Innlent

LRH sendi sérfræðinga norður vegna andláts ungrar konu

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi sérfræðinga frá tæknideild lögreglunnar til að aðstoða Lögregluna á Norðurlandi eystra við rannsókn á andláti ungrar konu sem fannst látin á heimili sínu í gærmorgun. Einn er í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Tilkynning um andlátið barst lögreglunni í gærmorgun en konan var í íbúð í fjölbýlishúsi á Akureyri. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hún um þrítugt og móðir ungra barna.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í dag beinist rannsóknin að því að upplýsa um hvenær og hvernig andlát konunnar bar að. Sérfræðingar frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru sendir til Akureyrar í gær og aðstoðuðu þeir við vettvangsrannsókn.

Í tilkynningu lögreglu kom jafnframt fram að karlmaður hafi verið handtekinn í gær vegna málsins en farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum og var það staðfest til 26. október af héraðsdómi norðurlands eystra Maðurinn er talinn hafa verið á vettvangi þegar konan lést, en ekki hefur reynst unnt að yfirheyra hann sökum annarlegs ástands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×