Dýr deila um eignafyrirkomulag lagna og frárennslis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. október 2018 08:52 Fjórar íbúðir eru í húsinu á Bústaðavegi 99 og 101. Fréttablaðið/Eyþór Deila um eignafyrirkomulag á frárennslis- og skólplögnum Bústaðavegs 99-101 endaði með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að um sameign húseigenda væri að ræða. Málið var dæmt stefndu í óhag og þurftu þau að auki að greiða 2,5 milljónir í málskostnað. Húsið sem um ræðir er tveggja húsnúmera fjöleignarhús, byggt árið 1956, með fjórum íbúðum, tveimur íbúðum á hvoru húsnúmeri. Eigendur austurhluta hússins töldu að lagnir hússins væru séreign hvers um sig en eigendur vesturhlutans að um sameign allra eigendanna fjögurra væri að ræða. Lagnir í austurhlutanum voru endurnýjaðar að mestu árið 2014 en árið 2015 töldu eigendur vesturhlutans rétt að lagfæra þær sín megin. Austurhlutaeigendur töldu þá að þeim væri óskylt að taka þátt í kostnaði sem af því hlaust og var dómsmál því höfðað. Stefnendur málsins, eigendur vesturhlutans, létu dómkveðja matsmann til að meta ástand lagnanna. Því mati vildu hinir eigendurnir ekki una og fóru fram á yfirmat. Var það nær samhljóða því fyrra um að lagnakerfin væru að mestu aðskilin, viðhald væri aðkallandi og að viðgerð austurhlutans árið 2014 hefði ekki verið fullnægjandi. Í niðurstöðu dómsins sagði að þó kerfin væru að mestu aðskilin þá rynnu frárennsli regnvatns og aðkoma að stofnlögn saman. Vanræksla hluta kerfisins væri til þess fallin að raska hagsmunum allra. Sanngjarnast væri fyrir heildina að meta kerfið sem eina heild og að kostnaður við viðgerð skiptist jafnt niður á eigendur eftir hlutfallstölu eignarhluta. Kröfu um að nauðsynlegt væri að ráðast í viðgerðir var hins vegar vísað frá dómi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Sjá meira
Deila um eignafyrirkomulag á frárennslis- og skólplögnum Bústaðavegs 99-101 endaði með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að um sameign húseigenda væri að ræða. Málið var dæmt stefndu í óhag og þurftu þau að auki að greiða 2,5 milljónir í málskostnað. Húsið sem um ræðir er tveggja húsnúmera fjöleignarhús, byggt árið 1956, með fjórum íbúðum, tveimur íbúðum á hvoru húsnúmeri. Eigendur austurhluta hússins töldu að lagnir hússins væru séreign hvers um sig en eigendur vesturhlutans að um sameign allra eigendanna fjögurra væri að ræða. Lagnir í austurhlutanum voru endurnýjaðar að mestu árið 2014 en árið 2015 töldu eigendur vesturhlutans rétt að lagfæra þær sín megin. Austurhlutaeigendur töldu þá að þeim væri óskylt að taka þátt í kostnaði sem af því hlaust og var dómsmál því höfðað. Stefnendur málsins, eigendur vesturhlutans, létu dómkveðja matsmann til að meta ástand lagnanna. Því mati vildu hinir eigendurnir ekki una og fóru fram á yfirmat. Var það nær samhljóða því fyrra um að lagnakerfin væru að mestu aðskilin, viðhald væri aðkallandi og að viðgerð austurhlutans árið 2014 hefði ekki verið fullnægjandi. Í niðurstöðu dómsins sagði að þó kerfin væru að mestu aðskilin þá rynnu frárennsli regnvatns og aðkoma að stofnlögn saman. Vanræksla hluta kerfisins væri til þess fallin að raska hagsmunum allra. Sanngjarnast væri fyrir heildina að meta kerfið sem eina heild og að kostnaður við viðgerð skiptist jafnt niður á eigendur eftir hlutfallstölu eignarhluta. Kröfu um að nauðsynlegt væri að ráðast í viðgerðir var hins vegar vísað frá dómi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Sjá meira