Umdeild mál ekki leyfð á veggjum Leifsstöðvar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. október 2018 06:00 Skiltið hékk í innritunarsal Leifsstöðvar í tíu daga en var þá tekið niður að ákvörðun Isavia. Ákvörðun sem kom Icelandic Wildlife Fund mjög á óvart. IWF „Mér finnst þetta nú fyrst og fremst snúast um tjáningarfrelsi og hvort þetta opinbera félag megi koma í veg fyrir að félagasamtök birti auglýsingu, sem varðar almannahagsmuni og á því erindi til almennings, í rými þar sem auglýsingar eru almennt leyfðar,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, en nýtt og breytt auglýsingaskilti samtakanna fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð, þrátt fyrir breytingar sem gerðar hafa verið á texta þess eftir niðurstöðu siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Eins og Fréttablaðið greindi frá lét Isavia fjarlægja skilti samtakanna úr komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í júlí, þegar skiltið hafði hangið þar í tíu daga. Rök Isavia fyrir því að taka auglýsinguna niður voru meðal annars að hún lyti að álitaefni sem tveir hópar tækjust á um í samfélaginu og Isavia hefði litið svo á að auglýsingin bryti í bága við siðareglur SÍA sem kveði á um að auglýsingar skuli ekki vera rangar og hvorki vega að öðru fólki né fyrirtækjum. Á skiltinu umdeilda var fjallað um neikvæð áhrif stórfellds laxeldis í opnum sjókvíum á umhverfið og einkum á villta Atlantshafslaxinn og vísað til Íslands sem síðasta vígis stofnsins. Samtökin kvörtuðu til siðanefndarinnar, sem komst, eftir langa yfirlegu, að þeirri niðurstöðu að ekki væri vegið að öðrum fyrirtækjum með efni skiltisins og helstu rök Isavia fyrir því að taka skiltið niður stæðust því ekki. Í áliti nefndarinnar kemur fram að hún hafni því ekki að fullyrðingar á skiltinu um að Ísland sé síðasta vígi Atlantshafslaxins og að laxeldi í opnum sjókvíum leiði til útrýmingar hinna einstöku villtu laxastofna Íslands, kunni að vera sannar, en telur þó að með fullyrðingunum sé engu að síður of fast að orði kveðið. Í kjölfar niðurstöðu siðanefndarinnar sendu samtökin tillögu um nýtt skilti, þar sem ekki er eins fast að orði kveðið, til Isavia með ósk um uppsetningu. Isavia hefur nú synjað uppsetningu skiltisins með þeim rökum að auglýsingarými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli séu nýtt til að kynna vörur eða þjónustu en verði ekki vettvangur deilna um viðkvæm og umdeild málefni. Svo segir í rökstuðningi Isavia: „Það er ljóst að auglýsing IWF fjallar um viðkvæmt málefni sem er mikið deilumál í íslensku þjóðlífi og stjórnmálum nú um stundir. Isavia mun því ekki veita heimild fyrir því að sú auglýsing sem borist hefur frá IWF verði sett upp í flugstöðinni. Það sama gildir um allar auglýsingar sama eðlis, algjörlega óháð málefnum eða þeirri afstöðu sem fram í þeim kemur.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Mér finnst þetta nú fyrst og fremst snúast um tjáningarfrelsi og hvort þetta opinbera félag megi koma í veg fyrir að félagasamtök birti auglýsingu, sem varðar almannahagsmuni og á því erindi til almennings, í rými þar sem auglýsingar eru almennt leyfðar,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, en nýtt og breytt auglýsingaskilti samtakanna fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð, þrátt fyrir breytingar sem gerðar hafa verið á texta þess eftir niðurstöðu siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Eins og Fréttablaðið greindi frá lét Isavia fjarlægja skilti samtakanna úr komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í júlí, þegar skiltið hafði hangið þar í tíu daga. Rök Isavia fyrir því að taka auglýsinguna niður voru meðal annars að hún lyti að álitaefni sem tveir hópar tækjust á um í samfélaginu og Isavia hefði litið svo á að auglýsingin bryti í bága við siðareglur SÍA sem kveði á um að auglýsingar skuli ekki vera rangar og hvorki vega að öðru fólki né fyrirtækjum. Á skiltinu umdeilda var fjallað um neikvæð áhrif stórfellds laxeldis í opnum sjókvíum á umhverfið og einkum á villta Atlantshafslaxinn og vísað til Íslands sem síðasta vígis stofnsins. Samtökin kvörtuðu til siðanefndarinnar, sem komst, eftir langa yfirlegu, að þeirri niðurstöðu að ekki væri vegið að öðrum fyrirtækjum með efni skiltisins og helstu rök Isavia fyrir því að taka skiltið niður stæðust því ekki. Í áliti nefndarinnar kemur fram að hún hafni því ekki að fullyrðingar á skiltinu um að Ísland sé síðasta vígi Atlantshafslaxins og að laxeldi í opnum sjókvíum leiði til útrýmingar hinna einstöku villtu laxastofna Íslands, kunni að vera sannar, en telur þó að með fullyrðingunum sé engu að síður of fast að orði kveðið. Í kjölfar niðurstöðu siðanefndarinnar sendu samtökin tillögu um nýtt skilti, þar sem ekki er eins fast að orði kveðið, til Isavia með ósk um uppsetningu. Isavia hefur nú synjað uppsetningu skiltisins með þeim rökum að auglýsingarými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli séu nýtt til að kynna vörur eða þjónustu en verði ekki vettvangur deilna um viðkvæm og umdeild málefni. Svo segir í rökstuðningi Isavia: „Það er ljóst að auglýsing IWF fjallar um viðkvæmt málefni sem er mikið deilumál í íslensku þjóðlífi og stjórnmálum nú um stundir. Isavia mun því ekki veita heimild fyrir því að sú auglýsing sem borist hefur frá IWF verði sett upp í flugstöðinni. Það sama gildir um allar auglýsingar sama eðlis, algjörlega óháð málefnum eða þeirri afstöðu sem fram í þeim kemur.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00