Þurfa að fjarlægja 270 þúsund rúmmetra af lóð Landspítalans Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. október 2018 08:00 Sprengja þarf á lóð Landspítalans við hlið Barnaspítala Hringsins og hefur það gengið vel. FRÉTTABLAÐIÐ/Eyþór Fullur gangur er kominn í framkvæmdir við byggingu nýs Landspítala á Hringbraut. Í síðustu viku hófst vinna vegna nýrra lagna en sprengja þarf djúpan skurð sem liggur meðfram Barnaspítalanum. „Það hefur gengið vel að sprengja en erfiðustu svæðin eru þessi næst byggingunum en við erum þar alveg ofan í starfsemi spítalans. Hávaðinn við sjálfar sprengingarnar er samt ekki mikill,“ segir Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá Nýja Landspítalanum. Leyfilegt er að sprengja þrisvar á dag, eða klukkan 11, 14.30 og 17.30. „Svo eru allir borvagnar sem við notum til að bora fyrir sprengiefninu með sérstaka hlífðarvörn sem er tækni sem hefur verið í þróun síðustu ár. Þetta hefur gefið góða reynslu á þessum fyrstu dögum. Það er mikið minni hávaði af þessu en verið hefur í sambærilegum framkvæmdum.“ Ásbjörn bendir á að umrædd tækni hafi meðal annars verið notuð með góðum árangri í framkvæmdum við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. „Gagnvart sjúklingum og starfsmönnum spítalans verður þessi vetur mest krefjandi í öllum framkvæmdunum en lagnavinnan mun standa fram á næsta vor.“ Um mánaðamótin nóvember desember er svo áætlað að hefja vinnu við grunn meðferðarkjarnans sem er stærsta verkefnið í byggingu nýs Landspítala. „Flatarmálið er á við tvo fótboltavelli en svæðið er í halla þannig að við norðurendann þarf að fara 16 metra niður en 5-6 metra við suðurendann. Við áætlum að klára grunninn á um tólf mánuðum.“ Alls munu falla til um 200 þúsund rúmmetrar af sprengdu grjóti bæði vegna grunnsins og annars staðar af svæðinu á um 20 mánaða tímabili og um 140 þúsund rúmmetrar af lausum jarðvegi. Hægt verður að nýta 30 þúsund rúmmetra af grjótinu og 40 þúsund rúmmetra af lausa jarðveginum á byggingarsvæðinu. Það mun því þurfa að fjarlægja um 270 þúsund rúmmetra af efni af svæðinu og verður það gert yfir 18 mánaða tímabil. Ásbjörn segir að hver bíll taki 15 rúmmetra og því verða farnar 18 þúsund ferðir. „Að meðaltali eru þetta fimm til sex bílar á klukkustund miðað við átta tíma á dag sex daga vikunnar. Bílarnir munu keyra í gegnum sérstaka þvottastöð til að koma í veg fyrir að drulla berist út fyrir svæðið. Svo eru gerðar sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að ryk berist um svæðið því það er mikilvægt fyrir sjúklinga, starfsemi spítalans og íbúa í nágrenninu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Fullur gangur er kominn í framkvæmdir við byggingu nýs Landspítala á Hringbraut. Í síðustu viku hófst vinna vegna nýrra lagna en sprengja þarf djúpan skurð sem liggur meðfram Barnaspítalanum. „Það hefur gengið vel að sprengja en erfiðustu svæðin eru þessi næst byggingunum en við erum þar alveg ofan í starfsemi spítalans. Hávaðinn við sjálfar sprengingarnar er samt ekki mikill,“ segir Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá Nýja Landspítalanum. Leyfilegt er að sprengja þrisvar á dag, eða klukkan 11, 14.30 og 17.30. „Svo eru allir borvagnar sem við notum til að bora fyrir sprengiefninu með sérstaka hlífðarvörn sem er tækni sem hefur verið í þróun síðustu ár. Þetta hefur gefið góða reynslu á þessum fyrstu dögum. Það er mikið minni hávaði af þessu en verið hefur í sambærilegum framkvæmdum.“ Ásbjörn bendir á að umrædd tækni hafi meðal annars verið notuð með góðum árangri í framkvæmdum við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. „Gagnvart sjúklingum og starfsmönnum spítalans verður þessi vetur mest krefjandi í öllum framkvæmdunum en lagnavinnan mun standa fram á næsta vor.“ Um mánaðamótin nóvember desember er svo áætlað að hefja vinnu við grunn meðferðarkjarnans sem er stærsta verkefnið í byggingu nýs Landspítala. „Flatarmálið er á við tvo fótboltavelli en svæðið er í halla þannig að við norðurendann þarf að fara 16 metra niður en 5-6 metra við suðurendann. Við áætlum að klára grunninn á um tólf mánuðum.“ Alls munu falla til um 200 þúsund rúmmetrar af sprengdu grjóti bæði vegna grunnsins og annars staðar af svæðinu á um 20 mánaða tímabili og um 140 þúsund rúmmetrar af lausum jarðvegi. Hægt verður að nýta 30 þúsund rúmmetra af grjótinu og 40 þúsund rúmmetra af lausa jarðveginum á byggingarsvæðinu. Það mun því þurfa að fjarlægja um 270 þúsund rúmmetra af efni af svæðinu og verður það gert yfir 18 mánaða tímabil. Ásbjörn segir að hver bíll taki 15 rúmmetra og því verða farnar 18 þúsund ferðir. „Að meðaltali eru þetta fimm til sex bílar á klukkustund miðað við átta tíma á dag sex daga vikunnar. Bílarnir munu keyra í gegnum sérstaka þvottastöð til að koma í veg fyrir að drulla berist út fyrir svæðið. Svo eru gerðar sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að ryk berist um svæðið því það er mikilvægt fyrir sjúklinga, starfsemi spítalans og íbúa í nágrenninu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira