Goðsögn fagnaði frábæru marki með því að fá sér bjórsopa í miðjum leik | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. október 2018 10:30 Kennedy Bakircioglu hefur spilað með Birki Má Sævarssyni, Ögmundi Kristinssyni, Arnóri Smárasyni og fleirum. vísir/getty Kennedy Bakircioglu er ekki bara goðsögn í lifandi lífi hjá Football Manager-spilurum heldur er hann dýrkaður og dáður hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. Ástin á milli hans og stuðningsmannanna minnkaði svo ekkert í gærkvöldi þegar að hann fagnaði marki með því að fá sér bjórsopa. Kennedy, sem er orðinn 37 ára gamall, hefur fengið minna að spila en áður hjá Stokkhólmsliðinu en hann er áfram í Guðatölu hjá stuðningsmönnunum. Þegar að hann byrjaði að gera sig kláran fyrir innkomu af bekknum fóru þeir að syngja nafn hans og miðjumaðurinn kom svo inn á þremur mínútum síðar. Hann var aðeins búinn að vera inn á vellinum í sex mínútur þegar að Hammarby fékk aukaspyrnu af tæplega 30 metra færi. Kennedy gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr spyrnunni algjörlega geggjað mark sem að má sjá hér. Síðasta markið í 3-0 sigri.Så kan man också fira en riktig frisparkskanon! pic.twitter.com/E11VYzQ155 — Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 1, 2018 Aldni höfðinginn tók á rás að stúkunni til að fagna með stuðningsmönnum Hammarby sem eru á meðal þeirra bestu í Evrópu en einn gleymdi sér í gleðinni og kastaði bjórflösku úr plasti að leikmanninum. Kennedy gerði sér lítið fyrir og greip flöskuna í miðjum fagnaðarlátunum og það á ferð. Hann gerði svo enn betur og kláraði síðasta sopann áður en hann var svo faðmaður í ræmur úti við hornfánann af samherjum og stuðningsmönnum. „Þetta var alveg bilað. Það var einhver sem henti að mér bjór þannig ég varð bara að klára hann. Þetta var mjög gaman og hlutirnir verða ekki meira Hammarby en þetta,“ sagði kampakátur Kennedy Bakircioglu eftir leikinn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Sjá meira
Kennedy Bakircioglu er ekki bara goðsögn í lifandi lífi hjá Football Manager-spilurum heldur er hann dýrkaður og dáður hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. Ástin á milli hans og stuðningsmannanna minnkaði svo ekkert í gærkvöldi þegar að hann fagnaði marki með því að fá sér bjórsopa. Kennedy, sem er orðinn 37 ára gamall, hefur fengið minna að spila en áður hjá Stokkhólmsliðinu en hann er áfram í Guðatölu hjá stuðningsmönnunum. Þegar að hann byrjaði að gera sig kláran fyrir innkomu af bekknum fóru þeir að syngja nafn hans og miðjumaðurinn kom svo inn á þremur mínútum síðar. Hann var aðeins búinn að vera inn á vellinum í sex mínútur þegar að Hammarby fékk aukaspyrnu af tæplega 30 metra færi. Kennedy gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr spyrnunni algjörlega geggjað mark sem að má sjá hér. Síðasta markið í 3-0 sigri.Så kan man också fira en riktig frisparkskanon! pic.twitter.com/E11VYzQ155 — Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 1, 2018 Aldni höfðinginn tók á rás að stúkunni til að fagna með stuðningsmönnum Hammarby sem eru á meðal þeirra bestu í Evrópu en einn gleymdi sér í gleðinni og kastaði bjórflösku úr plasti að leikmanninum. Kennedy gerði sér lítið fyrir og greip flöskuna í miðjum fagnaðarlátunum og það á ferð. Hann gerði svo enn betur og kláraði síðasta sopann áður en hann var svo faðmaður í ræmur úti við hornfánann af samherjum og stuðningsmönnum. „Þetta var alveg bilað. Það var einhver sem henti að mér bjór þannig ég varð bara að klára hann. Þetta var mjög gaman og hlutirnir verða ekki meira Hammarby en þetta,“ sagði kampakátur Kennedy Bakircioglu eftir leikinn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Sjá meira