Umferðaröryggi Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Samkvæmt almennum hegningarlögum skal opinber starfsmaður sem gerist sekur um stórfellda eða ítrekaða vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Skoðun 12.11.2025 20:01 Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir gatnamót við Laugarnesskóla standast ítrustu hönnunarviðmið með tilliti til umferðaröryggis en í gær var ekið á barn í annað sinn á skömmum tíma á gatnamótum Kirkjuteigs og Reyjavegar. Hann segir ýmsar úrbætur hafa verið framkvæmdar á síðustu árum. Innlent 12.11.2025 11:51 Enga skammsýni í skammdeginu Vetur konungur minnti á sig fyrir skemmstu þegar snjó kyngdi niður á suðvesturhorninu. Í skammdeginu skapa snjór og myrkur aðstæður sem krefjast varúðar, hvort sem þú ert að keyra, hjóla, ganga eða njóta útivistar. Í þessum aðstæðum er sýnileiki allra vegfarenda lykilatriði og að ökumenn sjái vel út. Skoðun 11.11.2025 17:01 Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Ekið var á tvö níu ára gömul börn um klukkan 14 í dag á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar. Annað var á reiðhjóli. Um mánuður er síðan ekið var á annað barn á sama stað, á sama tíma, um klukkan 14. Innlent 11.11.2025 15:49 Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Strætisvagni var ekið á starfsmann leikskólans Ævintýraborgar við Nauthólsveg í Reykjavík og barn starfsmannsins í morgun. Bæði sluppu við alvarleg meiðsli. Innlent 10.11.2025 14:35 Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Ökumaður var í gær handtekinn við Hamraborg í Kópavogi eftir að hafa endað uppi á vegkanti á flótta sínum frá lögreglu, þar sem hann hafði reynt að komast undan því að blása í áfengismæli. Hann er grunaður um að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Innlent 9.11.2025 11:38 Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Lögregla veitti ökumanni bifreiðar eftirför í hverfi 105 í Reykjavík í nótt þar sem hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglubifreiðarinnar og endaði ökumaður bifreiðarinnar á því að aka upp á kant með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist. Innlent 9.11.2025 09:01 Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Ökumaður var í nótt stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna en hann reyndist vera með börn sín í bifreiðinni. Lögregla hafði samband við barnaverndaryfirvöld sem sendu sína fulltrúa á lögreglustöð. Innlent 8.11.2025 07:27 „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ Reykjavíkurborg og Vegagerðin vinna nú að því að rótargreina það ástand sem kom til í þarsíðustu viku þegar um 40 sentímetrum af snjó kyngdi niður á rúmum sólarhring á suðvesturhorni landsins. Einar Pálsson, forstöðumaður vegaþjónustu hjá Vegagerðinni, er ekki viss um hvort eitthvað hefði verið hægt að gera öðruvísi en segir Vegagerðina alltaf vilja gera betur. Innlent 7.11.2025 13:41 Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Karlmaður á níræðisaldri lést í mars á þessu ári þegar tvær Land Cruiser-bifreiðar lentu saman á Hrunavegi nærri Flúðum í Hrunamannahreppi þegar ökumaður annars bílsins ók inn á rangan vegarhelming. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu af slysstað. Hvorugur þeirra var í bílbelti þegar áreksturinn átti sér stað og telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa, RNSA, að öryggisbelti hefðu getað verndað báða ökumenn og dregið úr áverkum þeirra. Innlent 6.11.2025 11:02 Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Tæplega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir ítrekuð umferðar- og fíkniefnalagabrot. Hann hefur einnig endurtekið rofið skilorð með slíku háttarlega sínu. Innlent 4.11.2025 11:38 Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Gottlieb Konráðsson, Gotti mokari, segir betur þurfa að skipuleggja snjómokstur á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur að of mikið salt sé notað á göturnar á meðan snjói. Það eigi að geyma það þar til enginn skafrenningur er og snjókoma. Þannig virki saltið best. Gottlieb var til viðtals um snjómokstur í Bítinu á Bylgjunni. Hann mokar til dæmis á Hellisheiðinni. Innlent 31.10.2025 08:58 Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Formaður reiðhjólabænda segir ekki mikið hafa mátt útaf bregða í gær þegar ökumaður keyrði utan í hjólreiðamann í Grafarvogi. Hann segir viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg en að samskipti þessara tveggja hópa gætu verið betri. Innlent 30.10.2025 21:30 Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Karlmaður á fimmtugsaldri, sem lést eftir að bíl var ekið á hann á Reykjanesbraut við Álfabakka í apríl á þessu ári, var ofurölvi þegar banaslysið varð. Maðurinn hafði skyndilega hlaupið út á Reykjanesbraut og hrasað í veg fyrir bíl. Innlent 30.10.2025 10:38 Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. Innlent 29.10.2025 21:09 „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað. Innlent 29.10.2025 18:50 Leita konu sem ók á konu og stakk af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns, sem vitni segja vera konu, sem ók á konu á rafmagnshlaupahjóli á hjólastíg við Hverfisgötu í Reykjavík, á móts við Þjóðleikhúsið, þriðjudagsmorguninn 7. október síðastliðinn rétt fyrir klukkan níu. Innlent 29.10.2025 11:58 Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir stöðuna enn erfiða í umferðinni. Sjálfur fór hann út klukkan sjö í morgun. Hann segir lögreglu svekkta í gær að sjá hversu margir fóru út á vanbúnum bílum í gær. Innlent 29.10.2025 08:41 Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Vís hefur verið gert að greiða manni bætur vegna slyss sem hann varð fyrir þegar hann lenti í árekstri við bifreið þegar hann var á rafhlaupahjóli. Tryggingafélagið hafði neitað að viðurkenna bótaskyldu sína vegna breytinga sem maðurinn hafði gert á hlaupahjólinu. Innlent 28.10.2025 14:00 Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Miklar tafir eru enn á stóru umferðaræðunum til Reykjavíkur vegna umferðaróhappa og ökutækja sem eru á sumardekkjum. Viðbragðsaðilar eru í mikilli hættu þegar þeir eru að reyna að aðstoða ökumenn sem eiga í erfiðleikum vegna þess að ökumenn aka ekki varlega í þessari færð. Innlent 28.10.2025 08:59 Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Ungur karlmaður sem hafnaði í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á föstudagskvöldið er úr lífshættu. Hann er enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Þetta staðfestir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við Vísi. Innlent 27.10.2025 14:24 Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Eigandi dekkjaverkstæðis segist ekki muna eftir öðru eins ástandi og því sem skapaðist í morgun þegar langar biðraðir í dekkjaskipti mynduðust víða. Fréttastofa tók púlsinn á röð við eitt verkstæðið þar sem sumir höfðu beðið í þrjár klukkustundir. Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan sex annað kvöld. Innlent 27.10.2025 12:53 Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Löng röð er að Gúmmívinnustofunni í Skipholti til að komast í dekkjaskipti. Norbert, starfsmaður verkstæðisins, segir líklega um þriggja klukkustunda bið. Hann segir mjög mikið hafa verið að gera í síðustu viku en ekki eins og í dag. Innlent 27.10.2025 08:47 Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Líðan unga ökumannsins sem lenti í sjónum á Ísafirði í gærkvöldi er góð eftir atvikum, að sögn lögreglu. Hann var í sjónum skemur en hálftíma og var einn í bílnum. Innlent 25.10.2025 11:00 Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Lögregluþjónar handtóku í nótt mann sem var grímuklæddur og mjög ölvaður. Hann hafði verið að slást í miðbænum en samkvæmt dagbók lögreglu var gat hann ekki valdið sjálfum sér vegna ölvunar og var vistaður í fangaklefa. Innlent 25.10.2025 07:19 Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Meta ætti hvort ástæða sé til þess að breyta reglum um loftrýmið í kringum Reykjavíkurflugvöll eftir alvarlegt flugatvik þar sem lá við árekstri tveggja kennsluflugvéla yfir Kópavogi í fyrra. Þetta er tillaga rannsóknarnefndar samgönguslysa eftir rannsókn hennar á atvikinu. Innlent 24.10.2025 11:48 Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Vegagerðar að endurskoða hálkuvarnir á Þingvallavegi með tilliti til vegarkaflans við Álftavatn og að Vegagerðin geri öryggisúttekt á undirbyggingu Þingvallavegs við Álftavatn. Það gerir nefndin í skýrslu um banaslys á Þingvallavegi í febrúar á þessu ári. Karlmaður á fimmtugsaldri lést í slysinu. Skýrsla rannsóknarnefndar var birt í dag. Innlent 24.10.2025 10:58 Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Snjó hefur kyngt niður á norðan- og austanverðu landinu og þar á meðal á Akureyri. Fótboltaleikur var færður inn og bið í dekkjaskipti telur klukkustundir. Veður 22.10.2025 20:55 Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að falla frá reglugerðarbreytingu sem hefði valdið því að bændur þyrftu meirapróf til að nota dráttarvélar sínar. Innlent 20.10.2025 14:04 Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Íbúi í Fossvogi segir að strætóumferð í gegnum hverfið úr Kópavogi geri það að umferðareyju. Hann segir að sextán strætisvagnar muni keyra í gegnum hverfið á hverri klukkustund verði strætó að ósk sinni að opna þar leið á milli Kópavogs og Reykjavíkur. Innlent 16.10.2025 19:31 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 35 ›
Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Samkvæmt almennum hegningarlögum skal opinber starfsmaður sem gerist sekur um stórfellda eða ítrekaða vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Skoðun 12.11.2025 20:01
Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir gatnamót við Laugarnesskóla standast ítrustu hönnunarviðmið með tilliti til umferðaröryggis en í gær var ekið á barn í annað sinn á skömmum tíma á gatnamótum Kirkjuteigs og Reyjavegar. Hann segir ýmsar úrbætur hafa verið framkvæmdar á síðustu árum. Innlent 12.11.2025 11:51
Enga skammsýni í skammdeginu Vetur konungur minnti á sig fyrir skemmstu þegar snjó kyngdi niður á suðvesturhorninu. Í skammdeginu skapa snjór og myrkur aðstæður sem krefjast varúðar, hvort sem þú ert að keyra, hjóla, ganga eða njóta útivistar. Í þessum aðstæðum er sýnileiki allra vegfarenda lykilatriði og að ökumenn sjái vel út. Skoðun 11.11.2025 17:01
Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Ekið var á tvö níu ára gömul börn um klukkan 14 í dag á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar. Annað var á reiðhjóli. Um mánuður er síðan ekið var á annað barn á sama stað, á sama tíma, um klukkan 14. Innlent 11.11.2025 15:49
Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Strætisvagni var ekið á starfsmann leikskólans Ævintýraborgar við Nauthólsveg í Reykjavík og barn starfsmannsins í morgun. Bæði sluppu við alvarleg meiðsli. Innlent 10.11.2025 14:35
Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Ökumaður var í gær handtekinn við Hamraborg í Kópavogi eftir að hafa endað uppi á vegkanti á flótta sínum frá lögreglu, þar sem hann hafði reynt að komast undan því að blása í áfengismæli. Hann er grunaður um að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Innlent 9.11.2025 11:38
Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Lögregla veitti ökumanni bifreiðar eftirför í hverfi 105 í Reykjavík í nótt þar sem hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglubifreiðarinnar og endaði ökumaður bifreiðarinnar á því að aka upp á kant með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist. Innlent 9.11.2025 09:01
Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Ökumaður var í nótt stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna en hann reyndist vera með börn sín í bifreiðinni. Lögregla hafði samband við barnaverndaryfirvöld sem sendu sína fulltrúa á lögreglustöð. Innlent 8.11.2025 07:27
„Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ Reykjavíkurborg og Vegagerðin vinna nú að því að rótargreina það ástand sem kom til í þarsíðustu viku þegar um 40 sentímetrum af snjó kyngdi niður á rúmum sólarhring á suðvesturhorni landsins. Einar Pálsson, forstöðumaður vegaþjónustu hjá Vegagerðinni, er ekki viss um hvort eitthvað hefði verið hægt að gera öðruvísi en segir Vegagerðina alltaf vilja gera betur. Innlent 7.11.2025 13:41
Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Karlmaður á níræðisaldri lést í mars á þessu ári þegar tvær Land Cruiser-bifreiðar lentu saman á Hrunavegi nærri Flúðum í Hrunamannahreppi þegar ökumaður annars bílsins ók inn á rangan vegarhelming. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu af slysstað. Hvorugur þeirra var í bílbelti þegar áreksturinn átti sér stað og telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa, RNSA, að öryggisbelti hefðu getað verndað báða ökumenn og dregið úr áverkum þeirra. Innlent 6.11.2025 11:02
Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Tæplega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir ítrekuð umferðar- og fíkniefnalagabrot. Hann hefur einnig endurtekið rofið skilorð með slíku háttarlega sínu. Innlent 4.11.2025 11:38
Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Gottlieb Konráðsson, Gotti mokari, segir betur þurfa að skipuleggja snjómokstur á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur að of mikið salt sé notað á göturnar á meðan snjói. Það eigi að geyma það þar til enginn skafrenningur er og snjókoma. Þannig virki saltið best. Gottlieb var til viðtals um snjómokstur í Bítinu á Bylgjunni. Hann mokar til dæmis á Hellisheiðinni. Innlent 31.10.2025 08:58
Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Formaður reiðhjólabænda segir ekki mikið hafa mátt útaf bregða í gær þegar ökumaður keyrði utan í hjólreiðamann í Grafarvogi. Hann segir viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg en að samskipti þessara tveggja hópa gætu verið betri. Innlent 30.10.2025 21:30
Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Karlmaður á fimmtugsaldri, sem lést eftir að bíl var ekið á hann á Reykjanesbraut við Álfabakka í apríl á þessu ári, var ofurölvi þegar banaslysið varð. Maðurinn hafði skyndilega hlaupið út á Reykjanesbraut og hrasað í veg fyrir bíl. Innlent 30.10.2025 10:38
Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. Innlent 29.10.2025 21:09
„Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað. Innlent 29.10.2025 18:50
Leita konu sem ók á konu og stakk af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns, sem vitni segja vera konu, sem ók á konu á rafmagnshlaupahjóli á hjólastíg við Hverfisgötu í Reykjavík, á móts við Þjóðleikhúsið, þriðjudagsmorguninn 7. október síðastliðinn rétt fyrir klukkan níu. Innlent 29.10.2025 11:58
Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir stöðuna enn erfiða í umferðinni. Sjálfur fór hann út klukkan sjö í morgun. Hann segir lögreglu svekkta í gær að sjá hversu margir fóru út á vanbúnum bílum í gær. Innlent 29.10.2025 08:41
Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Vís hefur verið gert að greiða manni bætur vegna slyss sem hann varð fyrir þegar hann lenti í árekstri við bifreið þegar hann var á rafhlaupahjóli. Tryggingafélagið hafði neitað að viðurkenna bótaskyldu sína vegna breytinga sem maðurinn hafði gert á hlaupahjólinu. Innlent 28.10.2025 14:00
Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Miklar tafir eru enn á stóru umferðaræðunum til Reykjavíkur vegna umferðaróhappa og ökutækja sem eru á sumardekkjum. Viðbragðsaðilar eru í mikilli hættu þegar þeir eru að reyna að aðstoða ökumenn sem eiga í erfiðleikum vegna þess að ökumenn aka ekki varlega í þessari færð. Innlent 28.10.2025 08:59
Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Ungur karlmaður sem hafnaði í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á föstudagskvöldið er úr lífshættu. Hann er enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Þetta staðfestir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við Vísi. Innlent 27.10.2025 14:24
Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Eigandi dekkjaverkstæðis segist ekki muna eftir öðru eins ástandi og því sem skapaðist í morgun þegar langar biðraðir í dekkjaskipti mynduðust víða. Fréttastofa tók púlsinn á röð við eitt verkstæðið þar sem sumir höfðu beðið í þrjár klukkustundir. Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan sex annað kvöld. Innlent 27.10.2025 12:53
Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Löng röð er að Gúmmívinnustofunni í Skipholti til að komast í dekkjaskipti. Norbert, starfsmaður verkstæðisins, segir líklega um þriggja klukkustunda bið. Hann segir mjög mikið hafa verið að gera í síðustu viku en ekki eins og í dag. Innlent 27.10.2025 08:47
Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Líðan unga ökumannsins sem lenti í sjónum á Ísafirði í gærkvöldi er góð eftir atvikum, að sögn lögreglu. Hann var í sjónum skemur en hálftíma og var einn í bílnum. Innlent 25.10.2025 11:00
Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Lögregluþjónar handtóku í nótt mann sem var grímuklæddur og mjög ölvaður. Hann hafði verið að slást í miðbænum en samkvæmt dagbók lögreglu var gat hann ekki valdið sjálfum sér vegna ölvunar og var vistaður í fangaklefa. Innlent 25.10.2025 07:19
Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Meta ætti hvort ástæða sé til þess að breyta reglum um loftrýmið í kringum Reykjavíkurflugvöll eftir alvarlegt flugatvik þar sem lá við árekstri tveggja kennsluflugvéla yfir Kópavogi í fyrra. Þetta er tillaga rannsóknarnefndar samgönguslysa eftir rannsókn hennar á atvikinu. Innlent 24.10.2025 11:48
Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Vegagerðar að endurskoða hálkuvarnir á Þingvallavegi með tilliti til vegarkaflans við Álftavatn og að Vegagerðin geri öryggisúttekt á undirbyggingu Þingvallavegs við Álftavatn. Það gerir nefndin í skýrslu um banaslys á Þingvallavegi í febrúar á þessu ári. Karlmaður á fimmtugsaldri lést í slysinu. Skýrsla rannsóknarnefndar var birt í dag. Innlent 24.10.2025 10:58
Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Snjó hefur kyngt niður á norðan- og austanverðu landinu og þar á meðal á Akureyri. Fótboltaleikur var færður inn og bið í dekkjaskipti telur klukkustundir. Veður 22.10.2025 20:55
Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að falla frá reglugerðarbreytingu sem hefði valdið því að bændur þyrftu meirapróf til að nota dráttarvélar sínar. Innlent 20.10.2025 14:04
Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Íbúi í Fossvogi segir að strætóumferð í gegnum hverfið úr Kópavogi geri það að umferðareyju. Hann segir að sextán strætisvagnar muni keyra í gegnum hverfið á hverri klukkustund verði strætó að ósk sinni að opna þar leið á milli Kópavogs og Reykjavíkur. Innlent 16.10.2025 19:31