Íslendingar styðja ungmenni í Sómalíu í atvinnuleit Heimsljós kynnir 20. október 2018 10:00 Ljósmynd frá Sómalíu. Katharina Ebel Utanríkisráðuneytið hefur styrkt SOS Barnaþorpin á Íslandi um 51,5 milljónir króna til að fjármagna atvinnuleit ungs fólks í Sómalíu og Sómalílandi. Verkefnið nefnist „The Next Economy“ og nær bæði til Mogadishu og Hargeisa. Það snýst um að þjálfa ungt atvinnulaust fólk til atvinnuþátttöku, bæði þannig að það geti sótt um vinnu hjá öðrum og/eða stofnað sinn eigin atvinnurekstur. Styrkur ráðuneytisins nemur 80% af verkefniskostnaðinum en SOS Barnaþorpin á Íslandi greiða 20% eða tæplega 12,9 milljónir króna. Heildarkostnaður við annan hluta verkefnisins sem fjármagnaður er af Íslendingum er 64,4 milljónir króna.Þriðjungur barna býr við sárafátæktÁ vef SOS Barnaþorpanna segir: „Þrátt fyrir uppgang í efnahag Afríku undanfarin 15 ár virðast atvinnutækifærin ekki rata í hendur stórs hluta 420 milljóna ungmenna álfunnar. Sómalíska þjóðin er enn að ná sér á strik eftir áratuga ófrið og óstöðugleika og helmingur þjóðarinnar lifir undir fátæktarmörkum. Einn þriðji hluti barna í landinu býr við sárafátækt.“Stuðningur Íslands til 2022Upphaflega var stofnað til verkefnisins af SOS Barnaþorpunum í Hollandi og í Sómalíu árið 2016 með fjárhagsstuðningi Evrópusambandsins. Fyrsta hluta af þremur lýkur í lok þessa árs og þar með aðkomu Hollands og ESB. Þessi fyrsti hluti verkefnisins hefur gengið mjög vel og gefur það góðar væntingar til annars hluta sem fjármagnaður verður af SOS Barnaþorpunum á Íslandi. Sá hluti hefst 1. janúar 2019 og stendur yfir í þrjú ár eða til 31. desember 2021. Árið 2022 tekur svo við þriðji og síðasti hluti verkefnisins. Stjórn SOS Barnaþorpanna í Sómalíu var leyst upp árið 1991 þegar borgarastyrjöld hófst í landinu. Síðan þá hafa samtökin hvorki haft eigin stjórn né eigin lög/samþykktir. SOS Barnaþorpin í Sómalíu heyra beint undir skrifstofu alþjóðaframkvæmdastjóra SOS í Innsbruck í Austurríki og gilda því lög/samþykktir alþjóðasamtakanna fyrir SOS í Sómalíu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent
Utanríkisráðuneytið hefur styrkt SOS Barnaþorpin á Íslandi um 51,5 milljónir króna til að fjármagna atvinnuleit ungs fólks í Sómalíu og Sómalílandi. Verkefnið nefnist „The Next Economy“ og nær bæði til Mogadishu og Hargeisa. Það snýst um að þjálfa ungt atvinnulaust fólk til atvinnuþátttöku, bæði þannig að það geti sótt um vinnu hjá öðrum og/eða stofnað sinn eigin atvinnurekstur. Styrkur ráðuneytisins nemur 80% af verkefniskostnaðinum en SOS Barnaþorpin á Íslandi greiða 20% eða tæplega 12,9 milljónir króna. Heildarkostnaður við annan hluta verkefnisins sem fjármagnaður er af Íslendingum er 64,4 milljónir króna.Þriðjungur barna býr við sárafátæktÁ vef SOS Barnaþorpanna segir: „Þrátt fyrir uppgang í efnahag Afríku undanfarin 15 ár virðast atvinnutækifærin ekki rata í hendur stórs hluta 420 milljóna ungmenna álfunnar. Sómalíska þjóðin er enn að ná sér á strik eftir áratuga ófrið og óstöðugleika og helmingur þjóðarinnar lifir undir fátæktarmörkum. Einn þriðji hluti barna í landinu býr við sárafátækt.“Stuðningur Íslands til 2022Upphaflega var stofnað til verkefnisins af SOS Barnaþorpunum í Hollandi og í Sómalíu árið 2016 með fjárhagsstuðningi Evrópusambandsins. Fyrsta hluta af þremur lýkur í lok þessa árs og þar með aðkomu Hollands og ESB. Þessi fyrsti hluti verkefnisins hefur gengið mjög vel og gefur það góðar væntingar til annars hluta sem fjármagnaður verður af SOS Barnaþorpunum á Íslandi. Sá hluti hefst 1. janúar 2019 og stendur yfir í þrjú ár eða til 31. desember 2021. Árið 2022 tekur svo við þriðji og síðasti hluti verkefnisins. Stjórn SOS Barnaþorpanna í Sómalíu var leyst upp árið 1991 þegar borgarastyrjöld hófst í landinu. Síðan þá hafa samtökin hvorki haft eigin stjórn né eigin lög/samþykktir. SOS Barnaþorpin í Sómalíu heyra beint undir skrifstofu alþjóðaframkvæmdastjóra SOS í Innsbruck í Austurríki og gilda því lög/samþykktir alþjóðasamtakanna fyrir SOS í Sómalíu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent