Segir lögreglu hafa verið upplýsta um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. október 2018 18:45 Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildis segir að lögreglan hafi farið offari og misbeitt valdi sínu í aðgerðum sínum gegn sér og nokkrum starfsmönnum sem handteknir voru í gær. Lögfræðingur starfsmannaleigunnar segir starfsemina og eiganda hennar hafa verið dregna inn í málið að óþörfu. Einn af þeim tíu sem handteknir voru í aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær var leiddur fyrir dómar í gærkvöldi þar sem hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann var sá eini sem ekki gat gert fyllilega grein fyrir sér og getur lögregla ekki staðfest aldur hans og þjóðerni hans og því var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald. Átta öðrum var sleppt eftir skýrslutöku en gert að tilkynna sig reglulega á lögreglustöð á meðan mál þeirra eru til rannsóknar. Mennirnir eru úkraínskir ríkisborgarar og telur lögreglan að þeir hafi komið inn á Schengen-svæðið á sínum skilríkjum en orðið sér svo út um fölsuð litháísk skilríki og á grundvelli þeirra sótt um íslenskar kennitölur. Eini Íslendingurinn sem handtekinn var í aðgerðunum í gær er eigandi starfsmannaleigunnar sem mennirnir voru á vegum, Hann var laus að lokinni skýrslutöku. Lögfræðingur Manngildis telur að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi að óþörfu dregið starfsmannaleiguna og eiganda hennar inn í málið í gær. Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildis.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson „Þessir atburðir sem rannsóknin virðist byggja á, þeir eru ekki um mitt ár í fyrra eins og lögreglan sagði í fyrstu tilkynningu, þeir eru ekki um áramótin eins og sagði í leiðréttri tilkynningu, heldur eru þeir núna í júní til september,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildi, starfsmannaleigu. Samkvæmt gögnum starfsmannaleigunnar framvísa mennirnir skilríkum sem starfsmannaleigan sendir afrit af til Þjóðskrár Íslands, þar er óskað eftir kennitölu fyrir starfsmennina. Tryggvi segir að við skoðun þar hafi eitt vegabréfanna vakið athygli og upplýst að lögreglan hefði það til athugunar. 19. september hafi Þjóðskrá staðfest allar umsóknir mannanna. Tryggvi bætir við að miðað við fyrirliggjandi gögn að þá hafi lögreglan verið upplýst um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið og að umsókn þeirra byggði á röngum upplýsingum. Aðsetur starsfmanna Manngildis í Auðbrekku.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Ingimar Skúli Sævarsson, framkvæmdastjóri Manngildis sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis þar sem hann fer yfir feril málsins. hann segir að viðkomandi starfsmenn og vinnuveitandi hafi verið leiddir í gildru. Hann segir þar einnig að lögreglan hafi farið fullkomlega offari og misbeitt valdi sínu. „Þeir vissu alltaf að Manngildi, starfsmannaleiga, og framkvæmdastjóri hennar hafði ekki haft nokkra einustu möguleika á að átta sig á hvað væri að gerast þeir voru bara þolendur. Ítarlegt viðtal við Tryggva Agnarsson. lögfræðing Manngildis, má sjá og heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32 Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildis segir að lögreglan hafi farið offari og misbeitt valdi sínu í aðgerðum sínum gegn sér og nokkrum starfsmönnum sem handteknir voru í gær. Lögfræðingur starfsmannaleigunnar segir starfsemina og eiganda hennar hafa verið dregna inn í málið að óþörfu. Einn af þeim tíu sem handteknir voru í aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær var leiddur fyrir dómar í gærkvöldi þar sem hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann var sá eini sem ekki gat gert fyllilega grein fyrir sér og getur lögregla ekki staðfest aldur hans og þjóðerni hans og því var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald. Átta öðrum var sleppt eftir skýrslutöku en gert að tilkynna sig reglulega á lögreglustöð á meðan mál þeirra eru til rannsóknar. Mennirnir eru úkraínskir ríkisborgarar og telur lögreglan að þeir hafi komið inn á Schengen-svæðið á sínum skilríkjum en orðið sér svo út um fölsuð litháísk skilríki og á grundvelli þeirra sótt um íslenskar kennitölur. Eini Íslendingurinn sem handtekinn var í aðgerðunum í gær er eigandi starfsmannaleigunnar sem mennirnir voru á vegum, Hann var laus að lokinni skýrslutöku. Lögfræðingur Manngildis telur að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi að óþörfu dregið starfsmannaleiguna og eiganda hennar inn í málið í gær. Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildis.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson „Þessir atburðir sem rannsóknin virðist byggja á, þeir eru ekki um mitt ár í fyrra eins og lögreglan sagði í fyrstu tilkynningu, þeir eru ekki um áramótin eins og sagði í leiðréttri tilkynningu, heldur eru þeir núna í júní til september,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildi, starfsmannaleigu. Samkvæmt gögnum starfsmannaleigunnar framvísa mennirnir skilríkum sem starfsmannaleigan sendir afrit af til Þjóðskrár Íslands, þar er óskað eftir kennitölu fyrir starfsmennina. Tryggvi segir að við skoðun þar hafi eitt vegabréfanna vakið athygli og upplýst að lögreglan hefði það til athugunar. 19. september hafi Þjóðskrá staðfest allar umsóknir mannanna. Tryggvi bætir við að miðað við fyrirliggjandi gögn að þá hafi lögreglan verið upplýst um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið og að umsókn þeirra byggði á röngum upplýsingum. Aðsetur starsfmanna Manngildis í Auðbrekku.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Ingimar Skúli Sævarsson, framkvæmdastjóri Manngildis sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis þar sem hann fer yfir feril málsins. hann segir að viðkomandi starfsmenn og vinnuveitandi hafi verið leiddir í gildru. Hann segir þar einnig að lögreglan hafi farið fullkomlega offari og misbeitt valdi sínu. „Þeir vissu alltaf að Manngildi, starfsmannaleiga, og framkvæmdastjóri hennar hafði ekki haft nokkra einustu möguleika á að átta sig á hvað væri að gerast þeir voru bara þolendur. Ítarlegt viðtal við Tryggva Agnarsson. lögfræðing Manngildis, má sjá og heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32 Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32
Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24
Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15
Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20