Viðreisn telur sig ekki falla á pólitískt sverð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. október 2018 07:00 Rífleg framúrkeyrsla og undarlegir kostnaðarliðir við að gera upp braggann í Nauthólsvík hefur verið mikið til umræðu. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður borgarráðs telur ekki að flokkur hennar sé að taka skellinn fyrir mál sem eru honum óviðkomandi. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkurrar gremju hafi gætt innan baklands Viðreisnar vegna viðbragða kjörinna fulltrúa flokksins við málum liðinna vikna. Mál braggans í Nauthólsvík svo og starfsumhverfi innan Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og hefur nokkuð mætt á borgarfulltrúum af þeim sökum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er í veikindaleyfi og hefur það því oft komið í hlut Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs og oddvita Viðreisnar, og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar og oddvita Pírata, að svara fyrir hönd meirihlutans þegar málin ber á góma. Sem kunnugt er fór Viðreisn í samstarf með síðasta meirihluta, sem samanstóð af Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum, að loknum kosningum í vor. Meðal Viðreisnarmanna hefur því verið fleygt að ekki sé rétt að flokkurinn þurfi að svara fyrir illa unnin verk annarra. Flokkurinn hafi ekki komið að þessum málum og eigi því ekki að falla á sverðið. „Fólk innan flokksins er með margs konar skoðanir á ýmsum málum og okkur finnst eðlilegt að það sé fjölbreytt sýn á hlutina. Við erum ekki með eina ríkisskoðun og teljum eðlilegt að fólk spyrji spurninga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að þau líti ekki svo á málið að þau séu að „falla á sverðið“. Í hvert skipti sem mál braggans víðfræga hafi verið rætt hafi Viðreisn sagt að málið sé alvarlegt og að gera þurfi gangskör í ferlinu þar að baki. „Við höfum ekki afsakað eitt né neitt heldur ítrekað að við teljum þetta alvarlegt. Eitt af stefnumálum Viðreisnar er að sýna gagnsæja og agaða fjármálastjórn. Þegar við fréttum af málinu fórum við fyrst fram á skoðun á því og nú síðast heildarskoðun þannig að ekkert verði skilið eftir. Vinnubrögð okkar eru að fá allt upp á borðið og taka síðan yfirvegaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Þórdís Lóa. Óánægjuraddir hafa einnig heyrst innan raða Pírata en í dag fer fram opinn félags- og borgarafundur um „braggasukkið í Nauthólsvík“. Fundurinn hefst klukkan 13 í höfuðstöðvum flokksins, Tortuga. Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Formaður borgarráðs telur ekki að flokkur hennar sé að taka skellinn fyrir mál sem eru honum óviðkomandi. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkurrar gremju hafi gætt innan baklands Viðreisnar vegna viðbragða kjörinna fulltrúa flokksins við málum liðinna vikna. Mál braggans í Nauthólsvík svo og starfsumhverfi innan Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og hefur nokkuð mætt á borgarfulltrúum af þeim sökum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er í veikindaleyfi og hefur það því oft komið í hlut Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs og oddvita Viðreisnar, og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar og oddvita Pírata, að svara fyrir hönd meirihlutans þegar málin ber á góma. Sem kunnugt er fór Viðreisn í samstarf með síðasta meirihluta, sem samanstóð af Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum, að loknum kosningum í vor. Meðal Viðreisnarmanna hefur því verið fleygt að ekki sé rétt að flokkurinn þurfi að svara fyrir illa unnin verk annarra. Flokkurinn hafi ekki komið að þessum málum og eigi því ekki að falla á sverðið. „Fólk innan flokksins er með margs konar skoðanir á ýmsum málum og okkur finnst eðlilegt að það sé fjölbreytt sýn á hlutina. Við erum ekki með eina ríkisskoðun og teljum eðlilegt að fólk spyrji spurninga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að þau líti ekki svo á málið að þau séu að „falla á sverðið“. Í hvert skipti sem mál braggans víðfræga hafi verið rætt hafi Viðreisn sagt að málið sé alvarlegt og að gera þurfi gangskör í ferlinu þar að baki. „Við höfum ekki afsakað eitt né neitt heldur ítrekað að við teljum þetta alvarlegt. Eitt af stefnumálum Viðreisnar er að sýna gagnsæja og agaða fjármálastjórn. Þegar við fréttum af málinu fórum við fyrst fram á skoðun á því og nú síðast heildarskoðun þannig að ekkert verði skilið eftir. Vinnubrögð okkar eru að fá allt upp á borðið og taka síðan yfirvegaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Þórdís Lóa. Óánægjuraddir hafa einnig heyrst innan raða Pírata en í dag fer fram opinn félags- og borgarafundur um „braggasukkið í Nauthólsvík“. Fundurinn hefst klukkan 13 í höfuðstöðvum flokksins, Tortuga. Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33
Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58