Strákarnir úr leik í Katar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. október 2018 16:50 Valgarð á EM í sumar vísir/getty Íslensku karlkeppendurnir hafa lokið keppni á HM í áhaldafimleikum. Valgarð Reinhardsson náði bestum árangri íslensku strákanna. Valgarð komst fyrstur Íslendinga í úrslit á EM í sumar með frábærum árangri í stökki en hann náði ekki að fylgja því eftir í dag. Hann fékk 13,316 í einkunn fyrir stökkin sín sem skilaði honum í 12. sæti eftir fyrri dag undanúrslitanna í karlaflokki. Í fjölþrautinni var hann samtals með 69,198 stig á áhöldunum sex. „Það fór eiginlega bara allt úrskeiðis,“ sagði Valgarð í viðtali við Fimleikasamband Íslands eftir að hann lauk keppni. „Ég réð engan veginn við hitann sem er hérna og var bara ekki alveg tilbúinn fyrir þetta.“ Eyþór Baldursson fékk 66,031 í heildareinkunn. Hans besta áhald var bogahesturinn þar sem hann var í 59. sæti. „Það gekk ekkert almennilega upp. Við erum smá svekktir en svona er þetta sport og maður verður bara að halda áfram,“ sagði Eyþór að keppni lokinni. „Gólfið byrjaði illa hjá mér og síðan vorum við bara ekki að hitta á það sem við vildum hitta á.“ Jón Gunnarsson var að glíma við meiðsli í baki og keppti því aðeins á þremur áhöldum. Hann fékk 9,733 á bogahesti, 11,000 á svifrá og 12,700 á hringjunum sem voru jafnframt hans besta áhald. Þar lenti hann í 39. sæti „Gaman að hafa klárað þetta og engin föll hjá mér í dag. Hnökrar hér og þar en ekkert stórmál,“ sagði Jón. Þar sem Jón keppti ekki á öllum áhöldum telja stig íslensku strákanna ekki í liðakeppninni, þar eru þrjár bestu einkunnir liðsins á hverju áhaldi taldar saman. Kvennalið Íslands hefur leik á laugardag. Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Íslensku karlkeppendurnir hafa lokið keppni á HM í áhaldafimleikum. Valgarð Reinhardsson náði bestum árangri íslensku strákanna. Valgarð komst fyrstur Íslendinga í úrslit á EM í sumar með frábærum árangri í stökki en hann náði ekki að fylgja því eftir í dag. Hann fékk 13,316 í einkunn fyrir stökkin sín sem skilaði honum í 12. sæti eftir fyrri dag undanúrslitanna í karlaflokki. Í fjölþrautinni var hann samtals með 69,198 stig á áhöldunum sex. „Það fór eiginlega bara allt úrskeiðis,“ sagði Valgarð í viðtali við Fimleikasamband Íslands eftir að hann lauk keppni. „Ég réð engan veginn við hitann sem er hérna og var bara ekki alveg tilbúinn fyrir þetta.“ Eyþór Baldursson fékk 66,031 í heildareinkunn. Hans besta áhald var bogahesturinn þar sem hann var í 59. sæti. „Það gekk ekkert almennilega upp. Við erum smá svekktir en svona er þetta sport og maður verður bara að halda áfram,“ sagði Eyþór að keppni lokinni. „Gólfið byrjaði illa hjá mér og síðan vorum við bara ekki að hitta á það sem við vildum hitta á.“ Jón Gunnarsson var að glíma við meiðsli í baki og keppti því aðeins á þremur áhöldum. Hann fékk 9,733 á bogahesti, 11,000 á svifrá og 12,700 á hringjunum sem voru jafnframt hans besta áhald. Þar lenti hann í 39. sæti „Gaman að hafa klárað þetta og engin föll hjá mér í dag. Hnökrar hér og þar en ekkert stórmál,“ sagði Jón. Þar sem Jón keppti ekki á öllum áhöldum telja stig íslensku strákanna ekki í liðakeppninni, þar eru þrjár bestu einkunnir liðsins á hverju áhaldi taldar saman. Kvennalið Íslands hefur leik á laugardag.
Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira