Íbúar í Vík í Mýrdal óttast ekki eldgos í Kötlu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. október 2018 21:00 Um 350 manns mættu í íþróttahúsið í Vík á Kötluráðstefnunan sem haldin var í dag til að hlusta á fróðlega fyrirlestra um eldfjallið og gosið 12. október 1918. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Vík í Mýrdal óttast ekki eldgos í Kötlu en á sama tíma bera þeir mikla virðingu fyrir eldstöðinni. Um 350 manns komu saman í Vík í dag til að minnast þess að ein öld er frá Kötlugosinu 1918. „Menn eru með viðbragðsáætlanir en það má náttúrulega ekki gleyma því að Kötlugos veldur gríðarlegu tjóni, og þá sér í lagi jökulhlaupum þar sem þau koma niður, “segir Þorsteinn Sæmundsen jarðfræðingur og einn skipuleggjandi ráðstefnunnar. Hann segist vera mjög sáttur við það hvernig unnið er að málum í dag með vöktun á Kötlu. „Veðurstofan heldur uppi mjög öflugu viðvörunarkerfi og bæði Veðurstofuna og háskólinn eru með víðtækar rannsóknir á Kötlu, ekki bar Kötlu, heldur flest öllum eldfjöllum sem við teljum að hætta skapast af á Íslandi.“Fundargestir skemmtu sér vel enda var slegið á létta strengi á ráðstefnunni þó málefnið væri alvarlegt.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hvað segja heimamenn í Vík, óttast þeir eldgos í Kötlu?„Það er enginn hræddur við þetta hér, menn treysta á að öll þessi mælitæki sem eru á jöklinum og að öll vöktunin á þessu gefi talsverðan fyrirvara, þannig að það hafi allir tækifæri og tíma til þess að forða sér af þessu hugsanlega flóðasvæði,“ segir Þórir Kjartansson.Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir að íbúa hafi almennt ekki áhyggjur af eldgosi í Kötlu.Vísir/Magnús hlynur hreiðarsson„Nei ég held að almennt hafi fólki ekki áhyggjur. Ég held að fólk viti af þessu og vilji vita um hana og meira um hana, það er tilbúið að bregðast við en ég held að dagsdaglega hafi fólk ekki áhyggjur af þessu,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Hún er spennandi, ógnandi og athyglisverð. Mér er hlýtt til hennar í sjálfu sér en hún á ekki að koma í bakið á mér. Fólk er ekki hrætt við Kötlu hérna, nei, nei, en við vitum að við þurfum að standa klár og þetta er ógnaratburður, það borgar sig ekki að gera neitt lítið úr því,“ segir Kolbrún Hjörleifsdóttir. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. 5. október 2018 13:00 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Íbúar í Vík í Mýrdal óttast ekki eldgos í Kötlu en á sama tíma bera þeir mikla virðingu fyrir eldstöðinni. Um 350 manns komu saman í Vík í dag til að minnast þess að ein öld er frá Kötlugosinu 1918. „Menn eru með viðbragðsáætlanir en það má náttúrulega ekki gleyma því að Kötlugos veldur gríðarlegu tjóni, og þá sér í lagi jökulhlaupum þar sem þau koma niður, “segir Þorsteinn Sæmundsen jarðfræðingur og einn skipuleggjandi ráðstefnunnar. Hann segist vera mjög sáttur við það hvernig unnið er að málum í dag með vöktun á Kötlu. „Veðurstofan heldur uppi mjög öflugu viðvörunarkerfi og bæði Veðurstofuna og háskólinn eru með víðtækar rannsóknir á Kötlu, ekki bar Kötlu, heldur flest öllum eldfjöllum sem við teljum að hætta skapast af á Íslandi.“Fundargestir skemmtu sér vel enda var slegið á létta strengi á ráðstefnunni þó málefnið væri alvarlegt.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hvað segja heimamenn í Vík, óttast þeir eldgos í Kötlu?„Það er enginn hræddur við þetta hér, menn treysta á að öll þessi mælitæki sem eru á jöklinum og að öll vöktunin á þessu gefi talsverðan fyrirvara, þannig að það hafi allir tækifæri og tíma til þess að forða sér af þessu hugsanlega flóðasvæði,“ segir Þórir Kjartansson.Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir að íbúa hafi almennt ekki áhyggjur af eldgosi í Kötlu.Vísir/Magnús hlynur hreiðarsson„Nei ég held að almennt hafi fólki ekki áhyggjur. Ég held að fólk viti af þessu og vilji vita um hana og meira um hana, það er tilbúið að bregðast við en ég held að dagsdaglega hafi fólk ekki áhyggjur af þessu,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Hún er spennandi, ógnandi og athyglisverð. Mér er hlýtt til hennar í sjálfu sér en hún á ekki að koma í bakið á mér. Fólk er ekki hrætt við Kötlu hérna, nei, nei, en við vitum að við þurfum að standa klár og þetta er ógnaratburður, það borgar sig ekki að gera neitt lítið úr því,“ segir Kolbrún Hjörleifsdóttir.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. 5. október 2018 13:00 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59
Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. 5. október 2018 13:00
Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45