Elísabet nálgast endamarkið í eyðimörkinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2018 08:50 Elísabet er þaulreyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum. fréttablaðið/stefán Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, nálgast nú óðfluga endamarkið í Góbí-eyðimerkurhlaupinu sem hún tekur þátt í þessa dagana. Um er að ræða 400 kílómetra langa leið í gegnum Góbí-eyðimörkina og þarf að ljúka hlaupinu á 150 klukkustundum, eða rúmlega sex sólarhringum. Í nýrri færslu á Facebook-síðu Elísabetar segir að hún sé nú búin að hlaupa alls 354 kílómetra og þá séu ekki eftir nema um 50 kílómetrar, eða sem samsvarar einum Laugavegi, vinsælli gönguleið uppi á hálendinu. Elísabet er þaulreyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum í gegnum tíðina, þar á meðal Ultra Trail du Mt. Blanc og Ultra Trail Mt. Fiji. Þau hlaup eru þó töluvert styttri en það sem hún reynir við núna sem er eitt erfiðasta hlaup í heimi. Í færslunni á Facebook segir að framundan sé síðasti dagur Elísabetar í eyðimörkinni. Hún hafi varla stoppað á hvíldarstöðum en hún er búin að vera að í þrjá sólarhringa, 15 klukkutíma og 41 mínútur. Greinilegt sé að henni líði vel og að hún njóti þess að nálgast endamarkið í eyðimerkursólinni. Elísabet er í níunda sæti í hlaupinu og fremst kvenna en af fimmtíu þátttakendum eru sjö konur. Hún er fyrst Íslendinga til þess að reyna við hlaupið í Góbí-eyðimörkinni en hún lagði af stað með það markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hlaupa 100 kílómetra á sólarhring. Allt útlit er fyrir að henni takist það.Viðbót klukkan 10:47 Elísabet nálgast endamarkið og á nú 30 kílómetra eftir. Hún er í eyðimerkurlandslagi þar sem veðrið hljóðar upp á sand og rok. Hún er komin með blöðru sem veldur henni sársauka. „Er ótrúlega einbeitt og er komin á tímastöð CP29/369km. Það styttist í markið en það getur margt gerst á næstu 30km. Hún þarf á öllum góðum straumum að halda og allar kveðjur hjálpa henni með hvert skref í átt að markinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu hennar. Gobi er átta klukkustundum á undan Íslandi. Hún spyr hvaða lag hún eigi að spila í endamarkinu? Hlaup Tengdar fréttir Hefur 150 klukkustundir til að hlaupa 400 kílómetra í Góbí eyðimörkinni Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. 30. september 2018 16:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, nálgast nú óðfluga endamarkið í Góbí-eyðimerkurhlaupinu sem hún tekur þátt í þessa dagana. Um er að ræða 400 kílómetra langa leið í gegnum Góbí-eyðimörkina og þarf að ljúka hlaupinu á 150 klukkustundum, eða rúmlega sex sólarhringum. Í nýrri færslu á Facebook-síðu Elísabetar segir að hún sé nú búin að hlaupa alls 354 kílómetra og þá séu ekki eftir nema um 50 kílómetrar, eða sem samsvarar einum Laugavegi, vinsælli gönguleið uppi á hálendinu. Elísabet er þaulreyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum í gegnum tíðina, þar á meðal Ultra Trail du Mt. Blanc og Ultra Trail Mt. Fiji. Þau hlaup eru þó töluvert styttri en það sem hún reynir við núna sem er eitt erfiðasta hlaup í heimi. Í færslunni á Facebook segir að framundan sé síðasti dagur Elísabetar í eyðimörkinni. Hún hafi varla stoppað á hvíldarstöðum en hún er búin að vera að í þrjá sólarhringa, 15 klukkutíma og 41 mínútur. Greinilegt sé að henni líði vel og að hún njóti þess að nálgast endamarkið í eyðimerkursólinni. Elísabet er í níunda sæti í hlaupinu og fremst kvenna en af fimmtíu þátttakendum eru sjö konur. Hún er fyrst Íslendinga til þess að reyna við hlaupið í Góbí-eyðimörkinni en hún lagði af stað með það markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hlaupa 100 kílómetra á sólarhring. Allt útlit er fyrir að henni takist það.Viðbót klukkan 10:47 Elísabet nálgast endamarkið og á nú 30 kílómetra eftir. Hún er í eyðimerkurlandslagi þar sem veðrið hljóðar upp á sand og rok. Hún er komin með blöðru sem veldur henni sársauka. „Er ótrúlega einbeitt og er komin á tímastöð CP29/369km. Það styttist í markið en það getur margt gerst á næstu 30km. Hún þarf á öllum góðum straumum að halda og allar kveðjur hjálpa henni með hvert skref í átt að markinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu hennar. Gobi er átta klukkustundum á undan Íslandi. Hún spyr hvaða lag hún eigi að spila í endamarkinu?
Hlaup Tengdar fréttir Hefur 150 klukkustundir til að hlaupa 400 kílómetra í Góbí eyðimörkinni Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. 30. september 2018 16:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hefur 150 klukkustundir til að hlaupa 400 kílómetra í Góbí eyðimörkinni Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. 30. september 2018 16:16