Krefjast þess að greinar þekkts hjartalæknis verði dregnar til baka Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2018 13:33 Brigham and Women's-sjúkrahúsið er stærsta háskólasjúkrahús Harvard. Vísir/Getty Harvard-háskóli hefur farið fram á að greinar um rúmlega þrjátíu rannsóknir þekkts hjartalæknis verði dregnar til baka vegna þess að í þeim sé að finna fölsuð eða skálduð gögn. Læknirinn skaust upp á stjörnuhiminn þegar hann hélt því fram að hægt væri að gera við hjartaskemmdir með stofnfrumumeðferð. Rannsókn á greinum sem Piero Anversa hefur birt hófst í janúar árið 2013. Læknaskóli Harvard og Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston samþykkti að greiða alríkisstjórn Bandaríkjanna tíu milljónir dollara í dómsátt vegna ásakana um að Anversa hefði notað fölsk gögn til að fá rannsóknarstyrki í fyrra. Nú hefur háskólinn komist að þeirri niðurstöðu að Anversa hafi falsað gögn í 31 rannsókn sem hann birti greinar um. Draga ætti þær greinar til baka, að því er segir í frétt New York Times.Aldrei tókst að sannreyna niðurstöðurnar Anversa vakti fyrst athygli með rannsókn sem hann birti árið 2001 sem benti til þess að hægt væri að endurnýja skemmda hjartavöðva með stofnfrumum þvert á það sem vísindamenn höfðu talið. Sagðist hann hafa tekið stofnfrumur úr beinmerg og sprautað þeim í hjarta músa. Stofnfrumurnar hafi þar orðið að hjartafrumum og gert við skemmdirnar. Þá fullyrti hann síðar að ekki þyrfti að nota frumur úr beinmerg heldur hefði hjartað eigin stofnfrumur sem hægt væri að ná í og rækta á tilraunastofu. Öðrum rannsóknarstofum tókst aldrei að sannreyna niðurstöður hans. Rannsóknir hans leiddu engu að síður til stofnunar fjölda sprotafyrirtækja til að þróa meðferðir við hjartasjúkdómum. „Nokkrar greinar væru áhyggjuefni en 31 grein til viðbótar sem vafi leikur um er nánast fordæmalaust. Þetta er næstum því heildarverk heillar rannsóknarstofu og þannig er næstum því heilt vísindasvið nú véfengt,“ segir Benoit Bruneau, aðstoðarforstjóri hjarta- og æðarannsókna við Gladstone-stofnunina í San Fransiskó. Vísindi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Harvard-háskóli hefur farið fram á að greinar um rúmlega þrjátíu rannsóknir þekkts hjartalæknis verði dregnar til baka vegna þess að í þeim sé að finna fölsuð eða skálduð gögn. Læknirinn skaust upp á stjörnuhiminn þegar hann hélt því fram að hægt væri að gera við hjartaskemmdir með stofnfrumumeðferð. Rannsókn á greinum sem Piero Anversa hefur birt hófst í janúar árið 2013. Læknaskóli Harvard og Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston samþykkti að greiða alríkisstjórn Bandaríkjanna tíu milljónir dollara í dómsátt vegna ásakana um að Anversa hefði notað fölsk gögn til að fá rannsóknarstyrki í fyrra. Nú hefur háskólinn komist að þeirri niðurstöðu að Anversa hafi falsað gögn í 31 rannsókn sem hann birti greinar um. Draga ætti þær greinar til baka, að því er segir í frétt New York Times.Aldrei tókst að sannreyna niðurstöðurnar Anversa vakti fyrst athygli með rannsókn sem hann birti árið 2001 sem benti til þess að hægt væri að endurnýja skemmda hjartavöðva með stofnfrumum þvert á það sem vísindamenn höfðu talið. Sagðist hann hafa tekið stofnfrumur úr beinmerg og sprautað þeim í hjarta músa. Stofnfrumurnar hafi þar orðið að hjartafrumum og gert við skemmdirnar. Þá fullyrti hann síðar að ekki þyrfti að nota frumur úr beinmerg heldur hefði hjartað eigin stofnfrumur sem hægt væri að ná í og rækta á tilraunastofu. Öðrum rannsóknarstofum tókst aldrei að sannreyna niðurstöður hans. Rannsóknir hans leiddu engu að síður til stofnunar fjölda sprotafyrirtækja til að þróa meðferðir við hjartasjúkdómum. „Nokkrar greinar væru áhyggjuefni en 31 grein til viðbótar sem vafi leikur um er nánast fordæmalaust. Þetta er næstum því heildarverk heillar rannsóknarstofu og þannig er næstum því heilt vísindasvið nú véfengt,“ segir Benoit Bruneau, aðstoðarforstjóri hjarta- og æðarannsókna við Gladstone-stofnunina í San Fransiskó.
Vísindi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira