Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 25. október 2018 06:00 Tekjur.is var hleypt af stokkunum föstudaginn 12. október. Tekjur.is Skattgreiðendur gætu átt rétt á að fá upplýsingar um hver óskaði eftir og fékk persónuupplýsingar þeirra í hendur á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta segir Jóhann Tómas Sigurðsson, lögmaður og annar eigandi Lagahvols. Á síðustu vikum hefur verið fjallað um vefsíðuna Tekjur.is sem birtir upplýsingar um tekjur allra skattgreiðenda. Eru upplýsingarnar byggðar á skattskrá 2017 sem gefin er út af Ríkisskattstjóra. Notendur kaupa aðgang að vefsíðunni og geta í kjölfarið flett upp tekjum skattgreiðenda. Lögbannskröfu á Tekjur.is var hafnað af sýslumanni í síðustu viku en Persónuvernd hóf í kjölfarið athugun á því hvort heimild væri fyrir vinnslu þessara upplýsinga. Hafði Viskubrunnur ehf., ábyrgðaraðili vefsins, frest til 23. október til að svara stofnuninni. „Það hefur verið fjallað um ágreining um heimild til að vinna upplýsingarnar en réttindi skattgreiðenda, það er hins skráða, hafa fengið minni athygli. Þú sem skattgreiðandi getur sent fyrirspurn til þess sem er að vinna upplýsingarnar og honum ber þá skylda til þess að veita tilteknar upplýsingar,“ segir Jóhann Tómas. Jóhann vísar í lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem tóku gildi í sumar en þannig voru ákvæði svokallaðrar GDPR-reglugerðar lögfest á Íslandi. Segir Jóhann að lögin veiti einstaklingum heimild til að óska eftir upplýsingum um hvaða notendur hafa flett upp tekjum viðkomandi frá því að vefsíðan fór í loftið. „Þá vaknar sú spurning hvaða upplýsingar ábyrgðaraðilanum ber að veita. Það veltur á því hvort réttur skattgreiðanda, það er hins skráða, sé sterkari en réttur áskrifanda til þess að vera ekki nafngreindur. Ég tel að sterk rök hnígi að því en komi upp ágreiningur er það hlutverk Persónuverndar að skera úr um það.“ Jóhann segir að til þess að hægt verði að skera úr um málið þurfi skattgreiðandi að senda beiðni á Tekjur.is þess efnis að gefið verði upp hvaða áskrifendur hafi sótt upplýsingar um viðkomandi. Verði svar vefsins á þá leið að ekki sé unnt að nafngreina áskrifendurna er hægt að óska eftir áliti Persónuverndar. „Það kann að vera niðurstaðan að nágranninn á efri hæðinni eða frændi þinn fái upplýsingar um það að þú hafir flett honum upp á vefnum. Hin sakleysislega uppfletting í skjóli nafnleyndar er því aldrei án ábyrgðar.“ Samkvæmt lögunum getur viðkomandi sent fyrirspurn reglulega, jafnvel í hverjum mánuði, og á rétt á að fá svör án endurgjalds, eða gegn hóflegu gjaldi. Þá ber vefsíðunni að bregðast við fyrirspurninni innan hæfilegs tíma, og í síðasta lagi mánuði eftir að fyrirspurnin barst. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15 Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar lögmanns um lögbann á vefinn Tekjur.is. 17. október 2018 18:06 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Skattgreiðendur gætu átt rétt á að fá upplýsingar um hver óskaði eftir og fékk persónuupplýsingar þeirra í hendur á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta segir Jóhann Tómas Sigurðsson, lögmaður og annar eigandi Lagahvols. Á síðustu vikum hefur verið fjallað um vefsíðuna Tekjur.is sem birtir upplýsingar um tekjur allra skattgreiðenda. Eru upplýsingarnar byggðar á skattskrá 2017 sem gefin er út af Ríkisskattstjóra. Notendur kaupa aðgang að vefsíðunni og geta í kjölfarið flett upp tekjum skattgreiðenda. Lögbannskröfu á Tekjur.is var hafnað af sýslumanni í síðustu viku en Persónuvernd hóf í kjölfarið athugun á því hvort heimild væri fyrir vinnslu þessara upplýsinga. Hafði Viskubrunnur ehf., ábyrgðaraðili vefsins, frest til 23. október til að svara stofnuninni. „Það hefur verið fjallað um ágreining um heimild til að vinna upplýsingarnar en réttindi skattgreiðenda, það er hins skráða, hafa fengið minni athygli. Þú sem skattgreiðandi getur sent fyrirspurn til þess sem er að vinna upplýsingarnar og honum ber þá skylda til þess að veita tilteknar upplýsingar,“ segir Jóhann Tómas. Jóhann vísar í lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem tóku gildi í sumar en þannig voru ákvæði svokallaðrar GDPR-reglugerðar lögfest á Íslandi. Segir Jóhann að lögin veiti einstaklingum heimild til að óska eftir upplýsingum um hvaða notendur hafa flett upp tekjum viðkomandi frá því að vefsíðan fór í loftið. „Þá vaknar sú spurning hvaða upplýsingar ábyrgðaraðilanum ber að veita. Það veltur á því hvort réttur skattgreiðanda, það er hins skráða, sé sterkari en réttur áskrifanda til þess að vera ekki nafngreindur. Ég tel að sterk rök hnígi að því en komi upp ágreiningur er það hlutverk Persónuverndar að skera úr um það.“ Jóhann segir að til þess að hægt verði að skera úr um málið þurfi skattgreiðandi að senda beiðni á Tekjur.is þess efnis að gefið verði upp hvaða áskrifendur hafi sótt upplýsingar um viðkomandi. Verði svar vefsins á þá leið að ekki sé unnt að nafngreina áskrifendurna er hægt að óska eftir áliti Persónuverndar. „Það kann að vera niðurstaðan að nágranninn á efri hæðinni eða frændi þinn fái upplýsingar um það að þú hafir flett honum upp á vefnum. Hin sakleysislega uppfletting í skjóli nafnleyndar er því aldrei án ábyrgðar.“ Samkvæmt lögunum getur viðkomandi sent fyrirspurn reglulega, jafnvel í hverjum mánuði, og á rétt á að fá svör án endurgjalds, eða gegn hóflegu gjaldi. Þá ber vefsíðunni að bregðast við fyrirspurninni innan hæfilegs tíma, og í síðasta lagi mánuði eftir að fyrirspurnin barst.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15 Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar lögmanns um lögbann á vefinn Tekjur.is. 17. október 2018 18:06 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55
Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15
Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar lögmanns um lögbann á vefinn Tekjur.is. 17. október 2018 18:06