Ekki óeðlilegt að Seðlabankinn grípi inn í gjaldeyrismarkaðinn Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. október 2018 08:00 Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku. Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir ekki óeðlilegt að Seðlabanki Íslands grípi inn í gjaldeyrismarkaðinn þegar eins konar „spírall“ skapast á markaðinum, líkt og gerðist á miðvikudag. Slíkar aðstæður geti valdið því að gengi krónunnar hreyfist meira en undirliggjandi forsendur séu fyrir. Seðlabankinn greip inn í markaðinn með því að selja samtals níu milljónir evra, jafnvirði um 1,2 milljarða króna, eftir að gengi krónunnar hafði veikst skarpt. Veikingin kom einkum til af því að ekki fundust nægilega margir kaupendur á gjaldeyrismarkaði að krónum sem bandaríski stórbankinn Goldman Sachs hafði boðið til sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn í haust sem Seðlabankinn grípur inn í markaðinn en hann seldi gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna um miðjan síðasta mánuð. Voru það fyrstu inngrip bankans í tíu mánuði. Í báðum tilfellum stöðvuðu kaup bankans á krónum gengisveikinguna sem gekk að mestu til baka. „Ef um er að ræða lengri tíma þróun sem efnahagslegar forsendur eru fyrir, svo sem veikingu krónunnar yfir nokkurra mánaða tímabil vegna minnkandi viðskiptaafgangs, þá væri mjög óeðlilegt og kostnaðarsamt ef Seðlabankinn myndi grípa inn í til þess að reyna að eiga við þá langtímaþróun,“ segir Kristrún í samtali við Fréttablaðið. Hins vegar geti ákveðnar sveiflur skapast á gjaldeyrismarkaði sem geri það að verkum að það gæti þótt eðlilegt að Seðlabankinn gripi inn í. Þróunin á síðustu vikum sé gott dæmi um það. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart,“ útskýrir Kristrún, „að gengið hafi verið að veikjast. Það er margt sem bendir til þess að það hafi verið pressa í þá áttina þó svo að það hafi ekki komið neitt stórt utanaðkomandi áfall. Viðskiptaafgangur hefur farið minnkandi en það er fyrst og fremst skortur á fjármagnsflæði sem hefur ýtt undir þessa miklu veikingu sem við höfum séð nú á skömmum tíma. Fáir fjárfestar hafa viljað kaupa krónur. Það getur gert það að verkum að ef einn stór fjárfestir vill selja krónur fyrir háa upphæð, eins og gerðist fyrr í vikunni, þá eru einfaldlega ekki nógu margir kaupendur á markaðinum. Fjármagnið hringlar þannig í kerfinu og það skapast eins konar spírall á markaðinum sem getur valdið því að gengið hreyfist umtalsvert meira en undirliggjandi forsendur eru fyrir,“ segir Kristrún. Undir slíkum kringumstæðum sé ekkert óeðlilegt við að Seðlabankinn grípi inn í. kristinningi@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Viðskipti Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. 23. október 2018 13:45 Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. 24. október 2018 19:00 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir ekki óeðlilegt að Seðlabanki Íslands grípi inn í gjaldeyrismarkaðinn þegar eins konar „spírall“ skapast á markaðinum, líkt og gerðist á miðvikudag. Slíkar aðstæður geti valdið því að gengi krónunnar hreyfist meira en undirliggjandi forsendur séu fyrir. Seðlabankinn greip inn í markaðinn með því að selja samtals níu milljónir evra, jafnvirði um 1,2 milljarða króna, eftir að gengi krónunnar hafði veikst skarpt. Veikingin kom einkum til af því að ekki fundust nægilega margir kaupendur á gjaldeyrismarkaði að krónum sem bandaríski stórbankinn Goldman Sachs hafði boðið til sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn í haust sem Seðlabankinn grípur inn í markaðinn en hann seldi gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna um miðjan síðasta mánuð. Voru það fyrstu inngrip bankans í tíu mánuði. Í báðum tilfellum stöðvuðu kaup bankans á krónum gengisveikinguna sem gekk að mestu til baka. „Ef um er að ræða lengri tíma þróun sem efnahagslegar forsendur eru fyrir, svo sem veikingu krónunnar yfir nokkurra mánaða tímabil vegna minnkandi viðskiptaafgangs, þá væri mjög óeðlilegt og kostnaðarsamt ef Seðlabankinn myndi grípa inn í til þess að reyna að eiga við þá langtímaþróun,“ segir Kristrún í samtali við Fréttablaðið. Hins vegar geti ákveðnar sveiflur skapast á gjaldeyrismarkaði sem geri það að verkum að það gæti þótt eðlilegt að Seðlabankinn gripi inn í. Þróunin á síðustu vikum sé gott dæmi um það. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart,“ útskýrir Kristrún, „að gengið hafi verið að veikjast. Það er margt sem bendir til þess að það hafi verið pressa í þá áttina þó svo að það hafi ekki komið neitt stórt utanaðkomandi áfall. Viðskiptaafgangur hefur farið minnkandi en það er fyrst og fremst skortur á fjármagnsflæði sem hefur ýtt undir þessa miklu veikingu sem við höfum séð nú á skömmum tíma. Fáir fjárfestar hafa viljað kaupa krónur. Það getur gert það að verkum að ef einn stór fjárfestir vill selja krónur fyrir háa upphæð, eins og gerðist fyrr í vikunni, þá eru einfaldlega ekki nógu margir kaupendur á markaðinum. Fjármagnið hringlar þannig í kerfinu og það skapast eins konar spírall á markaðinum sem getur valdið því að gengið hreyfist umtalsvert meira en undirliggjandi forsendur eru fyrir,“ segir Kristrún. Undir slíkum kringumstæðum sé ekkert óeðlilegt við að Seðlabankinn grípi inn í. kristinningi@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Viðskipti Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. 23. október 2018 13:45 Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. 24. október 2018 19:00 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. 23. október 2018 13:45
Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. 24. október 2018 19:00
Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00