Skoða Twitternjósnir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2018 08:15 Ef ásakanir á hendur Twitter reynast réttar gæti fyrirtækið þurft að greiða himinháa sekt. Vísir/EPA Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter sætir nú rannsókn persónuverndaryfirvalda á Írlandi vegna þess að miðillinn neitar því að upplýsa notendur um hvaða upplýsingar fyrirtækið skráir þegar notandinn smellir á hlekki á Twitter. Frá þessu var greint á vefsíðu Fortune í gær. Þegar notendur setja hlekki í tíst sín breytir Twitter hlekknum með styttingakerfi sínu, t.co. Á hjálparsíðu Twitter segir að þetta sé gert svo fyrirtækið geti skráð hversu oft smellt er á hvern hlekk og til þess að berjast gegn dreifingu tölvuveira á samfélagsmiðlinum. Michael Veale, netöryggismálarannsakandi hjá University College í Lundúnum, sagði í samtali við Fortune að hann grunaði að Twitter safnaði þó enn frekari upplýsingum þegar notendur smella á hlekki. Mögulega nýtti samfélagsmiðillinn styttingakerfi sitt til þess að fylgja notendum á vafri þeirra og skilja eftir svokallaðar vafrakökur (e. cookies). Evrópusambandið samþykkti nýja löggjöf um meðferð persónulegra gagna árið 2016 og tók hún gildi í maí síðastliðnum. Með tilkomu löggjafarinnar, sem kallast Almenna persónuverndarreglugerðin, eða einfaldlega GDPR, getur hver notandi krafið veffyrirtæki um allar þær upplýsingar sem vefurinn hefur safnað um notandann. Þetta gerði Veale en Twitter neitaði því að útvega upplýsingar sem safnað er við það þegar smellt er á hlekki. Bar því fyrir sig að söfnun þeirra gagna væri flókin og erfið og sagði að GDPR heimilaði neitun á þeim grundvelli. Veale er hins vegar á þeirri skoðun að Twitter rangtúlki löggjöfina. Veale kvartaði svo til írskra persónuverndaryfirvalda og segir Fortune frá því að á fimmtudaginn hafi rannsókn á málinu hafist. Evrópskar höfuðstöðvar Twitter, líkt og annarra tæknifyrirtækja á borð við Google, Facebook, Microsoft og Paypal, eru á Írlandi. Nánar tiltekið í Dyflinni. Þess vegna var kvörtunin send inn þar í landi. Komist yfirvöld á Írlandi að þeirri niðurstöðu að Twitter hafi brotið gegn GDPR-löggjöfinni gæti fyrirtækið átt yfir höfði sér allt að tuttugu milljóna evra sekt, eða sekt sem nemur fjórum prósentum árlegrar veltu ef sú upphæð er hærri. Sé miðað við veltu Twitter á síðasta ári eru fjögur prósent um 83 milljónir evra, andvirði 11 milljarða króna. Áður hafði Veale kvartað yfir því að Facebook hafi neitað að afhenda sambærileg gögn. Sama írska stofnunin hefur það mál nú til rannsóknar. Mál Michaels Veale er þó langt frá því að vera persónuverndarmálið sem Facebook glímir nú við. Persónuverndaryfirvöld á Írlandi rannsaka til að mynda leka á upplýsingum fimmtíu milljóna notenda og gæti fyrirtækið átt yfir höfði sér 1,4 milljarða evra sekt í málinu. Það samsvarar um 190 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter sætir nú rannsókn persónuverndaryfirvalda á Írlandi vegna þess að miðillinn neitar því að upplýsa notendur um hvaða upplýsingar fyrirtækið skráir þegar notandinn smellir á hlekki á Twitter. Frá þessu var greint á vefsíðu Fortune í gær. Þegar notendur setja hlekki í tíst sín breytir Twitter hlekknum með styttingakerfi sínu, t.co. Á hjálparsíðu Twitter segir að þetta sé gert svo fyrirtækið geti skráð hversu oft smellt er á hvern hlekk og til þess að berjast gegn dreifingu tölvuveira á samfélagsmiðlinum. Michael Veale, netöryggismálarannsakandi hjá University College í Lundúnum, sagði í samtali við Fortune að hann grunaði að Twitter safnaði þó enn frekari upplýsingum þegar notendur smella á hlekki. Mögulega nýtti samfélagsmiðillinn styttingakerfi sitt til þess að fylgja notendum á vafri þeirra og skilja eftir svokallaðar vafrakökur (e. cookies). Evrópusambandið samþykkti nýja löggjöf um meðferð persónulegra gagna árið 2016 og tók hún gildi í maí síðastliðnum. Með tilkomu löggjafarinnar, sem kallast Almenna persónuverndarreglugerðin, eða einfaldlega GDPR, getur hver notandi krafið veffyrirtæki um allar þær upplýsingar sem vefurinn hefur safnað um notandann. Þetta gerði Veale en Twitter neitaði því að útvega upplýsingar sem safnað er við það þegar smellt er á hlekki. Bar því fyrir sig að söfnun þeirra gagna væri flókin og erfið og sagði að GDPR heimilaði neitun á þeim grundvelli. Veale er hins vegar á þeirri skoðun að Twitter rangtúlki löggjöfina. Veale kvartaði svo til írskra persónuverndaryfirvalda og segir Fortune frá því að á fimmtudaginn hafi rannsókn á málinu hafist. Evrópskar höfuðstöðvar Twitter, líkt og annarra tæknifyrirtækja á borð við Google, Facebook, Microsoft og Paypal, eru á Írlandi. Nánar tiltekið í Dyflinni. Þess vegna var kvörtunin send inn þar í landi. Komist yfirvöld á Írlandi að þeirri niðurstöðu að Twitter hafi brotið gegn GDPR-löggjöfinni gæti fyrirtækið átt yfir höfði sér allt að tuttugu milljóna evra sekt, eða sekt sem nemur fjórum prósentum árlegrar veltu ef sú upphæð er hærri. Sé miðað við veltu Twitter á síðasta ári eru fjögur prósent um 83 milljónir evra, andvirði 11 milljarða króna. Áður hafði Veale kvartað yfir því að Facebook hafi neitað að afhenda sambærileg gögn. Sama írska stofnunin hefur það mál nú til rannsóknar. Mál Michaels Veale er þó langt frá því að vera persónuverndarmálið sem Facebook glímir nú við. Persónuverndaryfirvöld á Írlandi rannsaka til að mynda leka á upplýsingum fimmtíu milljóna notenda og gæti fyrirtækið átt yfir höfði sér 1,4 milljarða evra sekt í málinu. Það samsvarar um 190 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira