Gripinn glóðvolgur við flóttatilraun úr landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2018 18:10 Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Eyþór Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Maðurinn var gripinn glóðvolgur á Keflavíkurflugvelli er hann reyndi að flýja land, þrátt fyrir farbann. Manninum er gefið að sök að hafa, ásamt öðrum manni, staðið að innflutningi á tæplega 700 grömmum af kókaíni, ætlað til sölu hér á landi. Tollverðir lögðu hald á efnin er mennirnir komu hingað til lands með flugi í mars. Voru þeir hvor með sinn pakkann í fórum sínum. Við yfirheyrslur sagðist maðurinn hafa fundið pakkann sem hann var með, á klósetti flugvallarins áður en að lagt var af stað til Íslands. Hafi hann ákveðið að taka pakkann með án þess að vita hvað væru í honum. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af því að félagi hans væri einnig með pakka.Maðurinn bíður dóms Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð eftir komuna til landsins en var sleppt úr haldi og úrskurðaður í farbann. Mál á hendur honum hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Aðalmeðferð þess máls er lokið en maðurinn neitaði sök. Beðið er dóms í málinu. Svo virðist sem að maðurinn hafi ekki haft áhuga á því að bíða eftir niðurstöðu dómara í málinu. Þann 1. október síðastliðinn hafði lögregla í flugstöðvardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum afskipti af manninum á Keflavíkurflugvelli þar sem hann beið í biðröð á meðal farþega á leið í flug. Átti hann bókað flug úr landi. Maðurinn var handtekinn og í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi játað að hafa ætlað að flýja frá Íslandi, þrátt fyrir farbannið. Í framhaldinu krafðist héraðssaksóknari að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem augljós hætta væri á því að maðurinn reyndi að koma sér undan málsókn eða refsingu með því að flýja land. Héraðsdómur Reykjaness féllst á beiðni héraðssaksóknara. Úrskurðinum var skotið til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í gær. Maðurinn þarf því að sæta gæsluvarðhaldi þangað til dómur í máli hans fellur.Úrskurður Landsréttar Dómsmál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Maðurinn var gripinn glóðvolgur á Keflavíkurflugvelli er hann reyndi að flýja land, þrátt fyrir farbann. Manninum er gefið að sök að hafa, ásamt öðrum manni, staðið að innflutningi á tæplega 700 grömmum af kókaíni, ætlað til sölu hér á landi. Tollverðir lögðu hald á efnin er mennirnir komu hingað til lands með flugi í mars. Voru þeir hvor með sinn pakkann í fórum sínum. Við yfirheyrslur sagðist maðurinn hafa fundið pakkann sem hann var með, á klósetti flugvallarins áður en að lagt var af stað til Íslands. Hafi hann ákveðið að taka pakkann með án þess að vita hvað væru í honum. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af því að félagi hans væri einnig með pakka.Maðurinn bíður dóms Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð eftir komuna til landsins en var sleppt úr haldi og úrskurðaður í farbann. Mál á hendur honum hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Aðalmeðferð þess máls er lokið en maðurinn neitaði sök. Beðið er dóms í málinu. Svo virðist sem að maðurinn hafi ekki haft áhuga á því að bíða eftir niðurstöðu dómara í málinu. Þann 1. október síðastliðinn hafði lögregla í flugstöðvardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum afskipti af manninum á Keflavíkurflugvelli þar sem hann beið í biðröð á meðal farþega á leið í flug. Átti hann bókað flug úr landi. Maðurinn var handtekinn og í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi játað að hafa ætlað að flýja frá Íslandi, þrátt fyrir farbannið. Í framhaldinu krafðist héraðssaksóknari að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem augljós hætta væri á því að maðurinn reyndi að koma sér undan málsókn eða refsingu með því að flýja land. Héraðsdómur Reykjaness féllst á beiðni héraðssaksóknara. Úrskurðinum var skotið til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í gær. Maðurinn þarf því að sæta gæsluvarðhaldi þangað til dómur í máli hans fellur.Úrskurður Landsréttar
Dómsmál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira