Kaþólska kirkjan tekur salvadorskan biskup í dýrlingatölu Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2018 09:48 Salvadorskur pílagrímur í bol með mynd af Oscar Romero á Péturtorgi í Páfagarði í morgun. Þúsundir Salvadora ferðuðust þangað tl að fylgja með því þegar Romero var tekinn í tölu dýrlinga. Vísir/EPA Frans páfi lýsti því yfir í morgun að Oscar Romero, erkibiskup El Salvadors, sem var myrtur af dauðasveitum árið 1980, hefði verið tekinn í dýrlingatölu kaþólsku kirkjunnar. Auk hans var Páll sjötti páfi og fimm aðrir lýstir dýrlingar. Um fimm þúsund Salvadorar höfðu ferðast til Rómar til að vera viðstaddir yfirlýsingu páfa. AP-fréttastofan segir að tugir þúsunda Salvadora hafi jafnframt vakað langt fram á nótt til að fylgjast með athöfninni í sjónvarpi og á risaskjám fyrir utan dómkirkjunar í San Salvador þar sem lík Romero liggur í grafhýsi. Romero var erkibiskup í San Salvador. Hann storkaði herforingjastjórn El Salvadors sem Bandaríkjastjórn studdi og talaði fyrir mannréttindum og réttindum fátæks fólks við upphaf blóðugs borgarastríðs sem geisaði í landinu frá 1980 til 1992. Í prédikunum sínum deildi Romero hart á herforingjastjórnina og vinstrisinnaða uppreisnarmenn og lýsti samstöðu með snauðum íbúum landsins. Varð hann að hetju margra í Rómönsku Ameríku fyrir vikið.Fólk vottar Romero virðingu sína viku eftir að hann var myrtur í mars árið 1980. Talið er að 75.000 manns hafi fallið í borgarastríðinu sem geisaði í tólf ár eftir dauða erkibiskupsins.Hægrisinnaðar dauðasveitir hliðhollar herforingjastjórninni skutu Romero til bana þegar hann þjónaði við messu í sjúkrahússkapellu árið 1980. Við athöfnina í morgun var Frans páfi með blóðugt belti Romero frá því að hann var skotinn niður og staf, kaleik og messuklæði Páls sjötta páfa. Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu meðal annars á grundvelli kraftaverka sem eiga að hafa orðið. Í tilfelli Romero er vísað til þess að kona sem var nálægt dauða í fæðingu hafi lifað af eftir að eiginmaður hennar ákallaði og bað til Romero, að því er segir í frétt Reuters. El Salvador Mið-Ameríka Trúmál Tengdar fréttir Páfi og erkibiskup meðal þeirra sem teknir verða í dýrlingatölu Frans páfi hefur ákveðið að taka fyrirrennara sinn auk fimm annarra í dýrlingatölu í október næstkomandi. 19. maí 2018 14:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Frans páfi lýsti því yfir í morgun að Oscar Romero, erkibiskup El Salvadors, sem var myrtur af dauðasveitum árið 1980, hefði verið tekinn í dýrlingatölu kaþólsku kirkjunnar. Auk hans var Páll sjötti páfi og fimm aðrir lýstir dýrlingar. Um fimm þúsund Salvadorar höfðu ferðast til Rómar til að vera viðstaddir yfirlýsingu páfa. AP-fréttastofan segir að tugir þúsunda Salvadora hafi jafnframt vakað langt fram á nótt til að fylgjast með athöfninni í sjónvarpi og á risaskjám fyrir utan dómkirkjunar í San Salvador þar sem lík Romero liggur í grafhýsi. Romero var erkibiskup í San Salvador. Hann storkaði herforingjastjórn El Salvadors sem Bandaríkjastjórn studdi og talaði fyrir mannréttindum og réttindum fátæks fólks við upphaf blóðugs borgarastríðs sem geisaði í landinu frá 1980 til 1992. Í prédikunum sínum deildi Romero hart á herforingjastjórnina og vinstrisinnaða uppreisnarmenn og lýsti samstöðu með snauðum íbúum landsins. Varð hann að hetju margra í Rómönsku Ameríku fyrir vikið.Fólk vottar Romero virðingu sína viku eftir að hann var myrtur í mars árið 1980. Talið er að 75.000 manns hafi fallið í borgarastríðinu sem geisaði í tólf ár eftir dauða erkibiskupsins.Hægrisinnaðar dauðasveitir hliðhollar herforingjastjórninni skutu Romero til bana þegar hann þjónaði við messu í sjúkrahússkapellu árið 1980. Við athöfnina í morgun var Frans páfi með blóðugt belti Romero frá því að hann var skotinn niður og staf, kaleik og messuklæði Páls sjötta páfa. Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu meðal annars á grundvelli kraftaverka sem eiga að hafa orðið. Í tilfelli Romero er vísað til þess að kona sem var nálægt dauða í fæðingu hafi lifað af eftir að eiginmaður hennar ákallaði og bað til Romero, að því er segir í frétt Reuters.
El Salvador Mið-Ameríka Trúmál Tengdar fréttir Páfi og erkibiskup meðal þeirra sem teknir verða í dýrlingatölu Frans páfi hefur ákveðið að taka fyrirrennara sinn auk fimm annarra í dýrlingatölu í október næstkomandi. 19. maí 2018 14:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Páfi og erkibiskup meðal þeirra sem teknir verða í dýrlingatölu Frans páfi hefur ákveðið að taka fyrirrennara sinn auk fimm annarra í dýrlingatölu í október næstkomandi. 19. maí 2018 14:00