Haddad sakar Bolsonaro um kosningasvindl Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2018 08:50 Jair Bolsonaro hefur barist fyrir að slakað verði á lögum og reglum sem snúa að skotvopaeign í landinu. AP/Leo Correa Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum. Síðari umferð brasilísku fer fram þann 28. október þar sem kosið verður milli Haddad og Bolsonaro. Bosonaro, þykir líklegastur til að sigra kosningarnar, neitar ásökunum Haddad. Haddad segir að Bolsonaro og hans lið hafi greitt félagi fyrir að dreifa ósannindum um Haddad til að koma á hann höggi. Segir Haddad þetta vera skýrt brot á kosningalögum landsins. „Andstæðingurinn hefur gerst brotlegur við lög til að ná forskoti,“ segir Haddad, sem er fulltrúi Verkamannaflokks landsins.Ósannindi á WhatsApp Blaðið Folha de São Paulo greindi frá því að félög hefðu fengið greidd um 340 milljónir króna fyrir að dreifa skilaboðum um Haddad á WhatsApp. Lögmaður Bolsonaro hafnar ásökununum og segir engar sannanir fyrir því að skjólstæðingur sinn eða kosningalið hans standi að baki þessu, Kosningabaráttan hefur verið hörð og í síðustu viku sakaði Haddad Bolsonaro um að hvetja til ofbeldis. Skoðanakannanir benda til að Bolsonaro muni fá um 58 prósent atkvæða en Haddad um 42 prósent. Í fyrri umferð kosninganna hlaut Bolsonaro 46 prósent atkvæða en Haddad 29 prósent. Þar sem enginn fékk hreinan meirihluta í fyrri umferð verður kosið milli tveggja efstu í annarri umferð.Fernando Haddad er forsetaframbjóðandi Verkamannaflokksins.AP/Andre PennerVill taka hart á glæpum Bolsonaro hefur barist fyrir að slakað verði á lögum og reglum sem snúa að skotvopaeign í landinu. Þá kveðst hann líta á pyndingar sem lögmætt tæki í baráttunni gegn glæpum. Hann vill ennfremur taka upp dauðarefsingar í landinu á ný. Andstæðingar Bolsonaro hafa sakað hann um kynþáttahatur og hatur í garð samkynhneigðra.Fyrrverandi borgarstjóri Haddad er fyrrverandi borgarstjóri São Paulo og nýtur stuðnings forsetans fyrrverandi Luiz Inácio Lula da Silva. Lula lét af embætti árið 2011 og naut þá mikilla vinsælda. Hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrr á árinu eftir að hafa verið sakfelldur fyrir mútuþægni. Hann neitaði sök og segir málið sprottið undan rifjum pólitískra andstæðinga til að koma í veg fyrir að hann gæti boðið sig fram að nýju. Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06 Bolsonaro kveðst ætla að taka hart á glæpum Forsetakosningar fara fram í Brasilíu í dag og benda kannanir til að hægrimaðurinn Jair Bolsonaro fái flesti atkvæði. 7. október 2018 09:08 Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum. Síðari umferð brasilísku fer fram þann 28. október þar sem kosið verður milli Haddad og Bolsonaro. Bosonaro, þykir líklegastur til að sigra kosningarnar, neitar ásökunum Haddad. Haddad segir að Bolsonaro og hans lið hafi greitt félagi fyrir að dreifa ósannindum um Haddad til að koma á hann höggi. Segir Haddad þetta vera skýrt brot á kosningalögum landsins. „Andstæðingurinn hefur gerst brotlegur við lög til að ná forskoti,“ segir Haddad, sem er fulltrúi Verkamannaflokks landsins.Ósannindi á WhatsApp Blaðið Folha de São Paulo greindi frá því að félög hefðu fengið greidd um 340 milljónir króna fyrir að dreifa skilaboðum um Haddad á WhatsApp. Lögmaður Bolsonaro hafnar ásökununum og segir engar sannanir fyrir því að skjólstæðingur sinn eða kosningalið hans standi að baki þessu, Kosningabaráttan hefur verið hörð og í síðustu viku sakaði Haddad Bolsonaro um að hvetja til ofbeldis. Skoðanakannanir benda til að Bolsonaro muni fá um 58 prósent atkvæða en Haddad um 42 prósent. Í fyrri umferð kosninganna hlaut Bolsonaro 46 prósent atkvæða en Haddad 29 prósent. Þar sem enginn fékk hreinan meirihluta í fyrri umferð verður kosið milli tveggja efstu í annarri umferð.Fernando Haddad er forsetaframbjóðandi Verkamannaflokksins.AP/Andre PennerVill taka hart á glæpum Bolsonaro hefur barist fyrir að slakað verði á lögum og reglum sem snúa að skotvopaeign í landinu. Þá kveðst hann líta á pyndingar sem lögmætt tæki í baráttunni gegn glæpum. Hann vill ennfremur taka upp dauðarefsingar í landinu á ný. Andstæðingar Bolsonaro hafa sakað hann um kynþáttahatur og hatur í garð samkynhneigðra.Fyrrverandi borgarstjóri Haddad er fyrrverandi borgarstjóri São Paulo og nýtur stuðnings forsetans fyrrverandi Luiz Inácio Lula da Silva. Lula lét af embætti árið 2011 og naut þá mikilla vinsælda. Hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrr á árinu eftir að hafa verið sakfelldur fyrir mútuþægni. Hann neitaði sök og segir málið sprottið undan rifjum pólitískra andstæðinga til að koma í veg fyrir að hann gæti boðið sig fram að nýju.
Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06 Bolsonaro kveðst ætla að taka hart á glæpum Forsetakosningar fara fram í Brasilíu í dag og benda kannanir til að hægrimaðurinn Jair Bolsonaro fái flesti atkvæði. 7. október 2018 09:08 Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06
Bolsonaro kveðst ætla að taka hart á glæpum Forsetakosningar fara fram í Brasilíu í dag og benda kannanir til að hægrimaðurinn Jair Bolsonaro fái flesti atkvæði. 7. október 2018 09:08
Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27