Vilja stöðva sjóræningjaleiðsögn á Íslandi Höskuldur Kári Schram skrifar 16. október 2018 09:00 Íslenskir leiðsögumenn gagnrýna að erlendum ferðamönnum sé boðið upp á ófaglærða leiðsögumenn á of lágum launum. Vísir Íslenskir leiðsögumenn gagnrýna að erlendar ferðaskrifstofur notist við útlenska leiðsögumenn hér á landi. Oft sé um að ræða ófaglærða einstaklinga með takmarkaða þekkingu á landi og þjóð og þá séu þeir ekki að fá laun í samræmi við íslenska kjarasamninga. Leiðsögumennirnir hafa stofnað Facebook-hóp undir yfirskriftinni „Stöðvum sjóræningjaleiðsögn á Íslandi“ þar sem þeir skiptast á sögum og upplýsingum um stöðu mála. Þeir segja að erlendar ferðaskrifstofur sendi ófaglærða og réttindalausa útlendinga hingað til lands til að ganga í störf íslenskra leiðsögumanna. Fjölmörg dæmi eru nefnd á síðunni. Meðal annars er sagt frá ungum útlenskum leiðsögumanni sem var að sækja hóp erlendra ferðamanna í Keflavík. Sá sagðist vera búinn að kynna sér landið með því að ganga um Reykjavíkurborg og fara Gullna hringinn. Laun þessara útlensku leiðsögumanna eru sögð vera langt undir íslenskum kjarasamningum og stundum séu engin laun í boði heldur einungis þjórfé. Íslensku leiðsögumennirnir lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu mála og segja að þessi sjóræningjaleiðsögn grafi undan kjarabaráttu þeirra.Borga ekki skatta Indriði H. Þorláksson formaður Leiðsagnar – Stéttarfélags leiðsögumanna segir þetta vera vaxandi vandamál. „Við erum búnir að glíma við þetta í langan tíma. Það er þó nokkuð um það að erlend fyrirtæki, sem eru að skipuleggja ferðir hér á landi, séu senda hingað einstaklinga sem eru hvorki með fullnægjandi undirbúning né forsendur til að sinna þessu starfi,“ segir Indriði. Hann segir að þetta snúist ekki bara um leiðsögn heldur sé einnig mikilvægt að leiðsögumenn hafi þekkingu á ýmsum öryggismálum og hvernig þeim er háttað hér á landi. Indriði segir líka að ferðaþjónustufyrirtækin sjálf séu oft að starfa á gráu svæði. „Fyrirtækin eru kannski ekki skráð hér á landi og eru ekki að borga skatta. Þau koma hingað með eigin bifreiðar og búnað og eru svo með erlenda starfsmenn sem fara þessar ferðir um landið. Þetta eru aðilar sem eru að keppa við íslensku fyrirtækin,“ segir Indriði. „Við þekkjum dæmi þar sem starfsmenn þessara fyrirtækja eru að keyra hópferðabíla án þess að vera með meirapróf eins og lög og reglur gera ráð fyrir hér á landi,“ segir Indriði. Indriði fundaði í sumar með forstöðumönnum Samgöngustofu, Vinnumálastofnunar, Ferðamálastofu og embættis ríkisskattstjóra þar sem hann lagði fram tillögu um að samræma eftirlit til að sporna gegn þessari þróun. „Niðurstaða fundarins var sú að flestir lýstu yfir áhyggjum en tillögu okkar um sameiginlega stýringu var hins vegar hafnað. Þrátt fyrir ítrekun af okkar hálfu hefur lítið gerst,“ segir Indriði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Íslenskir leiðsögumenn gagnrýna að erlendar ferðaskrifstofur notist við útlenska leiðsögumenn hér á landi. Oft sé um að ræða ófaglærða einstaklinga með takmarkaða þekkingu á landi og þjóð og þá séu þeir ekki að fá laun í samræmi við íslenska kjarasamninga. Leiðsögumennirnir hafa stofnað Facebook-hóp undir yfirskriftinni „Stöðvum sjóræningjaleiðsögn á Íslandi“ þar sem þeir skiptast á sögum og upplýsingum um stöðu mála. Þeir segja að erlendar ferðaskrifstofur sendi ófaglærða og réttindalausa útlendinga hingað til lands til að ganga í störf íslenskra leiðsögumanna. Fjölmörg dæmi eru nefnd á síðunni. Meðal annars er sagt frá ungum útlenskum leiðsögumanni sem var að sækja hóp erlendra ferðamanna í Keflavík. Sá sagðist vera búinn að kynna sér landið með því að ganga um Reykjavíkurborg og fara Gullna hringinn. Laun þessara útlensku leiðsögumanna eru sögð vera langt undir íslenskum kjarasamningum og stundum séu engin laun í boði heldur einungis þjórfé. Íslensku leiðsögumennirnir lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu mála og segja að þessi sjóræningjaleiðsögn grafi undan kjarabaráttu þeirra.Borga ekki skatta Indriði H. Þorláksson formaður Leiðsagnar – Stéttarfélags leiðsögumanna segir þetta vera vaxandi vandamál. „Við erum búnir að glíma við þetta í langan tíma. Það er þó nokkuð um það að erlend fyrirtæki, sem eru að skipuleggja ferðir hér á landi, séu senda hingað einstaklinga sem eru hvorki með fullnægjandi undirbúning né forsendur til að sinna þessu starfi,“ segir Indriði. Hann segir að þetta snúist ekki bara um leiðsögn heldur sé einnig mikilvægt að leiðsögumenn hafi þekkingu á ýmsum öryggismálum og hvernig þeim er háttað hér á landi. Indriði segir líka að ferðaþjónustufyrirtækin sjálf séu oft að starfa á gráu svæði. „Fyrirtækin eru kannski ekki skráð hér á landi og eru ekki að borga skatta. Þau koma hingað með eigin bifreiðar og búnað og eru svo með erlenda starfsmenn sem fara þessar ferðir um landið. Þetta eru aðilar sem eru að keppa við íslensku fyrirtækin,“ segir Indriði. „Við þekkjum dæmi þar sem starfsmenn þessara fyrirtækja eru að keyra hópferðabíla án þess að vera með meirapróf eins og lög og reglur gera ráð fyrir hér á landi,“ segir Indriði. Indriði fundaði í sumar með forstöðumönnum Samgöngustofu, Vinnumálastofnunar, Ferðamálastofu og embættis ríkisskattstjóra þar sem hann lagði fram tillögu um að samræma eftirlit til að sporna gegn þessari þróun. „Niðurstaða fundarins var sú að flestir lýstu yfir áhyggjum en tillögu okkar um sameiginlega stýringu var hins vegar hafnað. Þrátt fyrir ítrekun af okkar hálfu hefur lítið gerst,“ segir Indriði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira