50 þúsund börn dóu úr hungri og sjúkdómum í Jemen í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2018 22:08 Faðir gefur vannærðri dóttur sinni vatn á sjúkrahúsi í Hodeida. AP/Hani Mohammed Útlit er fyrir gífurlega hungursneyð í Jemen. Um fjórtán milljónir manna, sem samsvarar um helmingi þjóðarinnar, hafa einungis aðgengi að matvælum í gegnum hjálparsamtök. Ástandið þar fer sífellt versnandi og Mark Lowcock, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, varar við því að neyðin sé það mikil að brátt verði ekki aftur snúið. Við lok síðasta árs áætluðu starfsmenn hjálparsamtaka að 130 börn undir fimm ára aldrei hefðu dáið á hverjum degi vegna hungurs og sjúkdóma. Alls er talið að nærri því 50 þúsund börn hafi dáið vegna þessa í fyrra.Sagði frá stöðunni á fundi öryggisráðsins Lowcock hélt erindi á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann sagði útlit fyrir landlæga hungursneyð í Jemen. Staðan þar í landi hefði versnað til muna á undanförnum vikum. Hann sagði íbúa Jemen vera að nálgast vendipunkt þar sem ómögulegt væri að koma í veg fyrir gífurlegt mannfall.Eins og áður hefur komið fram er talið að fjórtán milljónir manna reiði sig á hjálparsamtök til að halda lífi. Það er þremur milljónum meira en í síðasta mánuði.Mark Lowcock.AP/Bebeto MatthewsLowcock sagði að þó fólkið sé á lífi sé það alls ekki að fá þá næringu sem þau þurfa. Ónæmiskerfi margra séu nálægt því að hrynja og ungir og hinir eldri séu sérstaklega í hættu. „Svo það sé á hreinu, er mat mitt, ráð mitt til ykkar, að nú sé skýr hætta á yfirvarandi hungursneyð í Jemen. Það verði mun stærra en nokkur sérfræðingur á þessu sviði hefur séð áður,“ sagði Lowcock á fundi öryggisráðsins. Hann tók sérstaklega fram að hann hefði varað við slíkum aðstæðum tvisvar sinnum áður og í bæði skiptin hefði hungursneyð ekki skollið á. Það hefði hins vegar ekki gerst vegna þeirra aðgerða sem gripið var til í bæði skiptinn. Ástandið sé þó þar að auki mun verra en það var þá.Báðar fylkingar sekar um brot á alþjóðalögum Lowcock sagði einnig að báðar fylkingar í átökunum í Jemen brytu reglulega gegn alþjóðalögum og síðan í maí hefðu minnst fimm þúsund slík brot verið skráð. Þar á meðal annars við árásir á almenna borgara og mikilvæg innviði eins og sjúkrahús, vatnsdælur, vegi og brýr. Stríðið í Jemen hefur geisað frá árinu 2015. Uppreisnarmenn Húta hafa sölsað undir sig stóran hluta landsins. Sádi-arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin ásamt sjö öðrum arabaríkjum hafa hlutast til í landinu til aðstoðar stjórnarhernum. Bandalagsherinn hefur notið stuðnings Breta, Bandaríkjamanna og Frakka. Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Telja alla stríðsaðila í Jemen seka um stríðsglæpi Stjórnarherinn, bandalagsherinn sem styður hann og uppreisnarmenn Húta eru sagðir hirða lítið um að takmarka fall óbreyttra borgara. 28. ágúst 2018 12:07 Segjast harma „mistök“ í tengslum við árás á rútuna í Jemen Rúmlega fjörutíu börn fórust í árásinni þann 9. ágúst og var hún víða fordæmd. 1. september 2018 23:15 CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Tugir barna féllu í loftárás hernaðarbandalags Sádi-Araba á Jemen. Átökin hafa verið einkar blóðug undanfarnar vikur. Friðarviðræður mögulega á döfinni. 10. ágúst 2018 06:00 Ástandið versnar enn í Jemen og milljónir eru í hættu Nú þegar búa 18,5 milljónir Jemena við lítið sem ekkert matvælaöryggi og sú tala fer hækkandi. 19. október 2018 08:15 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Útlit er fyrir gífurlega hungursneyð í Jemen. Um fjórtán milljónir manna, sem samsvarar um helmingi þjóðarinnar, hafa einungis aðgengi að matvælum í gegnum hjálparsamtök. Ástandið þar fer sífellt versnandi og Mark Lowcock, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, varar við því að neyðin sé það mikil að brátt verði ekki aftur snúið. Við lok síðasta árs áætluðu starfsmenn hjálparsamtaka að 130 börn undir fimm ára aldrei hefðu dáið á hverjum degi vegna hungurs og sjúkdóma. Alls er talið að nærri því 50 þúsund börn hafi dáið vegna þessa í fyrra.Sagði frá stöðunni á fundi öryggisráðsins Lowcock hélt erindi á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann sagði útlit fyrir landlæga hungursneyð í Jemen. Staðan þar í landi hefði versnað til muna á undanförnum vikum. Hann sagði íbúa Jemen vera að nálgast vendipunkt þar sem ómögulegt væri að koma í veg fyrir gífurlegt mannfall.Eins og áður hefur komið fram er talið að fjórtán milljónir manna reiði sig á hjálparsamtök til að halda lífi. Það er þremur milljónum meira en í síðasta mánuði.Mark Lowcock.AP/Bebeto MatthewsLowcock sagði að þó fólkið sé á lífi sé það alls ekki að fá þá næringu sem þau þurfa. Ónæmiskerfi margra séu nálægt því að hrynja og ungir og hinir eldri séu sérstaklega í hættu. „Svo það sé á hreinu, er mat mitt, ráð mitt til ykkar, að nú sé skýr hætta á yfirvarandi hungursneyð í Jemen. Það verði mun stærra en nokkur sérfræðingur á þessu sviði hefur séð áður,“ sagði Lowcock á fundi öryggisráðsins. Hann tók sérstaklega fram að hann hefði varað við slíkum aðstæðum tvisvar sinnum áður og í bæði skiptin hefði hungursneyð ekki skollið á. Það hefði hins vegar ekki gerst vegna þeirra aðgerða sem gripið var til í bæði skiptinn. Ástandið sé þó þar að auki mun verra en það var þá.Báðar fylkingar sekar um brot á alþjóðalögum Lowcock sagði einnig að báðar fylkingar í átökunum í Jemen brytu reglulega gegn alþjóðalögum og síðan í maí hefðu minnst fimm þúsund slík brot verið skráð. Þar á meðal annars við árásir á almenna borgara og mikilvæg innviði eins og sjúkrahús, vatnsdælur, vegi og brýr. Stríðið í Jemen hefur geisað frá árinu 2015. Uppreisnarmenn Húta hafa sölsað undir sig stóran hluta landsins. Sádi-arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin ásamt sjö öðrum arabaríkjum hafa hlutast til í landinu til aðstoðar stjórnarhernum. Bandalagsherinn hefur notið stuðnings Breta, Bandaríkjamanna og Frakka.
Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Telja alla stríðsaðila í Jemen seka um stríðsglæpi Stjórnarherinn, bandalagsherinn sem styður hann og uppreisnarmenn Húta eru sagðir hirða lítið um að takmarka fall óbreyttra borgara. 28. ágúst 2018 12:07 Segjast harma „mistök“ í tengslum við árás á rútuna í Jemen Rúmlega fjörutíu börn fórust í árásinni þann 9. ágúst og var hún víða fordæmd. 1. september 2018 23:15 CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Tugir barna féllu í loftárás hernaðarbandalags Sádi-Araba á Jemen. Átökin hafa verið einkar blóðug undanfarnar vikur. Friðarviðræður mögulega á döfinni. 10. ágúst 2018 06:00 Ástandið versnar enn í Jemen og milljónir eru í hættu Nú þegar búa 18,5 milljónir Jemena við lítið sem ekkert matvælaöryggi og sú tala fer hækkandi. 19. október 2018 08:15 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15
Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30
Telja alla stríðsaðila í Jemen seka um stríðsglæpi Stjórnarherinn, bandalagsherinn sem styður hann og uppreisnarmenn Húta eru sagðir hirða lítið um að takmarka fall óbreyttra borgara. 28. ágúst 2018 12:07
Segjast harma „mistök“ í tengslum við árás á rútuna í Jemen Rúmlega fjörutíu börn fórust í árásinni þann 9. ágúst og var hún víða fordæmd. 1. september 2018 23:15
CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35
Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30
Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Tugir barna féllu í loftárás hernaðarbandalags Sádi-Araba á Jemen. Átökin hafa verið einkar blóðug undanfarnar vikur. Friðarviðræður mögulega á döfinni. 10. ágúst 2018 06:00
Ástandið versnar enn í Jemen og milljónir eru í hættu Nú þegar búa 18,5 milljónir Jemena við lítið sem ekkert matvælaöryggi og sú tala fer hækkandi. 19. október 2018 08:15