Innlent

Erfitt að manna þjónustu við aldraða

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Þau sem starfa við þjónustu aldraðra telja að stórauka þurfi þjónustuna og segja helstu áskoranir felast í ónógu fjármagni og erfiðleikum við að manna stöður. Einnig að leita þurfi leiða til að tryggja aðgengi að þjónustunni fyrir aldraða íbúa á landsbyggðinni.

Þetta kemur fram í niðurstöðum kortlagningar Félagsvísindastofnunar á þjónustu við aldraða sem gerð var fyrir velferðarráðuneytið. Tekin voru viðtöl við starfsfólk í þjónustu við aldraðra, aðra en þá sem veitt er á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

Í lögum um málefni aldraðra er lögð áhersla á að þeir geti búið eins lengi og unnt er við eðlilegt heimilislíf. Aðeins þrettán prósent svarenda telur því markmiði hafa verið náð. 42% svarenda segja vanta mjög mikið eða frekar mikið upp á til að ná markmiðinu. Starfsfólk var þá spurt hvað það væri sem torveldi þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu. 75% telur vanta aukið fjármagn í málaflokkinn og það hlutfall fór upp í 90% í fjölmennustu sveitarfélögunum. 72% segja erfitt að manna stöður.

Tæplega helmingur segir vanta upp á stefnumótun, 38% segja vanta aðstöðu eða húsnæði fyrir þjónustu, og sami fjöldi telur langar vegalengdir koma í veg fyrir góða þjónustu.

Starfsfólk segir helst þjónustu við fólk með heilabilun ábótavant eða þriðjungur svarenda. Snýr það þá helst að dagþjálfun fyrir heilabilaða en um 35-40 manns er á biðlista núna.

Svarendur höfðu þá sérstaklega áhyggjur af aðstandendum heilabilaðra þar sem það bitni á þeim þegar þjónusta er ófullnægjandi og því sé brýnt að auka þjónustu og stuðning við þá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×