Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. október 2018 19:00 Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. Starfsgreinasambandið og VR birtu kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga fyrr í þessum mánuði. Þar er farið fram á að lágmarkslaun hækki í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Reiknað hefur verið út að kröfur Starfsgreinasambandsins feli í einstaka tilvikum í sér allt að 98 prósent launahækkanir. Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu leiða til verðbólgu. Í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu, sem kom út fyrr á þessu ári, segir að lág verðbólga á Íslandi verði aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika. Þróun launavísitölu og kaupmáttar frá 1989 sýnir svart á hvítu að kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir ef þær eru umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu.Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Fyrirtæki munu setja kostnaðinn út í verðlag Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að ef kröfur Starfsgreinasambandsins og VR verði samþykktar muni fyrirtæki óhákvæmlega setja kostnaðinn út í verðlag sem leiði svo til verðbólgu. „Það eru allt aðrar aðstæður núna en til dæmis árið 2015 við gerð síðustu kjarasamninga. Þá var gengið miklu lægra, við vorum að sjá gríðarlega aukningu í ferðaþjónustu og það var ennþá einhver slaki fyrir í kerfinu. Núna erum við á enda hagsveiflunnar. Yfirleitt er það þannig að það nást aldrei fram kjarabætur eða launahækkanir á enda hagsveiflunnar. Þá er hagkerfið á leiðinni niður og þá eru mörg fyrirtæki í raun að fara að horfa fram á minnkandi tekjur og hagræðingaraðgerðir. Það hefur í raun aldrei heppnast að fá miklar kjarabætur á þeim stað í hagsveiflunni sem við erum á núna, á leiðinni niður,“ segir Ásgeir. Íslenska krónan Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. Starfsgreinasambandið og VR birtu kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga fyrr í þessum mánuði. Þar er farið fram á að lágmarkslaun hækki í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Reiknað hefur verið út að kröfur Starfsgreinasambandsins feli í einstaka tilvikum í sér allt að 98 prósent launahækkanir. Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu leiða til verðbólgu. Í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu, sem kom út fyrr á þessu ári, segir að lág verðbólga á Íslandi verði aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika. Þróun launavísitölu og kaupmáttar frá 1989 sýnir svart á hvítu að kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir ef þær eru umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu.Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Fyrirtæki munu setja kostnaðinn út í verðlag Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að ef kröfur Starfsgreinasambandsins og VR verði samþykktar muni fyrirtæki óhákvæmlega setja kostnaðinn út í verðlag sem leiði svo til verðbólgu. „Það eru allt aðrar aðstæður núna en til dæmis árið 2015 við gerð síðustu kjarasamninga. Þá var gengið miklu lægra, við vorum að sjá gríðarlega aukningu í ferðaþjónustu og það var ennþá einhver slaki fyrir í kerfinu. Núna erum við á enda hagsveiflunnar. Yfirleitt er það þannig að það nást aldrei fram kjarabætur eða launahækkanir á enda hagsveiflunnar. Þá er hagkerfið á leiðinni niður og þá eru mörg fyrirtæki í raun að fara að horfa fram á minnkandi tekjur og hagræðingaraðgerðir. Það hefur í raun aldrei heppnast að fá miklar kjarabætur á þeim stað í hagsveiflunni sem við erum á núna, á leiðinni niður,“ segir Ásgeir.
Íslenska krónan Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira