„3 kynslóðir fengu sér tattoo saman í dag,“ skrifar Nína Dögg á Facebook þar sem hún birtir mynd af tattúunum sem þær fengu sér, lítil hjörtu. Aðspurð um hvert tilefnið hafi verið segir Þórunn að það hafi eiginlega ekki verið neitt.
„Þetta var bara hugmynd sem kom upp þegar við fórum í stelpnaferð,“ segir Þórunn. „Þetta er eitt lítið hjarta sem tengir okkur saman.“