Assange höfðar mál gegn Ekvador Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2018 15:44 Julian Assange hefur haldið til í sendiráðinu frá 2012. AP/Matt Dunham Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. Hann hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012. Í yfirlýsingu frá Wikileaks segir að yfirvöld Ekvador hafi hótað fyrir rúmu hálfi ári að vísa honum úr sendiráðinu og komið hafi verið í veg fyrir samskipti hans við umheiminn. Sérstökum búnaði hafi verið komið fyrir í sendiráðinu til að koma í veg fyrir að hann hefði aðgang að internetinu og gæti ekki tekið á móti símtölum. Þar segir enn fremur að lögmanni Human Rights Watch hafi verið meinað að hitta Assange. Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Assange flúði þangað á árum áður vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð. Það mál hefur verið fellt niður en hann á þó enn handtöku yfir höfði sér í Bretlandi fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Assange óttast að vera framseldur til Bandaríkjanna verði hann handtekinn. Assange var nýverið veittur aðgangur að internetinu að nýju en með ákveðnum skilmálum. Meðal þeirra skilmála voru að hann yrði að þrífa baðherbergi sitt og hugsa um kött sinn. Þá þarf Assange að láta sendiráðsstarfsmenn vita með þriggja daga fyrirvara vilji hann taka á móti gestum og þurfa yfirmenn sendiráðsins að samþykkja hverjir fái að koma í heimsókn. Þá má hann aðeins tengja símann sinn og tölvu við þráðlaust net sendiráðsins en reyni hann að tengja einhvern annan búnað við netið má hann búast við því að búnaðurinn verði tekinn af honum. Í yfirlýsingu Wikileaks segir að allir þeir sem hitti Assange þurfi að gefa upp persónulegar og tæknilegar upplýsingar sem Ekvador geti deilt með öðrum aðilum. Þá er vísað til opins bréfs sem bandarískir þingmenn skrifuðu til forseta Ekvador. Þar töluðu þeir um að nauðsynlegt væri að leysa málefni Assange áður en ríki tvö geti starfað betur saman. Fyrrverandi forseti Ekvador hefur haldið því fram að núverandi ríkisstjórn sé að reyna að brjóta vilja Assange á bak aftur. JUST NOW: Image from press conference in Quito with @WikiLeaks' General Counsel Baltasar Garzón and Ecuadorian lawyer Carlos Poveda (right of table) pic.twitter.com/YuenzjfOhP— WikiLeaks (@wikileaks) October 19, 2018 Mál Julians Assange Ekvador Tengdar fréttir „Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10 Nýr ritstjóri WikiLeaks segir áhugaverð verkefni í vinnslu Kristinn Hrafnsson, nýr ritstjóri WikiLeaks, segir aðför að frelsi Assange grófa. Fyrsta verkefnið undir hans stjórn komið í loftið. 1. október 2018 07:00 Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. 18. september 2018 10:26 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira
Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. Hann hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012. Í yfirlýsingu frá Wikileaks segir að yfirvöld Ekvador hafi hótað fyrir rúmu hálfi ári að vísa honum úr sendiráðinu og komið hafi verið í veg fyrir samskipti hans við umheiminn. Sérstökum búnaði hafi verið komið fyrir í sendiráðinu til að koma í veg fyrir að hann hefði aðgang að internetinu og gæti ekki tekið á móti símtölum. Þar segir enn fremur að lögmanni Human Rights Watch hafi verið meinað að hitta Assange. Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Assange flúði þangað á árum áður vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð. Það mál hefur verið fellt niður en hann á þó enn handtöku yfir höfði sér í Bretlandi fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Assange óttast að vera framseldur til Bandaríkjanna verði hann handtekinn. Assange var nýverið veittur aðgangur að internetinu að nýju en með ákveðnum skilmálum. Meðal þeirra skilmála voru að hann yrði að þrífa baðherbergi sitt og hugsa um kött sinn. Þá þarf Assange að láta sendiráðsstarfsmenn vita með þriggja daga fyrirvara vilji hann taka á móti gestum og þurfa yfirmenn sendiráðsins að samþykkja hverjir fái að koma í heimsókn. Þá má hann aðeins tengja símann sinn og tölvu við þráðlaust net sendiráðsins en reyni hann að tengja einhvern annan búnað við netið má hann búast við því að búnaðurinn verði tekinn af honum. Í yfirlýsingu Wikileaks segir að allir þeir sem hitti Assange þurfi að gefa upp persónulegar og tæknilegar upplýsingar sem Ekvador geti deilt með öðrum aðilum. Þá er vísað til opins bréfs sem bandarískir þingmenn skrifuðu til forseta Ekvador. Þar töluðu þeir um að nauðsynlegt væri að leysa málefni Assange áður en ríki tvö geti starfað betur saman. Fyrrverandi forseti Ekvador hefur haldið því fram að núverandi ríkisstjórn sé að reyna að brjóta vilja Assange á bak aftur. JUST NOW: Image from press conference in Quito with @WikiLeaks' General Counsel Baltasar Garzón and Ecuadorian lawyer Carlos Poveda (right of table) pic.twitter.com/YuenzjfOhP— WikiLeaks (@wikileaks) October 19, 2018
Mál Julians Assange Ekvador Tengdar fréttir „Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10 Nýr ritstjóri WikiLeaks segir áhugaverð verkefni í vinnslu Kristinn Hrafnsson, nýr ritstjóri WikiLeaks, segir aðför að frelsi Assange grófa. Fyrsta verkefnið undir hans stjórn komið í loftið. 1. október 2018 07:00 Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. 18. september 2018 10:26 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira
„Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10
Nýr ritstjóri WikiLeaks segir áhugaverð verkefni í vinnslu Kristinn Hrafnsson, nýr ritstjóri WikiLeaks, segir aðför að frelsi Assange grófa. Fyrsta verkefnið undir hans stjórn komið í loftið. 1. október 2018 07:00
Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52
Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16
Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. 18. september 2018 10:26