Komu að læstum dyrum á íbúafundi: „Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2018 21:45 Svona var aðkoman að fundarstað. Allt harðlæst. Mynd/Trausti Harðarson Íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal þurftu sumir hverjir frá að hverfa eftir að þeir komu að læstum dyrum í Dalskóla í Úlfarsárdal þar sem samráðsfundar um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar var haldinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan 19.30 en fundargestir komu að lokuðum dyrum.„Ég var mættur þarna sjálfur þarna 16 mínútur yfir sjö. Við löbbum þarna um og það er allt slökkt og læst. Svo finnur einn ólæsta hurð á einhverjum milligangi. Þá var klukkan korter í átta. Þar kemur kona sem segist hafa boðað fundinn,“ segir Árni Guðmundsson, varaformaður hverfisráðs Grafarvogs en fundurinn átti að fara fram í Dalskóla í Úlfarsárdal og var hann haldinn fyrir íbúa Grafarholts, Grafarvogs og Úlfarsársdals.Að sögn Árna mætti Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður hins þverpólitíska stýrihóps kjörinna borgarfulltrúa sem boðaði til fundarins, um klukkan átta, hálftíma eftir að fundurinn átti að hefjast. Dóra Björt segir hins vegar í samtali við Vísi að það sé af og frá að hún og aðrir fulltrúar hafi mætt of seint á fundinn. Hún hafi verið mætt fyrir klukkan 19.30, það geti fjöldi manns staðfest. Fundargestir komust að lokum innn í hlýjunaMynd/Trausti Harðarson.„Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum,“ segir Árni sem segir að það sé virðingarleysi af hálfu fulltrúa nefndarinnar að hafa ekki mætt á réttum tíma og í öðru lagi að ekki hafi ekki verið betur staðið að skipulagningu fundarins en svo að skólahúsið hafi verið harðlæst þegar gesti bar að garði. „Þetta er náttúrulega ekki hægt. Ég er ennþá skjálfandi úr kulda,“ segir Árni. Undir orð Árna tekur Trausti Harðarsson sem einnig var á fundinum. „Þetta var bara móðgun og hneyksli að það sé ekki búið að undirbúa íbúarfund fyrir íbúa í 35 þúsund manna hverfi og þú mætir ekki einu sinni á réttum tíma á eigin fund. Maður vissi svo sem ekki hvort maður ætti að hlæja eða vera reiður,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Trausti segir að margir hverjir af þeim sem hafi ætlað að mæta á fundinn hafi yfirgefið svæðið og krafist þess að boðað yrði til nýs fundar sem hann segir að Dóra Björt hafi orðið við. Í stýrihópnum sitja auk Dóru Bjartar, Þorkell Heiðarsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, Örn Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Borgarstjórn Tengdar fréttir „Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður stýrihóps um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að fulltrúar hópsins hafi mætt of seint á boðaðan fund hópsins í Dalskóla í Úlfarsárdal í kvöld. 25. október 2018 22:30 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal þurftu sumir hverjir frá að hverfa eftir að þeir komu að læstum dyrum í Dalskóla í Úlfarsárdal þar sem samráðsfundar um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar var haldinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan 19.30 en fundargestir komu að lokuðum dyrum.„Ég var mættur þarna sjálfur þarna 16 mínútur yfir sjö. Við löbbum þarna um og það er allt slökkt og læst. Svo finnur einn ólæsta hurð á einhverjum milligangi. Þá var klukkan korter í átta. Þar kemur kona sem segist hafa boðað fundinn,“ segir Árni Guðmundsson, varaformaður hverfisráðs Grafarvogs en fundurinn átti að fara fram í Dalskóla í Úlfarsárdal og var hann haldinn fyrir íbúa Grafarholts, Grafarvogs og Úlfarsársdals.Að sögn Árna mætti Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður hins þverpólitíska stýrihóps kjörinna borgarfulltrúa sem boðaði til fundarins, um klukkan átta, hálftíma eftir að fundurinn átti að hefjast. Dóra Björt segir hins vegar í samtali við Vísi að það sé af og frá að hún og aðrir fulltrúar hafi mætt of seint á fundinn. Hún hafi verið mætt fyrir klukkan 19.30, það geti fjöldi manns staðfest. Fundargestir komust að lokum innn í hlýjunaMynd/Trausti Harðarson.„Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum,“ segir Árni sem segir að það sé virðingarleysi af hálfu fulltrúa nefndarinnar að hafa ekki mætt á réttum tíma og í öðru lagi að ekki hafi ekki verið betur staðið að skipulagningu fundarins en svo að skólahúsið hafi verið harðlæst þegar gesti bar að garði. „Þetta er náttúrulega ekki hægt. Ég er ennþá skjálfandi úr kulda,“ segir Árni. Undir orð Árna tekur Trausti Harðarsson sem einnig var á fundinum. „Þetta var bara móðgun og hneyksli að það sé ekki búið að undirbúa íbúarfund fyrir íbúa í 35 þúsund manna hverfi og þú mætir ekki einu sinni á réttum tíma á eigin fund. Maður vissi svo sem ekki hvort maður ætti að hlæja eða vera reiður,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Trausti segir að margir hverjir af þeim sem hafi ætlað að mæta á fundinn hafi yfirgefið svæðið og krafist þess að boðað yrði til nýs fundar sem hann segir að Dóra Björt hafi orðið við. Í stýrihópnum sitja auk Dóru Bjartar, Þorkell Heiðarsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, Örn Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Borgarstjórn Tengdar fréttir „Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður stýrihóps um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að fulltrúar hópsins hafi mætt of seint á boðaðan fund hópsins í Dalskóla í Úlfarsárdal í kvöld. 25. október 2018 22:30 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
„Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður stýrihóps um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að fulltrúar hópsins hafi mætt of seint á boðaðan fund hópsins í Dalskóla í Úlfarsárdal í kvöld. 25. október 2018 22:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent