Telur Ísland eiga eftir að spila lykilhlutverk á næstu fimm árum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. október 2018 20:00 Yves Daccord, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins, segir nauðgunum enn beitt í miklu mæli í stríðsrekstri. Mynd/Egill 10 ár eru í ár frá því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem segir beitingu kynferðisofbeldis í hernaði vera stríðsglæp. Í tilefni af tímamótunum hélt Yves Daccord, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins erindi í Háskóla Íslands. Hann fjallaði um baráttu mannúðarsamtaka gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum. Yves segir að nauðganir og kynferðisofbeldi hafi alltaf verið hluti af hernaði. Til að mynda hafi allar hliðar í heimsstyrjöldunum tveimur beitt nauðgunum án þess að tekið hafi verið á þeim sem stríðsglæp. Á seinni árum sé alþjóðasamfélagið byrjað að opna augun fyrir því hve djúpstætt vandamál kynferðisofbeldi í hernaði sé en vandamálið er enn til staðar. „Við þurfum að opna augun fyrir því að nauðganir og kynferðisofbeldi er hluti af hernaði og er til staðar í öllum vopnuðum átökum,“ segir Yves. „Það er ekki búið að uppræta þennan hrylling sem er enn hluti af vopnabúri í stríði með tilheyrandi þjáningum fyrir konur og stúlkur en einnig drengi.“ Góðu fréttirnar séu þó þær að með ályktun á borð við þá sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrir tíu árum geta alþjóðastofnanir og ríki tekið í sameiningu á vandanum og hægt er að draga einstaklinga, stofnanir eða ríki til ábyrgðar.Hrikalegt stríð á sér stað í Yemen en þar hefur nauðgunum verið beitt í hernaði.Vísir/AFP„Það sem ég hef þó áhyggjur af er að Öryggisráðið virðist ekki geta komist að sameiginlegri niðurstöðu lengur. Ekki bara varðandi kynferðisofbeldi heldur einnig varðandi Sýrland, samfélagsmál eða annað sem varðar heiminn allan. Þetta þýðir að þeir sem telja sig ekki þurfa að fylgja reglunum hafa svigrúm til að brjóta þær.“ Þegar Rauði Krossinn, Rauði Hálfmáninn og önnur hjálparsamtök fara á stríðssvæði geri þau ráð fyrir að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað, annað heyri til undantekninga. „Þegar þú ert að fjalla um kynferðisofbeldi er ekki um að ræða hefðbundið mannúðarmál,“ segir hann. „Þetta er mun dramatískara, það snertir fólk dýpra, það þorir ekki að tala um það og það skammast sín. Við verðum að viðurkenna það að ef að stríð á sér stað má þar finna kynferðisofbeldi. Við þurfum ekki að leita sönnunargagna, við vitum að það er þarna.“ Áskorun hjálparsamtaka er að greina hverslags ofbeldi á sér stað, hverjir eru gerendurnir og hvernig má skapa öruggt umhverfi fyrir þolendur. Yves telur að stór hluti vandans sé að of fá ríki honum alvarlega en mörg lönd líti á baráttunna gegn kynferðisofbeldi sem einkaáhugamál nokkurra vestrænna ríkja. Flóttamenn þykja einstaklega berskjaldaðir gagnvart kynferðisofbeldi.EPA/WAEL HAMZEH„Allir vilja takast á við kynferðisofbeldi en áhyggjur mínar snúa að því að þegar tillögur eru komnar inn á borð alþjóðastofnanna eru einu ríkin sem hafa áhuga á viðfangsefninu vestræn ríki eða í raun norræn ríki á borð við Ísland, Noreg og Svíþjóð.“ Yves skorar á íslensk stjórnvöld til að reyna að draga Asíuríki, Afríkuríki og múslimaríki í meira mæli að borðinu, þannig vinnist sigrar. Þá er hann viss um að í þessum efnum muni Ísland og önnur smáríki spila stórt hlutverk á næstu árum. Smáríkjum sé gjarnan betur treystandi fyrir mannúðarmálum enda stafi ekki mikil ógn af þeim. Yves bendir til dæmis á þá staðreynd að fjórir af fimm fastafulltrúum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eiga í stríðsátökum í augnablikinu. „Sjáið bara það sem þið hafið þegar afrekað og skoðið hvaða nýjungar þið getið lagt til í framtíðinni. Staða ykkar er góð, þið eruð í Atlantshafsbandalaginu og Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna. Þannig að ég held að það sé nóg að gera fyrir Ísland í þessum efnum og ég fagna því.“ Norðurlönd Noregur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
10 ár eru í ár frá því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem segir beitingu kynferðisofbeldis í hernaði vera stríðsglæp. Í tilefni af tímamótunum hélt Yves Daccord, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins erindi í Háskóla Íslands. Hann fjallaði um baráttu mannúðarsamtaka gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum. Yves segir að nauðganir og kynferðisofbeldi hafi alltaf verið hluti af hernaði. Til að mynda hafi allar hliðar í heimsstyrjöldunum tveimur beitt nauðgunum án þess að tekið hafi verið á þeim sem stríðsglæp. Á seinni árum sé alþjóðasamfélagið byrjað að opna augun fyrir því hve djúpstætt vandamál kynferðisofbeldi í hernaði sé en vandamálið er enn til staðar. „Við þurfum að opna augun fyrir því að nauðganir og kynferðisofbeldi er hluti af hernaði og er til staðar í öllum vopnuðum átökum,“ segir Yves. „Það er ekki búið að uppræta þennan hrylling sem er enn hluti af vopnabúri í stríði með tilheyrandi þjáningum fyrir konur og stúlkur en einnig drengi.“ Góðu fréttirnar séu þó þær að með ályktun á borð við þá sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrir tíu árum geta alþjóðastofnanir og ríki tekið í sameiningu á vandanum og hægt er að draga einstaklinga, stofnanir eða ríki til ábyrgðar.Hrikalegt stríð á sér stað í Yemen en þar hefur nauðgunum verið beitt í hernaði.Vísir/AFP„Það sem ég hef þó áhyggjur af er að Öryggisráðið virðist ekki geta komist að sameiginlegri niðurstöðu lengur. Ekki bara varðandi kynferðisofbeldi heldur einnig varðandi Sýrland, samfélagsmál eða annað sem varðar heiminn allan. Þetta þýðir að þeir sem telja sig ekki þurfa að fylgja reglunum hafa svigrúm til að brjóta þær.“ Þegar Rauði Krossinn, Rauði Hálfmáninn og önnur hjálparsamtök fara á stríðssvæði geri þau ráð fyrir að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað, annað heyri til undantekninga. „Þegar þú ert að fjalla um kynferðisofbeldi er ekki um að ræða hefðbundið mannúðarmál,“ segir hann. „Þetta er mun dramatískara, það snertir fólk dýpra, það þorir ekki að tala um það og það skammast sín. Við verðum að viðurkenna það að ef að stríð á sér stað má þar finna kynferðisofbeldi. Við þurfum ekki að leita sönnunargagna, við vitum að það er þarna.“ Áskorun hjálparsamtaka er að greina hverslags ofbeldi á sér stað, hverjir eru gerendurnir og hvernig má skapa öruggt umhverfi fyrir þolendur. Yves telur að stór hluti vandans sé að of fá ríki honum alvarlega en mörg lönd líti á baráttunna gegn kynferðisofbeldi sem einkaáhugamál nokkurra vestrænna ríkja. Flóttamenn þykja einstaklega berskjaldaðir gagnvart kynferðisofbeldi.EPA/WAEL HAMZEH„Allir vilja takast á við kynferðisofbeldi en áhyggjur mínar snúa að því að þegar tillögur eru komnar inn á borð alþjóðastofnanna eru einu ríkin sem hafa áhuga á viðfangsefninu vestræn ríki eða í raun norræn ríki á borð við Ísland, Noreg og Svíþjóð.“ Yves skorar á íslensk stjórnvöld til að reyna að draga Asíuríki, Afríkuríki og múslimaríki í meira mæli að borðinu, þannig vinnist sigrar. Þá er hann viss um að í þessum efnum muni Ísland og önnur smáríki spila stórt hlutverk á næstu árum. Smáríkjum sé gjarnan betur treystandi fyrir mannúðarmálum enda stafi ekki mikil ógn af þeim. Yves bendir til dæmis á þá staðreynd að fjórir af fimm fastafulltrúum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eiga í stríðsátökum í augnablikinu. „Sjáið bara það sem þið hafið þegar afrekað og skoðið hvaða nýjungar þið getið lagt til í framtíðinni. Staða ykkar er góð, þið eruð í Atlantshafsbandalaginu og Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna. Þannig að ég held að það sé nóg að gera fyrir Ísland í þessum efnum og ég fagna því.“
Norðurlönd Noregur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent