Þurfum að senda þau skilaboð að iðnnám loki engum leiðum Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. október 2018 09:00 Hlutfall nemenda í starfsnámi á framhaldsskólastigi er töluvert lægra á Íslandi en að meðaltli í ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Við þurfum að þora að leggja fjölbreytt mat á nemendurna sem koma úr skólakerfinu okkar og senda krökkum og foreldrum þau skilaboð að það loki ekki leiðum að velja iðnnám. Þetta eru skilaboð sem við verðum að senda því fólk er fast í þessari kreddu, að maður verði að hafa stúdentspróf,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur ásamt átta flokkssystkinum sínum lagt fram frumvarp á Alþingi um að sveinspróf verði metið til jafns við stúdentspróf sem inntökuskilyrði í háskóla. „Það hefur ýmislegt verið gert til að efla iðnnám en við erum samt ekki að sjá neinar umtalsverðar breytingar á fjölda þeirra sem fara í iðnnám. Við þurfum að ráðast í miklu stærri breytingar. Þótt þetta frumvarp snúi aðeins að þessu eina atriði held ég að það yrði mikil breyting ef við færum að gefa stúdentsprófi og sveinsprófi sama vægi.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.Vísir/VilhelmÁslaug Arna bendir á að of miklar skorður séu settar á möguleika fólks til að sækja sér aukna menntun þótt háskólum yrði áfram í sjálfsvald sett að setja sérstakar inntökukröfur í einstaka greinum. „Það mun reynast okkur dýrmætt ef við fáum inn í háskólana fólk með fjölbreyttari bakgrunn.“ Hún segir að hér sé líka um ímyndarvanda að ræða. „Hluti þess vanda er sá að löggjafinn er búinn að ákveða að þetta sé svona. Löggjafinn á ekki að mismuna þessum námsleiðum.“ Í gær fór einnig fram sérstök umræða á Alþingi um stöðu iðnmenntunar þar sem Áslaug Arna var málshefjandi en Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra tók einnig þátt. „Ráðherrann fór yfir ýmsar kerfisbreytingar sem unnið er að og tók vel í umræðuna. Ég vildi setja þetta á dagskrá því ég tel vandann alvarlegri en fólk gerir sér grein fyrir. Þrátt fyrir stafræna byltingu verður áfram þörf fyrir fólk með þessa færni og þekkingu þótt störfin breytist. Frumvarpið er hugsað sem eitt skref af mörgum sem þarf að taka.“ Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, segist fagna frumvarpinu. „Við höfum lengi sagt að við viljum hindranalaust nám og teljum að við fengjum meira streymi inn í iðngreinarnar með svona breytingu. Það er mjög mikilvægt að fá samfellu í framhaldsnámið.“ Hann segir að iðnmenntun ætti að nýtast vel sem grunnur inn í margt háskólanám og tekur sem dæmi verkfræði og arkitektúr. „Ef af þessu yrði myndi fjölbreytni í framhaldsnáminu aukast því það væri ekki bara fólk með stúdentspróf að koma inn í háskólana.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stelpur á móti straumnum Konur sem velja að læra karllægar iðngreinar eru fyrirmyndir yngri stelpna og annarra kvenna í samfélaginu. Það er ein niðurstaða átaksins #kvennastarf sem hófst í vor fyrir tilstilli allra iðn- og verkmenntaskóla landsins. Stúlkur í iðnnámi og aðrar sem hafa nýlokið slíku námi ræddu um stöðuna við blaðamann. Þær eru bjartsýnar á atvinnumöguleika sína og ánægðar með námið. 9. desember 2017 13:00 Halda að iðnaðarstörfum fylgi óhreinindi, hávaði og kuldi Bæta þarf ímynd iðnnáms hér á landi að mati sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins sem segir að ungt fólk sé upp til hópa með ranghugmyndir um eðli og fjölbreytni námsins 4. október 2018 18:45 Lykilatriði sé að breyta viðhorfum foreldranna Algjört hrun hefur orðið í fjölda útskrifaðra iðnnema frá hruni. Formaður Samtaka iðnaðarins segir þörf á að efla iðnmenntun i grunnskólum og breyta viðhorfi foreldra. 19. maí 2018 07:15 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
„Við þurfum að þora að leggja fjölbreytt mat á nemendurna sem koma úr skólakerfinu okkar og senda krökkum og foreldrum þau skilaboð að það loki ekki leiðum að velja iðnnám. Þetta eru skilaboð sem við verðum að senda því fólk er fast í þessari kreddu, að maður verði að hafa stúdentspróf,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur ásamt átta flokkssystkinum sínum lagt fram frumvarp á Alþingi um að sveinspróf verði metið til jafns við stúdentspróf sem inntökuskilyrði í háskóla. „Það hefur ýmislegt verið gert til að efla iðnnám en við erum samt ekki að sjá neinar umtalsverðar breytingar á fjölda þeirra sem fara í iðnnám. Við þurfum að ráðast í miklu stærri breytingar. Þótt þetta frumvarp snúi aðeins að þessu eina atriði held ég að það yrði mikil breyting ef við færum að gefa stúdentsprófi og sveinsprófi sama vægi.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.Vísir/VilhelmÁslaug Arna bendir á að of miklar skorður séu settar á möguleika fólks til að sækja sér aukna menntun þótt háskólum yrði áfram í sjálfsvald sett að setja sérstakar inntökukröfur í einstaka greinum. „Það mun reynast okkur dýrmætt ef við fáum inn í háskólana fólk með fjölbreyttari bakgrunn.“ Hún segir að hér sé líka um ímyndarvanda að ræða. „Hluti þess vanda er sá að löggjafinn er búinn að ákveða að þetta sé svona. Löggjafinn á ekki að mismuna þessum námsleiðum.“ Í gær fór einnig fram sérstök umræða á Alþingi um stöðu iðnmenntunar þar sem Áslaug Arna var málshefjandi en Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra tók einnig þátt. „Ráðherrann fór yfir ýmsar kerfisbreytingar sem unnið er að og tók vel í umræðuna. Ég vildi setja þetta á dagskrá því ég tel vandann alvarlegri en fólk gerir sér grein fyrir. Þrátt fyrir stafræna byltingu verður áfram þörf fyrir fólk með þessa færni og þekkingu þótt störfin breytist. Frumvarpið er hugsað sem eitt skref af mörgum sem þarf að taka.“ Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, segist fagna frumvarpinu. „Við höfum lengi sagt að við viljum hindranalaust nám og teljum að við fengjum meira streymi inn í iðngreinarnar með svona breytingu. Það er mjög mikilvægt að fá samfellu í framhaldsnámið.“ Hann segir að iðnmenntun ætti að nýtast vel sem grunnur inn í margt háskólanám og tekur sem dæmi verkfræði og arkitektúr. „Ef af þessu yrði myndi fjölbreytni í framhaldsnáminu aukast því það væri ekki bara fólk með stúdentspróf að koma inn í háskólana.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stelpur á móti straumnum Konur sem velja að læra karllægar iðngreinar eru fyrirmyndir yngri stelpna og annarra kvenna í samfélaginu. Það er ein niðurstaða átaksins #kvennastarf sem hófst í vor fyrir tilstilli allra iðn- og verkmenntaskóla landsins. Stúlkur í iðnnámi og aðrar sem hafa nýlokið slíku námi ræddu um stöðuna við blaðamann. Þær eru bjartsýnar á atvinnumöguleika sína og ánægðar með námið. 9. desember 2017 13:00 Halda að iðnaðarstörfum fylgi óhreinindi, hávaði og kuldi Bæta þarf ímynd iðnnáms hér á landi að mati sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins sem segir að ungt fólk sé upp til hópa með ranghugmyndir um eðli og fjölbreytni námsins 4. október 2018 18:45 Lykilatriði sé að breyta viðhorfum foreldranna Algjört hrun hefur orðið í fjölda útskrifaðra iðnnema frá hruni. Formaður Samtaka iðnaðarins segir þörf á að efla iðnmenntun i grunnskólum og breyta viðhorfi foreldra. 19. maí 2018 07:15 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Stelpur á móti straumnum Konur sem velja að læra karllægar iðngreinar eru fyrirmyndir yngri stelpna og annarra kvenna í samfélaginu. Það er ein niðurstaða átaksins #kvennastarf sem hófst í vor fyrir tilstilli allra iðn- og verkmenntaskóla landsins. Stúlkur í iðnnámi og aðrar sem hafa nýlokið slíku námi ræddu um stöðuna við blaðamann. Þær eru bjartsýnar á atvinnumöguleika sína og ánægðar með námið. 9. desember 2017 13:00
Halda að iðnaðarstörfum fylgi óhreinindi, hávaði og kuldi Bæta þarf ímynd iðnnáms hér á landi að mati sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins sem segir að ungt fólk sé upp til hópa með ranghugmyndir um eðli og fjölbreytni námsins 4. október 2018 18:45
Lykilatriði sé að breyta viðhorfum foreldranna Algjört hrun hefur orðið í fjölda útskrifaðra iðnnema frá hruni. Formaður Samtaka iðnaðarins segir þörf á að efla iðnmenntun i grunnskólum og breyta viðhorfi foreldra. 19. maí 2018 07:15