Dæmdur til greiðslu sektar fyrir að dreifa hatri í nafni konu sinnar Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2018 20:52 Sema Erla Serdar fagnar dómi Héraðsdóms Suðurlands. Vísir/Eyþór Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til greiðslu 100 þúsund krónu sektar fyrir hatursummæli sem beindust gegn Semu Erlu Serdar í athugasemdakerfi við frétt DV.is árið 2016. Maðurinn ritaði ummælin í nafni konu sinnar sem hefur starfað sem leikskólakennari í Vestmannaeyjum. Sema Erla fagnar dómnum og segir hann marka tímamót. Ummælin voru rituð í júlí 2016 við fréttina „Sema Erla sökuð um herferð gegn Útvarpi Sögu: Birtir hatursfull skilaboð“. Í athugasemdakerfinu skrifaði maðurinn: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna).“ Samkvæmt dómnum er „augljóst að ummælin eru til þess fallin að hæðast að, rógbera, smána eða ógna múslimum almennt vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða, en jafnframt Semu Erlu Serdaroglu þó að hún sé ekki múslimi“. Hinn dæmdi var auk sektarinnar dæmdur til að greiða allan málskostnað.Ekki verið birtur Dómurinn hefur ekki verið birtur á heimasíðu dómstólsins, en Sema Erla fékk hann sendan eftir að hafa sóst eftir því. Sema Erla segir í stöðufærslu á Facebook fyrr í dag að dómurinn marki tímamót og sé stórsigur og í baráttunni gegn hatursorðræðu. „Dómurinn staðfestir að hatursorðræða er ekki varin af skoðanafrelsisákvæði Stjórnarskrárinnar, enda á hatursorðræða ekkert skilt við tjáningarfrelsi. Ekkert. Hatursorðræða er ofbeldi,“ segir Sema Erla.Að neðan má lesa færslu Semu Erlu frá fyrr í dag. Dómsmál Tengdar fréttir Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til greiðslu 100 þúsund krónu sektar fyrir hatursummæli sem beindust gegn Semu Erlu Serdar í athugasemdakerfi við frétt DV.is árið 2016. Maðurinn ritaði ummælin í nafni konu sinnar sem hefur starfað sem leikskólakennari í Vestmannaeyjum. Sema Erla fagnar dómnum og segir hann marka tímamót. Ummælin voru rituð í júlí 2016 við fréttina „Sema Erla sökuð um herferð gegn Útvarpi Sögu: Birtir hatursfull skilaboð“. Í athugasemdakerfinu skrifaði maðurinn: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna).“ Samkvæmt dómnum er „augljóst að ummælin eru til þess fallin að hæðast að, rógbera, smána eða ógna múslimum almennt vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða, en jafnframt Semu Erlu Serdaroglu þó að hún sé ekki múslimi“. Hinn dæmdi var auk sektarinnar dæmdur til að greiða allan málskostnað.Ekki verið birtur Dómurinn hefur ekki verið birtur á heimasíðu dómstólsins, en Sema Erla fékk hann sendan eftir að hafa sóst eftir því. Sema Erla segir í stöðufærslu á Facebook fyrr í dag að dómurinn marki tímamót og sé stórsigur og í baráttunni gegn hatursorðræðu. „Dómurinn staðfestir að hatursorðræða er ekki varin af skoðanafrelsisákvæði Stjórnarskrárinnar, enda á hatursorðræða ekkert skilt við tjáningarfrelsi. Ekkert. Hatursorðræða er ofbeldi,“ segir Sema Erla.Að neðan má lesa færslu Semu Erlu frá fyrr í dag.
Dómsmál Tengdar fréttir Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00