Alþjóðabankinn: Sárafátækir hafa aldrei verið færri Heimsljós kynnir 19. september 2018 09:00 Einn af hverjum tíu jarðarbúum býr við sárafátækt og hafa aldrei verið færri, samkvæmt nýjustu tölum Alþjóðabankans. Sárafátækum fækkar áfram en hægar en síðustu ár. Tölurnar eru miðaðar við árið 2015 en tveimur árum áður lifðu 11% jarðarbúa á tekjum undir 1,90 bandarískum dölum sem eru viðmið sárafátæktar. Milli áranna 2013 og 2015 fækkaði sárafátækum um 68 milljónir, niður í 736 milljónir. Alþjóðabankinn birti í dag tölur úr skýrslu sem kemur út í næsta mánuði á alþjóðadegi fátækar, 17. október. Skýrslan nefnist Poverty and Shared Prosperity Report 2018: Piecing Together the Puzzle. Í frétt Alþjóðbankans segir að sárafátækum fækki hægar en áður og það sé áhyggjuefni í ljósi fyrsta Heimsmarkmiðsins um að binda enda á fátækt fyrir árið 2030 – og vísbending um þörf á aukinni fjárfestingu í fátækum ríkjum. "Á undanförnum aldarfjórðungi hefur rúmlega milljarður manna lyft sér upp úr sárri fátækt og frá því skráning sárafátækra hófst hafa þeir aldrei verið færri,” segir Jim Young Kim forseti Alþjóðabankans. “Ef við ætlum hins vegar að binda enda á alla fátækt fyrir árið 2030 þarf að fjárfesta miklu meira, einkum í mannauði til þess að auka vöxt sem nær til þeirra allra fátækustu. Þeirra vegna má okkur ekki mistakast,” bætir hann við. Fækkun sárafátækra á síðustu áratugum sýnir gífurlegar framfarir en Alþjóðabankinn bendir á að tölur frá lágtekjuríkjum og átakasvæðum haldi áfram að vera háar. Til marks um framfarirnar nefnir bankinn að á aldarfjórðungi, frá 1990 til 2015, hafi sárafátækum fækkað að jafnaði um eitt prósent á ári, eða úr 36% niður í 10%. Hins vegar aðeins um 1% á tveggja ára tímabili frá 2013 til 2015. Innan við 3% íbúa hjá helmingi þjóða heims er undir mörkum sárafátæktar en skýrsluhöfundar hafa áhyggjur af Afríku sunnan Sahara þar sem þeir óttast að sárafátækir verði í tveggja stafa tölu árið 2030.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent
Einn af hverjum tíu jarðarbúum býr við sárafátækt og hafa aldrei verið færri, samkvæmt nýjustu tölum Alþjóðabankans. Sárafátækum fækkar áfram en hægar en síðustu ár. Tölurnar eru miðaðar við árið 2015 en tveimur árum áður lifðu 11% jarðarbúa á tekjum undir 1,90 bandarískum dölum sem eru viðmið sárafátæktar. Milli áranna 2013 og 2015 fækkaði sárafátækum um 68 milljónir, niður í 736 milljónir. Alþjóðabankinn birti í dag tölur úr skýrslu sem kemur út í næsta mánuði á alþjóðadegi fátækar, 17. október. Skýrslan nefnist Poverty and Shared Prosperity Report 2018: Piecing Together the Puzzle. Í frétt Alþjóðbankans segir að sárafátækum fækki hægar en áður og það sé áhyggjuefni í ljósi fyrsta Heimsmarkmiðsins um að binda enda á fátækt fyrir árið 2030 – og vísbending um þörf á aukinni fjárfestingu í fátækum ríkjum. "Á undanförnum aldarfjórðungi hefur rúmlega milljarður manna lyft sér upp úr sárri fátækt og frá því skráning sárafátækra hófst hafa þeir aldrei verið færri,” segir Jim Young Kim forseti Alþjóðabankans. “Ef við ætlum hins vegar að binda enda á alla fátækt fyrir árið 2030 þarf að fjárfesta miklu meira, einkum í mannauði til þess að auka vöxt sem nær til þeirra allra fátækustu. Þeirra vegna má okkur ekki mistakast,” bætir hann við. Fækkun sárafátækra á síðustu áratugum sýnir gífurlegar framfarir en Alþjóðabankinn bendir á að tölur frá lágtekjuríkjum og átakasvæðum haldi áfram að vera háar. Til marks um framfarirnar nefnir bankinn að á aldarfjórðungi, frá 1990 til 2015, hafi sárafátækum fækkað að jafnaði um eitt prósent á ári, eða úr 36% niður í 10%. Hins vegar aðeins um 1% á tveggja ára tímabili frá 2013 til 2015. Innan við 3% íbúa hjá helmingi þjóða heims er undir mörkum sárafátæktar en skýrsluhöfundar hafa áhyggjur af Afríku sunnan Sahara þar sem þeir óttast að sárafátækir verði í tveggja stafa tölu árið 2030.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent