Mikið tap hjá Arion vegna Primera Air Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2018 09:01 Arion banki var skráður á markað um miðjan júní. Fréttablaðið/Eyþór Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Arion banki reiknar með að tapa allt að 1,8 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag en það var í miklum viðskiptum við bankann. „Vegna ófyrirséðra atburða gerir Arion banki hf. ráð fyrir að niðurfæra lán og greiða út ábyrgðir sem mun hafa neikvæð áhrif á rekstrarafkomu bankans á þriðja ársfjórðungi 2018. Áhrifin munu nema um 1,3 – 1,8 milljarði króna, að teknu tilliti til skatta, og mun hlutfall eiginfjárþáttar 1 lækka um u.þ.b. 0,2 prósentustig vegna þessa. Fyrirgreiðslurnar tengjast félagi sem hefur verið í viðskiptum við bankann og fyrirrennara hans um árabil,“ segir í tilkynningunni frá Arion banka. Samkvæmt heimildum Vísis var Primera Air í miklum viðskiptum við Arion banka. Bankinn nafngreinir þó ekki félagið í tilkynningu sinni. „Fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, t.a.m. varðandi þróun eiginfjár, haldast óbreytt. Að mati bankans er um einskiptisatburð að ræða sem hefur ekki áhrif á reglulegar tekjur og almennan rekstrarkostnað. Afkoma bankans fyrir þriðja ársfjórðung verður birt 31. október 2018.“ Hlutabréf í Arion banka eru skráð í kauphöllina í Svíþjóð. Bréf í bankanum lækkuðu hratt í morgun en lækkunin nemur nú um sex prósentum. Kauphöllin á Íslandi opnar fyrir viðskipti klukkan tíu. Primera sagði í tilkynningu síðdegis í gær að greiðslustöðvunin væri mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og viðskiptavini félagsins. Ástæðuna mætti rekja til vandamála með flugvélaflota félagsins. „Í kjölfar þungbærra áfalla á síðsta ári, þegar félagið misst vél úr flota sínum vegna tæringar, sem hafði í för með sér viðbótarkostnað að upphæð 1,5 miljarðs króna. Og á þessu ári, í kjölfar mikilla seinkana á afhendingu véla frá Airbus til félagsins, sem kostaði félagið yfir 2 milljarða króna á árinu, þá var ljóst að félagið gat ekki haldið áfram nema með verulegri hlutafjáraukningu, til að mæta tapi, sem og fyrir framtíðaruppbyggingu félagsins,“ sagði í yfirlýsingunni. Fullyrt var að íslenskar ferðaskrifstofur sem hefðu nýtt þjónustu Primera Air væru búnar að flytja flugferðir sínar til annarra flugfélaga. Engin röskun ætti því að verða á ferðum á vegum þeirra þrátt fyrir að félagið stefndi í gjaldþrot. Tengdar fréttir Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Farþegar í London eru sagðir hafa fengið fréttir af gjaldþrotinu á flugvellinum þar sem þeir biðu eftir að komast um borð í vélar til New York og Washington-borgar. 1. október 2018 21:02 Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Sjá meira
Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Arion banki reiknar með að tapa allt að 1,8 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag en það var í miklum viðskiptum við bankann. „Vegna ófyrirséðra atburða gerir Arion banki hf. ráð fyrir að niðurfæra lán og greiða út ábyrgðir sem mun hafa neikvæð áhrif á rekstrarafkomu bankans á þriðja ársfjórðungi 2018. Áhrifin munu nema um 1,3 – 1,8 milljarði króna, að teknu tilliti til skatta, og mun hlutfall eiginfjárþáttar 1 lækka um u.þ.b. 0,2 prósentustig vegna þessa. Fyrirgreiðslurnar tengjast félagi sem hefur verið í viðskiptum við bankann og fyrirrennara hans um árabil,“ segir í tilkynningunni frá Arion banka. Samkvæmt heimildum Vísis var Primera Air í miklum viðskiptum við Arion banka. Bankinn nafngreinir þó ekki félagið í tilkynningu sinni. „Fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, t.a.m. varðandi þróun eiginfjár, haldast óbreytt. Að mati bankans er um einskiptisatburð að ræða sem hefur ekki áhrif á reglulegar tekjur og almennan rekstrarkostnað. Afkoma bankans fyrir þriðja ársfjórðung verður birt 31. október 2018.“ Hlutabréf í Arion banka eru skráð í kauphöllina í Svíþjóð. Bréf í bankanum lækkuðu hratt í morgun en lækkunin nemur nú um sex prósentum. Kauphöllin á Íslandi opnar fyrir viðskipti klukkan tíu. Primera sagði í tilkynningu síðdegis í gær að greiðslustöðvunin væri mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og viðskiptavini félagsins. Ástæðuna mætti rekja til vandamála með flugvélaflota félagsins. „Í kjölfar þungbærra áfalla á síðsta ári, þegar félagið misst vél úr flota sínum vegna tæringar, sem hafði í för með sér viðbótarkostnað að upphæð 1,5 miljarðs króna. Og á þessu ári, í kjölfar mikilla seinkana á afhendingu véla frá Airbus til félagsins, sem kostaði félagið yfir 2 milljarða króna á árinu, þá var ljóst að félagið gat ekki haldið áfram nema með verulegri hlutafjáraukningu, til að mæta tapi, sem og fyrir framtíðaruppbyggingu félagsins,“ sagði í yfirlýsingunni. Fullyrt var að íslenskar ferðaskrifstofur sem hefðu nýtt þjónustu Primera Air væru búnar að flytja flugferðir sínar til annarra flugfélaga. Engin röskun ætti því að verða á ferðum á vegum þeirra þrátt fyrir að félagið stefndi í gjaldþrot.
Tengdar fréttir Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Farþegar í London eru sagðir hafa fengið fréttir af gjaldþrotinu á flugvellinum þar sem þeir biðu eftir að komast um borð í vélar til New York og Washington-borgar. 1. október 2018 21:02 Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Sjá meira
Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Farþegar í London eru sagðir hafa fengið fréttir af gjaldþrotinu á flugvellinum þar sem þeir biðu eftir að komast um borð í vélar til New York og Washington-borgar. 1. október 2018 21:02
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06
Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05