Mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. október 2018 19:30 Anna María Flygenring, bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi, mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal og talar um tindátaleik í því sambandi. Hópur hermanna tók þátt í vetraræfingu í dalnum í dag og mun mæta aftur þangað á morgun. Hermönnunum var hálf kalt í Þjórsárdal enda veðrið ekki upp á sitt besta, þeim gekk til dæmi illa að hemja tjöldin sín. Um gönguæfingu var að ræða þar sem hermennirnir báru óhlaðin vopn en tilgangur æfingarinnar í Þjórsárdal er að kanna þolmörk hermannanna í slæmu veðri í göngu með þungan búnað. Þeir gerðu líka léttar leikfimisæfingar til að halda á sér hita.Anna María Flygenring bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög ósátt við æfingar hermanna í Þjórsárdal.Vísir/Magnús Hlynur„Mér finnst þetta vera innrás inn á okkar friðhelgasvæði í Þjórsárdal og ég hef ekki áttað mig á því af hverju Þjórsárdalur var valin“, segir Anna María og bætir við. „Við teljum okkur búa við friðsæld, við erum herlaus en svo þurfum við að sitja uppi með svona misnotkun á landi og þjóð, mér finnst það“. En hvað segja íbúar almennt í sveitarfélaginu um æfingu hermannanna í Þjórsárdal ? „Fólk virðist mislíka þetta mjög, því finnst þetta hvorki rétt, hvort sem þú ert með eða á móti Nato, eða umhverfissinni eða náttúruverndarsinni, eða hvað það nú er, þá virðist fólk ekki þora að tjá sig“, segir Anna María. En verða hermennirnir ekki að fá að æfa sig, hvort sem það er í Þjórsárdal eða á einhverjum öðrum stað ? „Er ekki bara allt í lagi að þeir æfi sig í því landi sem þeir eru uppaldir í. Það er talað um vetraræfingu, vetrargöngu, þær gætu lent í slyddu, það er svo sem möguleiki en þeir fara ekki að vaða snjó. Ég veit ekki hvað þeir græða með þessum æfingum satt að segja, mér finnst þetta svolítið svona tindátarlegt“, segir bóndinn í Hlíð enn fremur.Fjöldi hermanna tók þátt í æfingu dagsins í Þjórsárdal.Vísir/Magnús HlynurHermenn voru með vopn á æfingunni en þau voru óhlaðin.Vísir/Magnús Hlynur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Anna María Flygenring, bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi, mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal og talar um tindátaleik í því sambandi. Hópur hermanna tók þátt í vetraræfingu í dalnum í dag og mun mæta aftur þangað á morgun. Hermönnunum var hálf kalt í Þjórsárdal enda veðrið ekki upp á sitt besta, þeim gekk til dæmi illa að hemja tjöldin sín. Um gönguæfingu var að ræða þar sem hermennirnir báru óhlaðin vopn en tilgangur æfingarinnar í Þjórsárdal er að kanna þolmörk hermannanna í slæmu veðri í göngu með þungan búnað. Þeir gerðu líka léttar leikfimisæfingar til að halda á sér hita.Anna María Flygenring bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög ósátt við æfingar hermanna í Þjórsárdal.Vísir/Magnús Hlynur„Mér finnst þetta vera innrás inn á okkar friðhelgasvæði í Þjórsárdal og ég hef ekki áttað mig á því af hverju Þjórsárdalur var valin“, segir Anna María og bætir við. „Við teljum okkur búa við friðsæld, við erum herlaus en svo þurfum við að sitja uppi með svona misnotkun á landi og þjóð, mér finnst það“. En hvað segja íbúar almennt í sveitarfélaginu um æfingu hermannanna í Þjórsárdal ? „Fólk virðist mislíka þetta mjög, því finnst þetta hvorki rétt, hvort sem þú ert með eða á móti Nato, eða umhverfissinni eða náttúruverndarsinni, eða hvað það nú er, þá virðist fólk ekki þora að tjá sig“, segir Anna María. En verða hermennirnir ekki að fá að æfa sig, hvort sem það er í Þjórsárdal eða á einhverjum öðrum stað ? „Er ekki bara allt í lagi að þeir æfi sig í því landi sem þeir eru uppaldir í. Það er talað um vetraræfingu, vetrargöngu, þær gætu lent í slyddu, það er svo sem möguleiki en þeir fara ekki að vaða snjó. Ég veit ekki hvað þeir græða með þessum æfingum satt að segja, mér finnst þetta svolítið svona tindátarlegt“, segir bóndinn í Hlíð enn fremur.Fjöldi hermanna tók þátt í æfingu dagsins í Þjórsárdal.Vísir/Magnús HlynurHermenn voru með vopn á æfingunni en þau voru óhlaðin.Vísir/Magnús Hlynur
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira