í Laugalækjarskóla í nótt Allt tiltækt slökkvilið af öllum fjórum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að elds varð vart í Laugalækjarskóla á öðrum tímanum í nótt. 2. október 2018 06:12