„Æfðu eins og hestar og ættu að geta farið í úrslit“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar 16. október 2018 17:30 Liðið æfði í keppnishöllinni í dag mynd/krsitinn arason Blandað lið unglinga á vonandi raunhæfa möguleika á að komast í úrslit á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fer í Portúgal í vikunni að mati þjálfara liðsins. Fyrirliði liðsins segir æfingu liðsins í dag hafa gengið framar vonum. „Okkur líður mjög vel. Æfingin gekk mjög vel í dag. Við vorum mjög einbeitt og andlega tilbúin í allt sem við ætluðum að gera,“ sagði Þórarinn Reynir Valgeirsson, einn þjálfara liðsins. „Við fengum eina djúpa lendingu en það er bara eitthvað sem við tökum stöðuna á í kvöld og sjáum svo til á morgun.“Undanúrslitin í unglingaflokkum fara fram á morgun þar sem sex lið fara áfram í úrslitin á föstudag. Tíu þjóðir senda lið til keppni í þessum flokki; Bretland, Portúgal, Danmörk, Holland, Þýskaland, Svíþjóð, Ítalía, Ísland, Aserbaísjan og Noregur. Þórarinn sagðist lítið hafa séð af hinum liðunum á meðan æfingin stóð, öll liðin fengu tíu mínútur á hverju áhaldanna þriggja. Einbeiting þjálfarana hafi verið á íslenska liðinu. „Við getum ekki breytt neinu sem hin liðin eru að gera en ef við gerum okkar og klárum það sem við ætlum að gera þá verðum við mjög ánægð.“mynd/kristinn arasonAðspurður hvort liðið eigi raunhæfa möguleika á að komast í úrslitin sagði Þórarinn: „Ég ætla rétt að vona það. Þau eru búin að æfa eins og hestar undan farið og þau ættu að geta það.“ Stefán Ísak Stefánsson, fyrirliði liðsins, var ánægður með æfingu dagsins. „Þetta gekk mjög vel. Við fórum inn og kláruðum mjög vel,“ sagði Stefán. „Það eru einhver lið sem við tókum eftir að væru mögulega betri en við, en það eru líka önnur lið sem okkur finnst við vera betri en. Þetta verður bara spennandi.“ Keppni í undanúrslitum blandaðra unglingaliða hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma á morgun og verður vel fylgst með gangi mála hér á Vísi. Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira
Blandað lið unglinga á vonandi raunhæfa möguleika á að komast í úrslit á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fer í Portúgal í vikunni að mati þjálfara liðsins. Fyrirliði liðsins segir æfingu liðsins í dag hafa gengið framar vonum. „Okkur líður mjög vel. Æfingin gekk mjög vel í dag. Við vorum mjög einbeitt og andlega tilbúin í allt sem við ætluðum að gera,“ sagði Þórarinn Reynir Valgeirsson, einn þjálfara liðsins. „Við fengum eina djúpa lendingu en það er bara eitthvað sem við tökum stöðuna á í kvöld og sjáum svo til á morgun.“Undanúrslitin í unglingaflokkum fara fram á morgun þar sem sex lið fara áfram í úrslitin á föstudag. Tíu þjóðir senda lið til keppni í þessum flokki; Bretland, Portúgal, Danmörk, Holland, Þýskaland, Svíþjóð, Ítalía, Ísland, Aserbaísjan og Noregur. Þórarinn sagðist lítið hafa séð af hinum liðunum á meðan æfingin stóð, öll liðin fengu tíu mínútur á hverju áhaldanna þriggja. Einbeiting þjálfarana hafi verið á íslenska liðinu. „Við getum ekki breytt neinu sem hin liðin eru að gera en ef við gerum okkar og klárum það sem við ætlum að gera þá verðum við mjög ánægð.“mynd/kristinn arasonAðspurður hvort liðið eigi raunhæfa möguleika á að komast í úrslitin sagði Þórarinn: „Ég ætla rétt að vona það. Þau eru búin að æfa eins og hestar undan farið og þau ættu að geta það.“ Stefán Ísak Stefánsson, fyrirliði liðsins, var ánægður með æfingu dagsins. „Þetta gekk mjög vel. Við fórum inn og kláruðum mjög vel,“ sagði Stefán. „Það eru einhver lið sem við tókum eftir að væru mögulega betri en við, en það eru líka önnur lið sem okkur finnst við vera betri en. Þetta verður bara spennandi.“ Keppni í undanúrslitum blandaðra unglingaliða hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma á morgun og verður vel fylgst með gangi mála hér á Vísi.
Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira