Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2018 17:47 Guðbergur Reynisson er annar stofnenda hópsins Stopp, hingað og ekki lengra. Mynd/Facebook/Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur boðað forsvarsmenn þrýstihóps fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar á sinn fund. Sömu sögu er að segja af samgöngunefnd þingsins. Frá þessu greindi Guðbergur Reynisson, annar stofnenda hópsins „Stopp, hingað og ekki lengra“, í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag.Banaslys varð á Reykjanesbraut til móts við Vallahverfi í Hafnarfirði í gær þegar pólskur karlmaður á fertugsaldri lést. Guðbergur hótaði í kjölfarið að grípa til róttækra aðgerða og loka Reykjanesbrautinni í mótmælaskyni til að fá stjórnvöld til að ráðast þegar í stað í tvöföldun þeirra kafla sem enn á eftir að tvöfalda. Ísak Ernir Kristinsson, hinn stofnandi þrýstihópsins, kvaðst þó ekki sammála Guðbergi og sagði rétt að leið að vinna í gegnum stjórnsýsluna og á sviði stjórnmálanna.Hefur fengið nóg af aðgerðaleysi Guðbergur segist í samtali við Reykjavík síðdegis hafa fengið nóg af aðgerðaleysi stjórnvalda. „Við börðumst hérna fyrir tveimur árum síðan og fengum tvö hringtorg fyrir ofan Reykjanesbæ og Hafnaafleggjara, hættulegustu vegamótum landsins, þar var breytt legunni niður að Fitjum. Í þeim kafla fengum við samþykkt inn í samgönguáætlun, Reykjanesbrautina, og komumst að því að það hafði ekki verið neitt skrifað um Reykjanesbrautina síðan 2008.“ Hann segir að tíð ríkisstjórnarslipti og fleira hafi svo flækt málin. „Þá komumst við að því að Reykjanesbrautin, frá Hvassahrauni sérstaklega til Krýsuvíkurafleggjara, að framkvæmdinni verður ekki lokið fyrr en 2033. Það finnst finnst mér og okkur allt of seint í messunni.“Ísak Ernir Kristinsson er annar stofnenda þrýstihópsins Stopp, hingað og ekki lengra.Mynd úr einkasafniÞarf alltaf banaslys til að fólk vakni Guðbergur segir að í úttekt Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings eru hættulegustu vegir landsins innanbæjar í Reykjavík, Miklabraut og Bústaðavegur hættulegastir. „En þar á eftir, í fimmta sæti, er Reykjanesbrautin, frá Kaldárdalshólnum til Hvassahrauns. Það er minni hætta hérna megin [nær Reykjanesbæ] þar sem hraðinn hefur minnkað út af hringtorgunum. Kaldársel til [Krýsavíkurafleggjara] er kominn inn í áætlunina og á að byrja á því strax. Það er áætlað 2,3 milljarðar. Restin, frá Krýsavíkurafleggjara og út að Hvassahrauni eru 3,3 milljarðar.“ Hann segir skelfilegt að alltaf þurfi banaslys til að fólki vakni. „Við þurfum alltaf að standa upp á afturlappirnar allir hérna. Ég hef fengið ótrúlega hvatningu eftir að ég hótaði því að fara út að loka Reykjanesbrautinni.“Veit um jarðvinnuverktaka í verkið Guðbergur segir að samgönguráðherra hafi óskað eftir fundi með fulltrúum þrýstihópsins, og samgöngunefnd þingsins. „Ég er búinn að hitta jarðvinnuverktaka sem er tilbúinn að fara í þessa leið sem við erum að tala fyrir, að það verði strax hugað að umferðaröryggi og það verði klárað verkið, en að jarðvinnuverktakinn fái það greitt eftir samgönguáætlun.“Og hann fengi þá ekki greitt fyrr en að mörgum árum liðnum?„Þetta er þá örugglega eitthvað svipuð hugsun og með Spöl. Þeir fóru í framkvæmdina, fengu hana fjármagnaða og fengu hana borgaða með veggjöldum. Hann myndi örugglega geta fengið út á þetta loforð ríkisstjórnarinnar einhvers staðar lán til að klára þetta. Svo fær hann borgað, eftir því að ríkið… Þetta er bara samningsatriði. Þetta er ekki flókið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stofnandi þrýstihópsins alfarið á móti lokun Reykjanesbrautar Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. 28. október 2018 23:57 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur boðað forsvarsmenn þrýstihóps fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar á sinn fund. Sömu sögu er að segja af samgöngunefnd þingsins. Frá þessu greindi Guðbergur Reynisson, annar stofnenda hópsins „Stopp, hingað og ekki lengra“, í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag.Banaslys varð á Reykjanesbraut til móts við Vallahverfi í Hafnarfirði í gær þegar pólskur karlmaður á fertugsaldri lést. Guðbergur hótaði í kjölfarið að grípa til róttækra aðgerða og loka Reykjanesbrautinni í mótmælaskyni til að fá stjórnvöld til að ráðast þegar í stað í tvöföldun þeirra kafla sem enn á eftir að tvöfalda. Ísak Ernir Kristinsson, hinn stofnandi þrýstihópsins, kvaðst þó ekki sammála Guðbergi og sagði rétt að leið að vinna í gegnum stjórnsýsluna og á sviði stjórnmálanna.Hefur fengið nóg af aðgerðaleysi Guðbergur segist í samtali við Reykjavík síðdegis hafa fengið nóg af aðgerðaleysi stjórnvalda. „Við börðumst hérna fyrir tveimur árum síðan og fengum tvö hringtorg fyrir ofan Reykjanesbæ og Hafnaafleggjara, hættulegustu vegamótum landsins, þar var breytt legunni niður að Fitjum. Í þeim kafla fengum við samþykkt inn í samgönguáætlun, Reykjanesbrautina, og komumst að því að það hafði ekki verið neitt skrifað um Reykjanesbrautina síðan 2008.“ Hann segir að tíð ríkisstjórnarslipti og fleira hafi svo flækt málin. „Þá komumst við að því að Reykjanesbrautin, frá Hvassahrauni sérstaklega til Krýsuvíkurafleggjara, að framkvæmdinni verður ekki lokið fyrr en 2033. Það finnst finnst mér og okkur allt of seint í messunni.“Ísak Ernir Kristinsson er annar stofnenda þrýstihópsins Stopp, hingað og ekki lengra.Mynd úr einkasafniÞarf alltaf banaslys til að fólk vakni Guðbergur segir að í úttekt Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings eru hættulegustu vegir landsins innanbæjar í Reykjavík, Miklabraut og Bústaðavegur hættulegastir. „En þar á eftir, í fimmta sæti, er Reykjanesbrautin, frá Kaldárdalshólnum til Hvassahrauns. Það er minni hætta hérna megin [nær Reykjanesbæ] þar sem hraðinn hefur minnkað út af hringtorgunum. Kaldársel til [Krýsavíkurafleggjara] er kominn inn í áætlunina og á að byrja á því strax. Það er áætlað 2,3 milljarðar. Restin, frá Krýsavíkurafleggjara og út að Hvassahrauni eru 3,3 milljarðar.“ Hann segir skelfilegt að alltaf þurfi banaslys til að fólki vakni. „Við þurfum alltaf að standa upp á afturlappirnar allir hérna. Ég hef fengið ótrúlega hvatningu eftir að ég hótaði því að fara út að loka Reykjanesbrautinni.“Veit um jarðvinnuverktaka í verkið Guðbergur segir að samgönguráðherra hafi óskað eftir fundi með fulltrúum þrýstihópsins, og samgöngunefnd þingsins. „Ég er búinn að hitta jarðvinnuverktaka sem er tilbúinn að fara í þessa leið sem við erum að tala fyrir, að það verði strax hugað að umferðaröryggi og það verði klárað verkið, en að jarðvinnuverktakinn fái það greitt eftir samgönguáætlun.“Og hann fengi þá ekki greitt fyrr en að mörgum árum liðnum?„Þetta er þá örugglega eitthvað svipuð hugsun og með Spöl. Þeir fóru í framkvæmdina, fengu hana fjármagnaða og fengu hana borgaða með veggjöldum. Hann myndi örugglega geta fengið út á þetta loforð ríkisstjórnarinnar einhvers staðar lán til að klára þetta. Svo fær hann borgað, eftir því að ríkið… Þetta er bara samningsatriði. Þetta er ekki flókið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stofnandi þrýstihópsins alfarið á móti lokun Reykjanesbrautar Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. 28. október 2018 23:57 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Stofnandi þrýstihópsins alfarið á móti lokun Reykjanesbrautar Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. 28. október 2018 23:57